Dagana 7. og 8. apríl fór fram ráðstefna í Stokkhólmi undir yfirskriftinni Inclusive Mobility for Higher Education og Landskrifstofunni gafst kostur á að senda tvo fulltrúa frá Íslandi til þátttöku. Inngilding er eitt af forgangsatriðum Erasmus+ og mikilvægt að finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem nemendur mæta varðandi þátttöku í áætluninni.
Jafningjafræðsla eflir ungt flóttafólk!
Maímánuður er helgaður fjölbreytileikanum í Evrópu. Því er tilvalið að nýta tækifærið og varpa ljósi á framúrskarandi Evrópuverkefni sem fór fram hér á Íslandi á vormánuðunum. Verkefnið fól í sér að skapa tengsl milli ungra Íslendinga og ungs fólks sem hefur komið til Íslands sem flóttafólk á síðustu misserum. Unga fólkið sem hópurinn hitti voru á aldrinum 14-20 ára og voru þau frá löndum eins og Afganistan, Palestínu, Íran og Venesúela.
Lesa meiraEvrópuáætluninni European Solidarity Corps er ætlað að skapa tækifæri fyrir ungt fólk að hafa jákvæð áhrif á evrópskt samfélag og sýna samstöðu í verki. Nýverið úthlutaði Landskrifstofa um 240.000 evrum til 11 nýrra ESC-verkefna, sem öll stefna að því að takast á við áskoranir samtímans.
Upptaka frá beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu þegar nýjar áætlanir fyrir Erasmus+, Horizon Europe, European Solidarity Corps og Creative Europe voru kynntar.
Samtökin Stelpur rokka hlutu viðurkenningu á Erasmusdögum 2019 fyrir að stuðla að jöfnum tækifærum með „Music Empowerment Mobility and Exchange“.