Í síðustu viku stóð Landskrifstofa Erasmus+ fyrir tveimur vinnustofum um inngildingu í Erasmus+ verkefnum. Markmið vinnustofanna var að hvetja styrkþega Erasmus+ til að íhuga hvernig þau geta stuðlað að aukinni inngildingu – ekki aðeins innan verkefnanna heldur einnig sem hluta af sinni daglegu starfsemi.
Lesa meiraÍ tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund í menntun stóð Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí í Eddu. Hún bar yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar og beindi sjónum að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Lesa meiraGuðný og Hildur tóku þátt í lifandi og innblásinni eTwinning ráðstefnu fyrir tungumálakennara í Graz, Austurríki, þar sem 55 kennarar frá 13 Evrópulöndum komu saman til að efla alþjóðlegt samstarf í tungumálakennslu.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ á Íslandi leggur áherslu á öflugt og gott samstarf við alþjóðafulltrúa skóla og stofnana áætlunarinnar. Til
þess að fá betri yfirsýn yfir það sem vel er gert og hvað mætti betur fara í
alþjóðastarfi var ráðist í að framkvæma
könnun meðal alþjóðafulltrúa í starfsmenntaskólum og stofnunum um land allt í
lok ársins 2024.
Landskrifstofa Erasmus+ auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu fyrir Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu (European Innovative Teaching Award – EITA). Í ár er Evrópumerkið fyrir nýbreytni á sviði tungumálakennslu og -náms hluti af þeim verðlaunum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2025.
Lesa meiraÍ tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur er 7. maí.
Fresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ , í flokknum Nám og þjálfun (KA1) og í samfélagsverkefnum í European Solidarity Corps.
Lesa meiraUm 60 náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í vinnustofu Euroguidance á Íslandi með hinum virtu sérfræðingum Dr. Norm Amundson og Andreu Fruhling. Vinnustofan, sem var haldin í samstarfi við FNS, HÍ, Rannís, MMS og EPALE, beindist að skapandi ráðgjöf og undirstrikaði mikilvægi alþjóðavæðingar í faginu.
Lesa meiraHefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 50 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá sig til leiks í DiscoverEU.
Lesa meiraÞrjú helstu markmið æskulýðsstefnunnar eru að tengja, virkja og valdefla ungt fólk í borgaravitund og lýðræðislegri þátttöku.
Lesa meiraSkólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.
Lesa meiraÍ mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.
Lesa meiraLandskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.
Lesa meiraErasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.
Lesa meiraMenntahleðsla er stutt og hagnýt fræðsla fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem áhersla er lögð á að miðla nýrri þekkingu og veita innblástur til þróunar í kennslu. Markmiðið er að gefa þátttakendum skýra sýn á ný tækifæri sem geta bætt skólastarf, stutt við kennara í þeirra faglega starfi og aukið alþjóðleg tengsl skóla.
Lesa meiraLandskrifstofa eTwinning leitar að frábærum eTwinning-verkefnum á öllum skólastigum til að veita öðrum kennurum innblástur. Valin verkefni verða kynnt í fréttagreinum og á samfélagsmiðlum.
Lesa meiraKolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005.
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.
Evrópa þarf á hæfu fólki að halda til að bregðast við nýjum áskorunum og vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Þetta er grundvöllur viðamikillar stefnu frá Evrópusambandinu sem birt var í vikunni og er ætlað er að styðja við seiglu og aðlögunarhæfni í menntun og þjálfun í álfunni. Stefnan ber yfirskriftina Bandalag um færni, eða Union of skills.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir könnun til 28. mars til að safna saman upplýsingum um árangursríka notkun gervigreindar í menntun og þjálfun.
Lesa meiraFrestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.