Lokað frá 11:15 - 15:00.
Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með haustönn 2026. Sendiherrar styðja við framþróun eTwinning, veita ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í norrænu og evrópsku netstarfi. Sérstaklega er leitað að sendiherrum á Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum, en allar umsóknir eru hjartanlega velkomnar.
Lesa meira
Evrópusambandið hefur hafið opið samráð um leiðir til að einfalda viðurkenningu á menntun og hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB sem vilja starfa í löndum sambandsins. Frestur til að taka þátt í samráðinu er 27. febrúar.
Lesa meira
Nýlega lauk Europass-leiknum 2025 og bar Aron Elí Sævarsson sigur úr býtum og tryggði sér 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair. Í leiknum sendu þátttakendur inn ferilskrá og var dregið úr þeim.
Lesa meira
Euroguidance á Íslandi styrkti þátttöku tveggja íslenskra náms- og starfsráðgjafa á Euroguidance European Conference í Riga dagana 2.–3. desember. Ráðstefnan fjallaði um framtíð náms- og starfsráðgjafar í Evrópu, ævilanga ráðgjöf, breytingar á vinnumarkaði og græna færni, auk þess sem hún skapaði mikilvæg tækifæri til alþjóðlegrar tengslamyndunar.
Lesa meira
Ertu kennari eða skólastjórnandi í leik- eða grunnskóla með áhuga á alþjóðlegu samstarfi í gegnum eTwinning? Þá býður eTwinning á Íslandi upp á tvö spennandi tækifæri vorið 2026. Annars vegar ráðstefna í Prag fyrir leik- og grunnskólakennara og hins vegar ráðstefna í Þessalóníku fyrir skólastjórnendur.
Lesa meira
Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2026 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars.
Lesa meira
eTwinning á Íslandi heldur í janúar, febrúar og mars nýja vefstofuröð í samstarfi við Nýmennt og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Lesa meira
Íris Hrönn Kristinsdóttir, kennsluráðgjafi á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, tók þátt í evrópsku ráðstefnunni eTwinning for Future Teachers – European Conference for Initial Teacher Education 2025 sem haldin var í Mílanó á Ítalíu. Þar komu saman háskólakennarar og kennaranemar víðs vegar að úr Evrópu til að fjalla um hvernig eTwinning samstarfsverkefni geta stutt við kennaranám, eflt faglegt samstarf og stuðlað að nýsköpun í menntun.
Lesa meira
Kennarar á framhaldsskólastigi eru boðnir velkomnir að sækja um þátttöku á norrænni eTwinning ráðstefnu sem haldin verður í Óðinsvéum í Danmörku dagana 15.–17. apríl 2026. Megináherslan verður á notkun gervigreindar (AI) í kennslu og hvernig hægt er að efla stafrænt samstarf á milli skóla með eTwinning. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.
Lesa meira
Í tilefni alþjóðlega sjálfboðaliðadagsins 5. desember bauð Landskrifstofan öllum þeim sjálfboðaliðum sem eru á Íslandi á vegum European Solidarity Corps á viðburð þar sem mikilvægi sjálfboðaliðastarfs var gert hátt undir höfði.
Lesa meira
Erasmus+ í samstarfi við Euroguidance og EPALE hélt nýverið, í samstarfi við íslenska tengslanetið um raunfærnimat á háskólastigi, fund í Háskólanum á Akureyri. Á fundinum var fjallað um stöðu raunfærnimats hjá háskólunum, þróun verklags og næstu skref í sameiginlegu starfi netsins.
Lesa meira
Hefur þú uppfært ferilskrána þína nýlega? Það gæti borgað sig í ár!
Europass á Íslandi stendur fyrir skemmtilegri og einfaldri keppni fyrir öll sem vilja efla ferilskrána sína. Þátttaka er einföld: farðu á europass.is, búðu til ferilskrá og sendu hana síðan á europass@rannis.is. Þá ertu komin í pottinn – og gætir unnið 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.
Lesa meira
Rósa Vigfúsdóttir og Arna María Geirsdóttir, kennarar í Áslandsskóla og Engjaskóla, segja frá sinni fyrstu eTwinning-ráðstefnu í Brussel þar sem 20 ára afmæli eTwinning var fagnað og áhersla lögð á hvernig eTwinning getur sameinað kennara í Evrópu.
Lesa meira
Hvert langar þig að fara? Ertu með hugmynd að verkefni? Í þessu aðventukaffi verða kynnt helstu atriði og tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps og síðan gefst tækifæri á að eiga óformlegt spjall yfir léttum kaffiveitingum. Öll velkomin fimmtudaginn 4. desember kl.15:00.
Lesa meira
Verið velkomin á óformlegt kaffispjall (á netinu) með rannsakendum í ESRCI-rannsóknarverkefni Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. desember kl. 10:00.
Verkefnið skoðar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021 en í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að inngildingu barna og ungmenna á flótta í íslensku samfélagi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2026 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.
Lesa meira
Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2026. Alls mun Landskrifstofan á Íslandi geta úthlutað yfir 16 milljónum evra til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu.
Lesa meira
Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi (ESN-Iceland) hófst með opnum viðburði 31. október í Eddu í Háskóla Íslands í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+. Viðburðurinn tókst vel og einkenndist af opnum og lifandi umræðum um hlutverk samtakanna og hugmyndum um hvernig þau geta styrkt alþjóðlegt samfélag háskólanema á Íslandi.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.