Europass

Skref til framtíðar

Fyrir hverja og til hvers?

Europass eru ókeypis og jafnframt örugg þjónusta á netinu sem gerir þér kleift að safna saman upplýsingum um hvað þú kannt og getur og þannig getur þú stjórnað betur og skipulagt náms- og starfsferil þinn – bæði hér á Íslandi sem og í allri Evrópu.

Europass prófill: Þú getur útbúið ókeypis prófíl með Europass þar sem öll kunnátta þín, menntun, hæfni og reynsla er tekin saman á einum öruggum stað á netinu.

Europass er þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og er fáanlegt um alla Evrópu og í boði á 30 mismunandi tungumálum.

Hluti af Europass eru fjögur mismunandi skjöl sem að auðvelda þér að sækja nám og störf erlendis eða að fá skírteini og upplýsingar um menntun og störf þýdd þegar heim er komið; 

  1. Rafræn ferliskrá: Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
  2. Starfsmenntavegabréf: Europass starfsmenntavegabréf er staðfesting á því að einstaklingur hafi hlotið starfsþjálfun í öðru Evrópulandi.
  3. Viðauki með starfsmenntaskírteini: Lýsing á íslensku starfsnámi sem hægt er að framvísa erlendis. 
  4. Viðauki með háskólaskírteini: Viðaukinn er veittur öllum þeim sem ljúka háskólanámi á Íslandi og sýnir námsárangur út frá Evrópska hæfnirammanum um menntun. 

Rafræn ferilskrá

Starfsmenntavegabréf

Viðauki með starfsmenntaskírteini

Viðauki með háskólaskírteini

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica