Salto Green – Ný heimasíða og útgáfa um græn fyrirmyndarverkefni

3.11.2025

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref. 

Salto Green er skrifstofa sem hefur það hlutverk að styðja við þetta forgangsatriði Erasmus+. Nýlega var opnuð heimasíða á vegum Salto Green sem er aðgengileg öllum. Á heimasíðunni geta umsækjendur, styrkþegar, þátttakendur verkefna og aðrir áhugasamir, nálgast fróðleik og efni sem styður við mótun umsóknar eða framkvæmd verkefnis með umhverfið að leiðarljósi. Meðal annars má finna upptökur af vefnámskeiðum og ýmis handhæg gögn til stuðnings.

Salto Green gefur að auki árlega út samantekt um græn fyrirmyndarverkefni sem geta veitt öðrum innblástur. Nýjasta útgáfan kom út nú í haust en þar er fjallað um 18 verkefni Erasmus+ og European Solidarity Corps vítt og breitt um Evrópu.

Þar sem styttist í umsóknafresti ársins 2026 er tilvalið að kynna sér efni á heimasíðu Salto Green og lesa um fyrirmyndarverkefni 2023 og 2024 til að fá innblástur að grænum verkefnum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica