Í Erasmus+ áætluninni sem lauk í lok árs 2020 var mikil áhersla lögð á aukið aðgengi að Erasmus+. Verkefni áætlunarinnar standa öllum til boða óháð hverjum þeim hindrunum sem þau geta mætt í samfélaginu. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur af þessum sökum farið í átaksverkefni um að ná til breiðari hóps ungmenna, sem felur meðal annars í sér innlend og erlend námskeið auk ráðgjafar um verkefnahugmyndir og umsóknarferli.
Lesa meiraÍ ár hefst nýtt tímabil í sögu Erasmus+ sem gildir árin 2021-2027. Á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum og nánari upplýsingar birtar um þau tækifæri sem verða í boði. Þar sem gert er ráð fyrir óvenju stuttum umsóknarfrestum fyrir Erasmus Mundus og Jean Monnet, viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Nú hefur dómnefnd ráðið ráðum sínum og var úr mörgum góðum færslum að velja. Dómnefndina skipuðu Eva Einarsdóttir, kynningarstjóri Erasmus+, Steinar Júlíusson, hönnuður og Alma Rún Hreggviðsdóttir, nemi í arkitektúr í LHÍ.
Lesa meira