Fréttir

19.5.2025 : Að efla inngildingu í Erasmus+ verkefnum

Í síðustu viku stóð Landskrifstofa Erasmus+ fyrir tveimur vinnustofum um inngildingu í Erasmus+ verkefnum. Markmið vinnustofanna var að hvetja styrkþega Erasmus+ til að íhuga hvernig þau geta stuðlað að aukinni inngildingu – ekki aðeins innan verkefnanna heldur einnig sem hluta af sinni daglegu starfsemi.

Lesa meira

15.5.2025 : Evrópusamstarf mikilvæg leið að aukinni stafrænni færni og virkri þátttöku í samfélaginu

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund í menntun stóð Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí í Eddu. Hún bar yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar og beindi sjónum að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.

Lesa meira
Mynd-med-ferdafrasogn-til-Graz

14.5.2025 : Með tungumál í farteskinu – eTwinning ráðstefna í Graz

Guðný og Hildur tóku þátt í lifandi og innblásinni eTwinning ráðstefnu fyrir tungumálakennara í Graz, Austurríki, þar sem 55 kennarar frá 13 Evrópulöndum komu saman til að efla alþjóðlegt samstarf í tungumálakennslu.

Lesa meira

13.5.2025 : Lykillinn að árangursríku alþjóðastarfi í starfsmenntun

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi leggur áherslu á öflugt og gott samstarf við alþjóðafulltrúa skóla og stofnana áætlunarinnar. Til þess að fá betri yfirsýn yfir það sem vel er gert og hvað mætti betur fara í alþjóðastarfi var ráðist í að framkvæma könnun meðal alþjóðafulltrúa í starfsmenntaskólum og stofnunum um land allt í lok ársins 2024.

Lesa meira
Evropuverdlaunin-EITA-2025-1-

8.5.2025 : Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu 2025 - nú með Evrópumerkinu

Landskrifstofa Erasmus+ auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu fyrir Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu (European Innovative Teaching Award – EITA). Í ár er Evrópumerkið fyrir nýbreytni á sviði tungumálakennslu og -náms hluti af þeim verðlaunum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2025. 

Lesa meira

21.4.2025 : Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar, ráðstefna í Eddu

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi. 

Lesa meira

16.4.2025 : Öll velkomin á Application Lab

Næsti umsóknarfrestur er 7. maí

Fresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ , í flokknum Nám og þjálfun (KA1) og í samfélagsverkefnum í European Solidarity Corps.

Lesa meira
Euroguidance_-vinnustofa_31_mars_2025-4-

4.4.2025 : Euroguidance vinnustofa með Dr. Amundson og Andreu Fruhling: Nýjar leiðir í náms- og starfsráðgjöf

Um 60 náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í vinnustofu Euroguidance á Íslandi með hinum virtu sérfræðingum Dr. Norm Amundson og Andreu Fruhling. Vinnustofan, sem var haldin í samstarfi við FNS, HÍ, Rannís, MMS og EPALE, beindist að skapandi ráðgjöf og undirstrikaði mikilvægi alþjóðavæðingar í faginu.

Lesa meira
Tveir unglingar sitja glaðir í lestarsæti og halda í myndavélina fyrir sjálfu. Þau brosa og sýna

3.4.2025 : Opnað fyrir DiscoverEU umsóknir fyrir ungmenni á 18. aldursári

Hefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 50 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá sig til leiks í DiscoverEU. 

Lesa meira

2.4.2025 : Ný skýrsla varpar ljósi á stöðuna varðandi æskulýðsstefnu Evrópusambandsins 2019-2027

Þrjú helstu markmið æskulýðsstefnunnar eru að tengja, virkja og valdefla ungt fólk í borgaravitund og lýðræðislegri þátttöku. 

Lesa meira

27.3.2025 : Fimm íslenskir skólar hljóta viðurkenningu sem eTwinning-skólar 2025–2026

Skólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.

Lesa meira
Stapaskoli-6

25.3.2025 : Stapaskóli á eTwinning verkefni mánaðarins

Í mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Lesa meira
Menntabudir_2025

21.3.2025 : Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.

Lesa meira

20.3.2025 : 1,2 milljörðum króna veitt til íslenskra stofnana vegna sóknar þeirra í Erasmus+ styrki til Brussel

Erasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.

Lesa meira
Mynd-med-grein-etwinning

18.3.2025 : Menntahleðsla með Erasmus+ og eTwinning

Menntahleðsla er stutt og hagnýt fræðsla fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem áhersla er lögð á að miðla nýrri þekkingu og veita innblástur til þróunar í kennslu. Markmiðið er að gefa þátttakendum skýra sýn á ný tækifæri sem geta bætt skólastarf, stutt við kennara í þeirra faglega starfi og aukið alþjóðleg tengsl skóla.

Lesa meira
Fyrir-ESEP-og-eTwinning-1-

13.3.2025 : Landskrifstofa eTwinning leitar að fyrirmyndarverkefnum!

Landskrifstofa eTwinning leitar að frábærum eTwinning-verkefnum á öllum skólastigum til að veita öðrum kennurum innblástur. Valin verkefni verða kynnt í fréttagreinum og á samfélagsmiðlum. 

Lesa meira
Rafraent-skolasamstarf-i-20-ar-3-

12.3.2025 : 20 ár af eldmóði: eTwinning sendiherrarnir sem hafa fylgt þróuninni frá upphafi

Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005. 
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.

Lesa meira

6.3.2025 : Bandalag myndað um færni í Evrópu

Evrópa þarf á hæfu fólki að halda til að bregðast við nýjum áskorunum og vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Þetta er grundvöllur viðamikillar stefnu frá Evrópusambandinu sem birt var í vikunni og er ætlað er að styðja við seiglu og aðlögunarhæfni í menntun og þjálfun í álfunni. Stefnan ber yfirskriftina Bandalag um færni, eða Union of skills. 

Lesa meira

5.3.2025 : Hefur þú nýtt þér gervigreind í kennslu og þjálfun með góðum árangri? Evrópusambandið vill heyra frá þér!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir könnun til 28. mars til að safna saman upplýsingum um árangursríka notkun gervigreindar í menntun og þjálfun. 

Lesa meira

27.2.2025 : Gæti Evrópusamstarf nýst þinni stofnun í stefnumótun?

Frestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica