Erasmus+

Forsíðuborðar

Fyrirsagnalisti

Umsóknarfrestir 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2023.

/_/forsidubordarFréttir

2.12.2022 : Íslenskir nemendur líklegri til að halda sig innan Norðurlandanna í Erasmus+ skiptinámi en aðrir norrænir háskólanemar samkvæmt nýrri samanburðarrannsókn

Niðurstöður norrænnar rannsóknar benda til að það er ýmislegt ólíkt á milli háskólanema á Norðurlöndunum sem fara í Erasmus+ skiptinám. Borið var saman hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun þeirra að taka þátt í Erasmus+ og hvernig þau upplifðu þátttöku sína. Meðan sum taka þátt í Erasmus+ til þess að upplifa nýtt land, nýja menningu og nýtt tungumál eru önnur sem velja að fara í skiptinám vegna akademískra ástæðna og líta á þátttöku sína í Erasmus+ sem tækifæri til þess að efla sig í námi og starfi. Síðarnefndi hópurinn virðist vera ánægðari með dvöl sína en þau sem völdu að fara vegna menningarlegra ástæðna.

Lesa meira

2.12.2022 : Góður fundur með alþjóðafulltrúum í starfsmenntun

Landskrifstofa og starfsmenntahópur Erasmus+ stóðu fyrir fundi með alþjóðafulltrúum sem starfa á sviði starfsmenntunar í framhaldsskólum og stofnunum þann 21. nóvember síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og deildu þátttakendur þeirri skoðun að gott sé að hittast og ræða málið við aðra sem starfa á sama vettvangi.  

Lesa meira

30.11.2022 : Heimsókn Landskrifstofu Erasmus+ og Eurodesk til Grundarfjarðar

Þann 6. desember heimsækir Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi Grundarfjörð. Tilgangurinn er að veita upplýsingar um tækifæri sem felast í áætluninni, bæði beint til ungs fólks og til starfsfólk í mennta- og æskulýðsmálum staðarins. Kynningar dagsins verða á íslensku, ensku og pólsku.

Lesa meira

Fréttasafn


Myndbönd

Erasmus+ stúdentaskipti - tækifærin hafa aldrei verið fjölbreyttari!

https://youtu.be/hNBSEPT2aeI

Félagasamtökin Hugarafl fengu Erasmus+ styrk fyrir samstarfsverkefni. Markmiðið var að efla samtökin, mæta þörfum ungs fólks og bæta fræðslu um geðheilbrigði.

https://youtu.be/j_MtpqDxZIk

Samstarfsverkefni gefa íslenskum stofnunum og samtökum tækifæri til að efla nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir gegnum samvinnu við önnur lönd.

 

Fleiri myndböndÞetta vefsvæði byggir á Eplica