Starfsmenntavegabréf

Europass starfsmenntavegabréf er staðfesting á því að einstaklingur hafi hlotið starfsþjálfun í öðru Evrópulandi. Stofnanir, skólar eða fyrirtæki sem senda fólk í nám og þjálfun milli landa fylla út starfsmenntavegabréfið fyrir þá sem fara út í nám eða þjálfun á þeirra vegum.

Fylla út rafrænt starfsmenntavegabréf

Ávinningur

  • Auðveldara er að fara í starfsþjálfun erlendis og fá hana viðurkennda þegar heim er komið.
  • Þeir sem fara utan til þess að afla sér menntunar og reynslu, fá með starfsmenntavegabréfinu formlega viðurkenningu sem þeir geta notað síðar á lífsleiðinni, t.d. við umsókn um frekara nám eða starf. 
  • Europass starfsmenntavegabréfið er eina viðurkenning sinnar tegundar í Evrópu og tengist samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, sérstaklega starfsmenntahluta Erasmus+ en það má einnig nýta við aðra starfsþjálfun.

Mikilvægt er að starfsmenntavegabréfið sé rétt og vel fyllt út þannig að það nýtist sem best að þjálfun lokinni. Ef vandræði koma upp er hægt að senda póst á Europass skrifstofuna eða hringja í síma 515 5800.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica