Framkvæmdastjórn ESB styður við ýmis verkefni sem ætlað er að styðja við evrópskt samstarf á sviði menntunar. Rannís hefur umsjón með nokkrum þeirra en öðrum er miðstýrt (í umsjón Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel).
EAAL - Landstengiliður um fullorðinsfræðsluVerkefnið er hluti af evrópsku samráði um menntun fullorðinna (European Agenda for Adult Learning - EAAL) sem miðar að því að auka aðgengi þeirra að menntun. |
|
Epale - vefgátt fullorðinsfræðslu í EvrópuEPALE er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt efni í gagnabanka. EPALE vefgáttin veitir aðgang að lokuðum, gagnvirkum vefsvæðum þar sem hægt er að láta álit sitt í ljós, taka þátt í umræðum og eiga frumkvæði að umræðu um ýmis viðfangsefni. |
![]() |
eTwinning - rafrænt skólasamstarfeTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. |
|
Eurodesk - upplýsingatorgEurodesk vekur athygli á möguleika til náms, starfsþjálfunar og sjálfboðaliðastarfa í samvinnu viðnet innlendra samstarfsaðila sem tengjast yfir 1600 staðbundnum upplýsingaveitum í 36 Evrópulöndum. |
![]() |
Euroguidance - Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafaEvrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur þann megintilgang að miðla evrópskri vídd í náms- og starfsráðgjöf og undirstrika mikilvægi hennar. Í þessu samhengi er náms- og starfsráðgjöf séð sem tæki til þess að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan allra landa Evrópu og að fá reynslu sína og hæfni metna í öðru landi. |
![]() |
Europass - evrópski færnipassinnEuropass er ókeypis og jafnframt örugg netlæg þjónusta fyrir alla sem vilja skjalfesta nám sitt eða reynslu innan 32 landa Evrópu. Í Europass möppunni eru öll skírteini, samhæfð fyrir öll lönd Evrópu, sem skipta máli vegna menntunar- og starfshæfni einstaklings. |
![]() |