Framkvæmdastjórn ESB styður við ýmis verkefni sem ætlað er að styðja við evrópskt samstarf á sviði menntunar og æskulýðsmála. Rannís hefur umsjón með þessum verkefnum fyrir hönd Íslands.
CEDEFOP ReferNetReferNet er samstarfsnet sem hefur það markmið að auka upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga um starfsmenntun í Evrópu. |
![]() |
||
eTwinning - Rafrænt skólasamstarfeTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. |
![]() |
||
Europass - Evrópski færnipassinnEuropass er ókeypis og jafnframt örugg netlæg þjónusta fyrir alla sem vilja skjalfesta nám sitt eða reynslu innan 32 landa Evrópu. Í Europass möppunni eru öll skírteini, samhæfð fyrir öll lönd Evrópu, sem skipta máli vegna menntunar- og starfshæfni einstaklings. |
![]() |
||
Euroguidance - Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafaEvrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur þann megintilgang að miðla evrópskri vídd í náms- og starfsráðgjöf og undirstrika mikilvægi hennar. Í þessu samhengi er náms- og starfsráðgjöf séð sem tæki til þess að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan allra landa Evrópu og að fá reynslu sína og hæfni metna í öðru landi. |
![]() |
||
EQF - Evrópski hæfniramminn um menntunMeginmarkmið Evrópska hæfnirammans er að allt nám sem fram fer í álfunni sé gagnsætt og að hægt sé að fá námslok og starfsréttindi úr einu landi viðurkennt í öllum hinum. |
|||
EPALE - Vefgátt fullorðinsfræðslu í EvrópuEPALE er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt efni í gagnabanka. EPALE vefgáttin veitir aðgang að lokuðum, gagnvirkum vefsvæðum þar sem hægt er að láta álit sitt í ljós, taka þátt í umræðum og eiga frumkvæði að umræðu um ýmis viðfangsefni. |
![]() |
||
Eurodesk - Upplýsingatorg fyrir ungt fólkEurodesk vekur athygli á möguleika til náms, starfsþjálfunar og sjálfboðaliðastarfa í samvinnu viðnet innlendra samstarfsaðila sem tengjast yfir 1600 staðbundnum upplýsingaveitum í 36 Evrópulöndum. |
![]() |
||
EAAL - Landstengiliður fullorðinsfræðsluVerkefnið er hluti af evrópsku samráði um menntun fullorðinna (European Agenda for Adult Learning - EAAL) sem miðar að því að auka aðgengi þeirra að menntun. |
|||
ESEP - Evrópsk vefgátt fyrir skólasamfélagiðEvrópsk vefgátt fyrir skólasamfélagið - frá leikskólum til grunn- og framhaldsskóla og list-, iðn- og verknáms á framhaldsskólastigi. |
![]() |
||
Raunfærnimat á háskólastigiRannís tekur þátt í austurríska verkefninu INterconnection/ INnovation/INclusion: Austrian contributions to the EHEA 2030 (3-IN-AT-PLUS), sem er styrkt af þeim hluta Erasmus+ áætlunarinnar sem ætlað er að styðja yfirvöld á Evrópska háskólasvæðinu við að ná markmiðum Bologna ferlisins |
![]() |
||
Youth Wiki - upplýsinganet um stefnumótun í æskulýðsmálumYouth Wiki er upplýsinganet um æskulýðsstefnu Evrópulanda og er tilgangurinn að styðja við stefnumótun á sviði æskulýðsmála í Evrópu með því að safna saman upplýsingum um málefni ungs fólks og koma þeim skipulega og greinilega á framfæri til að betur mætti öðlast yfirsýn yfir þennan viðamikla málaflokk. |
![]() |