Fréttir

Iris-og-hopurinn-hennar-a-vinnustofu

12.12.2025 : Íslensk þátttaka á evrópskri ráðstefnu um eTwinning í kennaranámi

Íris Hrönn Kristinsdóttir, kennsluráðgjafi á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, tók þátt í evrópsku ráðstefnunni eTwinning for Future Teachers – European Conference for Initial Teacher Education 2025 sem haldin var í Mílanó á Ítalíu. Þar komu saman háskólakennarar og kennaranemar víðs vegar að úr Evrópu til að fjalla um hvernig eTwinning samstarfsverkefni geta stutt við kennaranám, eflt faglegt samstarf og stuðlað að nýsköpun í menntun.

Lesa meira
Odinsve

11.12.2025 : Ráðstefnutækifæri - Norræn kennararáðstefna í Óðinsvéum

Kennarar á framhaldsskólastigi eru boðnir velkomnir að sækja um þátttöku á norrænni eTwinning ráðstefnu sem haldin verður í Óðinsvéum í Danmörku dagana 15.–17. apríl 2026. Megináherslan verður á notkun gervigreindar (AI) í kennslu og hvernig hægt er að efla stafrænt samstarf á milli skóla með eTwinning. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.

Lesa meira

10.12.2025 : Sjálfboðaliðum þakkað fyrir sitt dýrmæta framlag á sjálfboðaliðadeginum 5. desember

Í tilefni alþjóðlega sjálfboðaliðadagsins 5. desember bauð Landskrifstofan öllum þeim sjálfboðaliðum sem eru á Íslandi á vegum European Solidarity Corps á viðburð þar sem mikilvægi sjálfboðaliðastarfs var gert hátt undir höfði.

Lesa meira

9.12.2025 : Fundur tengslanets um raunfærnimat á háskólastigi haldinn í Háskólanum á Akureyri

Erasmus+ í samstarfi við Euroguidance og EPALE hélt nýverið, í samstarfi við íslenska tengslanetið um raunfærnimat á háskólastigi, fund í Háskólanum á Akureyri. Á fundinum var fjallað um stöðu raunfærnimats hjá háskólunum, þróun verklags og næstu skref í sameiginlegu starfi netsins.

Lesa meira

3.12.2025 : Europass á Íslandi hvetur til þátttöku í Europass-keppninni 2025

Hefur þú uppfært ferilskrána þína nýlega? Það gæti borgað sig í ár!

Europass á Íslandi stendur fyrir skemmtilegri og einfaldri keppni fyrir öll sem vilja efla ferilskrána sína. Þátttaka er einföld: farðu á europass.is, búðu til ferilskrá og sendu hana síðan á europass@rannis.is. Þá ertu komin í pottinn – og gætir unnið 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Lesa meira

1.12.2025 : Reynslusaga kennara: Fyrsta eTwinning-ráðstefnan í Brussel

Rósa Vigfúsdóttir og Arna María Geirsdóttir, kennarar í Áslandsskóla og Engjaskóla, segja frá sinni fyrstu eTwinning-ráðstefnu í Brussel þar sem 20 ára afmæli eTwinning var fagnað og áhersla lögð á hvernig eTwinning getur sameinað kennara í Evrópu.

Lesa meira

26.11.2025 : Aðventukaffi Erasmus+ í Bókasafni Kópavogs

Hvert langar þig að fara? Ertu með hugmynd að verkefni? Í þessu aðventukaffi verða kynnt helstu atriði og tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps og síðan gefst tækifæri á að eiga óformlegt spjall yfir léttum kaffiveitingum. Öll velkomin fimmtudaginn 4. desember kl.15:00.

Lesa meira

25.11.2025 : Erasmus+ café - Innsýn í rannsókn um inngildingu ungs flóttafólks á Íslandi

Verið velkomin á óformlegt kaffispjall (á netinu) með rannsakendum í ESRCI-rannsóknarverkefni Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. desember kl. 10:00.
Verkefnið skoðar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021 en í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að inngildingu barna og ungmenna á flótta í íslensku samfélagi. 

Lesa meira

14.11.2025 : Opið fyrir umsóknir um styrki til sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna í European Solidarity Corps

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2026 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.

Lesa meira

13.11.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2026

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2026. Alls mun Landskrifstofan á Íslandi geta úthlutað yfir 16 milljónum evra til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu.  

Lesa meira

12.11.2025 : Lifandi umræður og fjölbreytt tækifæri kynnt á landsþingi ESN-Iceland

Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi (ESN-Iceland) hófst með opnum viðburði 31. október í Eddu í Háskóla Íslands í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+. Viðburðurinn tókst vel og einkenndist af opnum og lifandi umræðum um hlutverk samtakanna og hugmyndum um hvernig þau geta styrkt alþjóðlegt samfélag háskólanema á Íslandi.

Lesa meira
Starfsmenntun-aukid-fjarmagn2025

7.11.2025 : Aukin tækifæri í Erasmus+ kalla á öflugt alþjóðasamstarf í starfsmenntun

Samhliða auknu fjármagni til starfsmenntunar í Erasmus+ áætluninni, hefur starfsmenntateymi Landskrifstofunnar unnið markvisst að því að styðja við starf alþjóðafulltrúa innan skóla og stofnanna á sviði iðn- og verkgreina. 

Lesa meira

6.11.2025 : Fulltrúar íslenskra háskóla á tengslaráðstefnu í Bonn um evrópsk háskólanet

Dagana 21. - 22. október tóku Þóra Einarsdóttir, aðstoðarrektor náms og kennslu við Listaháskóla Íslands, og Hildur Friðriksdóttir, alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri, þátt í tengslaráðstefnunni Putting it into practice sem haldin var í Bonn í Þýskalandi og fjallaði um áhrif evrópskra háskólaneta.

Lesa meira

5.11.2025 : Opið er fyrir umsóknir í DiscoverEU happdrættið

Fæddist þú árið 2007? Hefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 56 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá þig til leiks í DiscoverEU.  

Lesa meira

3.11.2025 : Salto Green – Ný heimasíða og útgáfa um græn fyrirmyndarverkefni

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref. 

Lesa meira

3.11.2025 : Láttu rödd þína heyrast um íþróttir í Evrópu

Evrópusambandið stendur fyrir opnu samráði til að tryggja að evrópsk stefnumótun um íþróttir sé bæði inngildandi og víðtæk. 

Lesa meira
Mynd-3

27.10.2025 : „Þetta var ómetanlegt tækifæri“ – Íris, umsjónarkennari í Norðlingaskóla, segir frá sinni fyrstu eTwinning vinnustofu

Dagana 4.–7. september tók Íris, umsjónarkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla, þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu eTwinning vinnustofu í Helsinki, Finnlandi. Hún segir reynsluna hafa verið ómetanlega – bæði faglega og persónulega – og kemur heim með nýjar hugmyndir, verkfæri og tengsl sem munu nýtast í framtíðarstarfi.

Lesa meira

23.10.2025 : Vefnámskeið á vegum Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar

Námskeið ætlað náms- og starfsráðgjöfum sem vilja efla færni sína í notkun upplýsinga um vinnumarkaðinn í sinni leiðsögn.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-

23.10.2025 : Vinnustofur fyrir tungumálakennara um Erasmus+ og eTwinning

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning á Íslandi, í samstarfi við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, bjóða tungumálakennurum á tvær rafrænar vinnustofur í nóvember. Þar verður fjallað um hvernig tungumálakennarar geta nýtt alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og eTwinning til að efla tungumálanám, menningarlæsi og alþjóðavitund nemenda.

Lesa meira

22.10.2025 : Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi

Erasmus Student Network (ESN) á Íslandi og Landskrifstofa Erasmus+ bjóða nemendum og öðrum áhugasömum að taka þátt í fyrsta landsþingi ESN-Iceland, sem haldið verður 31. október kl. 15:00 í Eddu, Háskóla Íslands. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica