Viðauki með háskólaskírteini

Viðaukinn er veittur öllum þeim sem ljúka háskólanámi á Íslandi. 

Markmiðið er að auðvelda nemendum að fá yfirlit yfir námsárangur sinn í evrópskum samanburði og einfalda háskólum að meta nám sem stundað er í öðru landi.

Viðauki með háskólaskírteini er gefinn út af þeim háskóla sem afhendir prófskírteinið.


Nánar um viðaukann  

Ávinningur

  • Í Europass viðauka með háskólaskírteini eru viðbótarupplýsingar á íslensku og ensku um námið og lokagráðuna og þau réttindi sem hún veitir og ekki koma fram á prófskírteininu sjálfu. Þar eru einnig upplýsingar um menntastofnunina sem veitti prófskírteinið og menntakerfið.
  • Með viðaukanum er auðveldara að sækja um framhaldsnám erlendis.
  • Auðveldara er að fá menntunina viðurkennda erlendis.
  • Þægilegra er að bera saman menntun og lokagráður í ólíkum löndum.
  • Glögglega kemur fram hvaða stig menntunar býðst að þessari menntun lokinni

ENIC/NARIC Ísland veitir upplýsingar um mat á námi með tilliti til inntökuskilyrða í háskóla








Þetta vefsvæði byggir á Eplica