Nýtt OLS-kerfi til að efla tungumálakunnáttu þátttakenda

Erasmus+ og European Solidarity Corps bjóða þeim sem fara milli landa vegna náms, þjálfunar og sjálfboðaliðastarfa að kynna sér tungumál og menningu með kerfinu Online Language Support (OLS). Kerfið hefur verið endurbætt til að koma betur til móts við þarfir notenda og veita almenningi grunnaðgang jafnvel þó ekki sé um þátttakendur í áætlununum að ræða. 

Ávinningurinn af því að dvelja erlendis er margþættur. Með því að efla færni sína í erlendum málum og kynna sér nýja menningu nýtir fólk sem best þessa frábæru reynslu og hámarkar áhrifin sem hún hefur í för með sér. Það er því upplagt fyrir öll þau sem hafa hlotið styrk úr Erasmus+ til náms og þjálfunar erlendis eða ætla að taka þátt í sjálfboðastörfum með European Solidarity Corps að skrá sig til leiks. Þau sem taka þátt í áætlununum tveimur geta tekið eins mörg tungumálanámskeið og þau kjósa í þeim tungumálum sem eru í boði. Þau munu ná yfir A1 til A2 stig í öllum 29 opinberu tungumálum þátttökulanda Erasmus+ og þar að auki stig B1 og B2 í ensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku.

Aðeins tekur örfá augnablik að setja upp aðgang að OLS og hefja tungumálanámið með því að fylgja þessum skrefum:

  • Smellið á hlekkinn inn í kerfið.
  • Búið til EU Login aðgang.
  • Veljið viðeigandi tungumálahluta. Í hverjum hluta eru stjórnendur sem aðstoða og svara spurningum notenda.
  • Smellið á „placement test“ til að taka prófið.
  • Ljúkið prófinu.
  • Eftir að prófinu hefur verið lokið birtist námsefni sem hentar miðað við niðurstöður prófsins.

Leiðbeiningar um skráningu

Spurt og svarað um OLS

Starfsfólk Landskrifstofu veitir einnig upplýsingar um OLS, svo hikið ekki við að hafa samband ef spurningar vakna. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica