Fréttir

22.1.2026 : Skrifstofa Rannís/Landsskifstofu Erasmus+ er lokuð í dag

Lokað frá 11:15 - 15:00.

Mynd-med-grein-etwinning

21.1.2026 : eTwinning á Íslandi leitar að sendiherrum

Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með haustönn 2026. Sendiherrar styðja við framþróun eTwinning, veita ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í norrænu og evrópsku netstarfi. Sérstaklega er leitað að sendiherrum á Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum, en allar umsóknir eru hjartanlega velkomnar.

Lesa meira

16.1.2026 : Opið er fyrir umsóknir um Erasmus+ stefnumótandi samstarf innan Evrópu

Verkefnin bjóða íslenskum skólum, stjórnvöldum og stofnunum upp á tækifæri til bæta stefnumótun sína í samstarfi við erlenda sérfræðinga og eru alls 54 milljónir evra til úthlutunar. Umsóknarfrestur rennur út 8. apríl 2026.  Lesa meira
Frettamynd-Samrad-ESB-um-baetta-vidurkenningu-haefni-og-menntunar-milli-landa

14.1.2026 : Taktu þátt í samráði ESB um bætta viðurkenningu hæfni og menntunar milli landa

Evrópusambandið hefur hafið opið samráð um leiðir til að einfalda viðurkenningu á menntun og hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB sem vilja starfa í löndum sambandsins. Frestur til að taka þátt í samráðinu er 27. febrúar.

Lesa meira

8.1.2026 : Mér finnst Europass bara algjör snilld!

Nýlega lauk Europass-leiknum 2025 og bar Aron Elí Sævarsson sigur úr býtum og tryggði sér 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair. Í leiknum sendu þátttakendur inn ferilskrá og var dregið úr þeim. 

Lesa meira
RIGA-2

7.1.2026 : Euroguidance styrkti þátttöku íslenskra ráðgjafa á evrópskri ráðstefnu í Riga

Euroguidance á Íslandi styrkti þátttöku tveggja íslenskra náms- og starfsráðgjafa á Euroguidance European Conference í Riga dagana 2.–3. desember. Ráðstefnan fjallaði um framtíð náms- og starfsráðgjafar í Evrópu, ævilanga ráðgjöf, breytingar á vinnumarkaði og græna færni, auk þess sem hún skapaði mikilvæg tækifæri til alþjóðlegrar tengslamyndunar.

Lesa meira
ETwinning-Vefstofa-2-

7.1.2026 : Ráðstefnutækifæri fyrir eTwinning kennara og skólastjórnendur í Tékklandi og Grikklandi

Ertu kennari eða skólastjórnandi í leik- eða grunnskóla með áhuga á alþjóðlegu samstarfi í gegnum eTwinning? Þá býður eTwinning á Íslandi upp á tvö spennandi tækifæri vorið 2026. Annars vegar ráðstefna í Prag fyrir leik- og grunnskólakennara og hins vegar ráðstefna í Þessalóníku fyrir skólastjórnendur.

Lesa meira

18.12.2025 : Kynningarviðburðir framundan. Hvað langar þig að gera? Hvert langar þig að fara?

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2026 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Lesa meira
ETwinning-Vefstofa

16.12.2025 : Vefstofuröð um eTwinning í samstarfi við Nýmennt og HÍ

eTwinning á Íslandi heldur í janúar, febrúar og mars nýja vefstofuröð í samstarfi við Nýmennt og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 

Lesa meira
Iris-og-hopurinn-hennar-a-vinnustofu

12.12.2025 : Íslensk þátttaka á evrópskri ráðstefnu um eTwinning í kennaranámi

Íris Hrönn Kristinsdóttir, kennsluráðgjafi á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, tók þátt í evrópsku ráðstefnunni eTwinning for Future Teachers – European Conference for Initial Teacher Education 2025 sem haldin var í Mílanó á Ítalíu. Þar komu saman háskólakennarar og kennaranemar víðs vegar að úr Evrópu til að fjalla um hvernig eTwinning samstarfsverkefni geta stutt við kennaranám, eflt faglegt samstarf og stuðlað að nýsköpun í menntun.

Lesa meira
Odinsve

11.12.2025 : Ráðstefnutækifæri - Norræn kennararáðstefna í Óðinsvéum

Kennarar á framhaldsskólastigi eru boðnir velkomnir að sækja um þátttöku á norrænni eTwinning ráðstefnu sem haldin verður í Óðinsvéum í Danmörku dagana 15.–17. apríl 2026. Megináherslan verður á notkun gervigreindar (AI) í kennslu og hvernig hægt er að efla stafrænt samstarf á milli skóla með eTwinning. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.

Lesa meira

10.12.2025 : Sjálfboðaliðum þakkað fyrir sitt dýrmæta framlag á sjálfboðaliðadeginum 5. desember

Í tilefni alþjóðlega sjálfboðaliðadagsins 5. desember bauð Landskrifstofan öllum þeim sjálfboðaliðum sem eru á Íslandi á vegum European Solidarity Corps á viðburð þar sem mikilvægi sjálfboðaliðastarfs var gert hátt undir höfði.

Lesa meira

9.12.2025 : Fundur tengslanets um raunfærnimat á háskólastigi haldinn í Háskólanum á Akureyri

Erasmus+ í samstarfi við Euroguidance og EPALE hélt nýverið, í samstarfi við íslenska tengslanetið um raunfærnimat á háskólastigi, fund í Háskólanum á Akureyri. Á fundinum var fjallað um stöðu raunfærnimats hjá háskólunum, þróun verklags og næstu skref í sameiginlegu starfi netsins.

Lesa meira

3.12.2025 : Europass á Íslandi hvetur til þátttöku í Europass-keppninni 2025

Hefur þú uppfært ferilskrána þína nýlega? Það gæti borgað sig í ár!

Europass á Íslandi stendur fyrir skemmtilegri og einfaldri keppni fyrir öll sem vilja efla ferilskrána sína. Þátttaka er einföld: farðu á europass.is, búðu til ferilskrá og sendu hana síðan á europass@rannis.is. Þá ertu komin í pottinn – og gætir unnið 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Lesa meira

1.12.2025 : Reynslusaga kennara: Fyrsta eTwinning-ráðstefnan í Brussel

Rósa Vigfúsdóttir og Arna María Geirsdóttir, kennarar í Áslandsskóla og Engjaskóla, segja frá sinni fyrstu eTwinning-ráðstefnu í Brussel þar sem 20 ára afmæli eTwinning var fagnað og áhersla lögð á hvernig eTwinning getur sameinað kennara í Evrópu.

Lesa meira

26.11.2025 : Aðventukaffi Erasmus+ í Bókasafni Kópavogs

Hvert langar þig að fara? Ertu með hugmynd að verkefni? Í þessu aðventukaffi verða kynnt helstu atriði og tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps og síðan gefst tækifæri á að eiga óformlegt spjall yfir léttum kaffiveitingum. Öll velkomin fimmtudaginn 4. desember kl.15:00.

Lesa meira

25.11.2025 : Erasmus+ café - Innsýn í rannsókn um inngildingu ungs flóttafólks á Íslandi

Verið velkomin á óformlegt kaffispjall (á netinu) með rannsakendum í ESRCI-rannsóknarverkefni Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. desember kl. 10:00.
Verkefnið skoðar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021 en í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að inngildingu barna og ungmenna á flótta í íslensku samfélagi. 

Lesa meira

14.11.2025 : Opið fyrir umsóknir um styrki til sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna í European Solidarity Corps

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2026 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.

Lesa meira

13.11.2025 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2026

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2026. Alls mun Landskrifstofan á Íslandi geta úthlutað yfir 16 milljónum evra til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu.  

Lesa meira

12.11.2025 : Lifandi umræður og fjölbreytt tækifæri kynnt á landsþingi ESN-Iceland

Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi (ESN-Iceland) hófst með opnum viðburði 31. október í Eddu í Háskóla Íslands í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+. Viðburðurinn tókst vel og einkenndist af opnum og lifandi umræðum um hlutverk samtakanna og hugmyndum um hvernig þau geta styrkt alþjóðlegt samfélag háskólanema á Íslandi.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica