Þann 31. maí var haldinn upphafsfundur í Hannesarholti fyrir þau sem hlutu styrk fyrir samfélagsverkefni European Solidarity Corps og æskulýðsverkefni Erasmus+ í fyrsta umsóknarfresti ársins 2022. Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki sem námu samtals um 35 milljónum króna.
Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu.
Lesa meiraDagana 7. og 8. apríl fór fram ráðstefna í Stokkhólmi undir yfirskriftinni Inclusive Mobility for Higher Education og Landskrifstofunni gafst kostur á að senda tvo fulltrúa frá Íslandi til þátttöku. Inngilding er eitt af forgangsatriðum Erasmus+ og mikilvægt að finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem nemendur mæta varðandi þátttöku í áætluninni.
Upptaka frá beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu þegar nýjar áætlanir fyrir Erasmus+, Horizon Europe, European Solidarity Corps og Creative Europe voru kynntar.
Samtökin Stelpur rokka hlutu viðurkenningu á Erasmusdögum 2019 fyrir að stuðla að jöfnum tækifærum með „Music Empowerment Mobility and Exchange“.