Áfrýjun / andmælaréttur

Hægt er að gera athugasemdir við ákvörðun Landskrifstofu innan mánaðar frá ákvörðun, þ.e. fara fram á að fá rökstuðning við niðurstöðu mats og/eða ákvörðunum tengdum styrk. Styrkhafar hafa rétt á að gera athugasemdir við mat á milliskýrslu, mat úr eftirlitsheimsókn á verkefnistíma og eins við verkefnalok (mat á lokaskýrslu). Nýjar upplýsingar eða aðstæður sem ókunnar voru starfsfólki Landskrifstofu Erasmus+ þegar mat var framkvæmt geta verið grundvöllur að andmælum (athugasemdum). Einkunnum eða matsniðurstöðum á umsókn frá utanaðkomandi sérfræðingi (expert) er ekki hægt að andmæla en hægt er að óska eftir að fá að sjá athugasemdir matsmanns á umsókn. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica