Vinnustofur og námskeið

eTwinning er starfssamfélag (community of practice) og með samstarfi, þátttöku í netnámskeiðum, hópum, eða öðrum samskiptum, felst umtalsverð starfsþróun. Þess utan er hægt að skrá sig í þemahópa, námskeið hjá landskrifstofunni þegar þau eru í boði, og sækja um styrki til að sækja evrópskar vinnustofur og fyrir tengslavinnu.

Norræn eTwinning tengslaráðstefna í Kaupmannahöfn, 27-29. ágúst 2018: „Að læra með leikjum á 21. öld“

Ráðstefnan er skipulögð af landskrifstofu eTwinning í Danmörku í samvinnu við systurskrifstofur á Norðurlöndunum. Tilgangur hennar er að þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Norðurlandi. Þátttakendur verða um 40 talsins.

Þema: Ráðstefnan snýst um hvernig beita megi hönnunarnálgun (design thinking) til þess að þróa spil, bæði hliðræn og stafræn. Þessi nálgun miðar að því að bæta hæfni nemenda til þess að vinna saman, takast á við hönnunarferli, ásamt því að hugsa á nýstárlegan hátt í faglegu samhengi (sjá nánar á dönsku hér á eftir).

Fyrir hverja? Kennara í dönsku (norsku eða sænsku), stærðfræði, og náttúrufræði, með nemendur í eldri bekkjum grunnskóla (u.þ.b. 11-15 ára), sem ætla að beita hönnunarnálgun og leikjum í kennslu á næsta skólaári. Ath. að þátttakendur verða að vera þokkalega færir á tölvur og í upplýsingatækni.

eTwinning: Jafnt byrjendur sem lengra komnir í eTwinning er velkomnir.
Fer fram á dönsku-norsku-sænsku: Dagskráin fer aðeins fram á dönsku, norsku og sænsku.

Dagskrá: Dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning, hönnunarnálgun og lærdóm með leikjum.

eTwinning verkefni: Allir þátttakendur stofna eTwinning verkefni með kennara frá einu hinna Norðurlandanna, verkefni þar sem hönnunarnálgun og leikir eru í fyrirrúmi. Verkefnið yrði í gangi á næsta skólaári (2018-19).

Skilyrði: 1) Að stofna eTwinning verkefni á vinnustofunni. 2) Að skilja dönsku, norsku og sænsku, og tala eitt þeirra. 3) Kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum, hvetja aðra kennara til þess að taka þátt og styðja þá. 

Ferðastyrkur: Styrkur fyrir 2 kennara í boði fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihald á ráðstefnudögum. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla. Styrkurinn er greiddur út eftir ferðina, þegar ferðalangar hafa skilað ferðaskýrslur.

Umsóknarfrestur til og með 14. júní n.k.

Nánari upplýsingar:

Nordisk eTwinning-seminar i København - Spilbaseret læring i det 21. århundrede

Styrk din undervisning med eleverne som kreative spildesignere i dansk, matematik og science gennem enestående mulighed for deltagelse i gratis nordisk eTwinning-seminar i København.

Seminaret har fokus på, hvordan man kan anvende Design Thinking i kombination med at udvikle analoge og digitale spilformater. Denne tilgang sigter mod at udvikle elevers evner til at samarbejde, modellere, håndtere designprocesser og tænke innovativt i en faglig kontekst.Formålet med seminaret er at udvikle faglige eTwinning-projekter på tværs af de deltagende lande, hvor der arbejdes med at forstå og håndtere komplekse, virkelighedsnære problemstillinger gennem spildesign. Deltagerne introduceres til konkrete faglige undervisningsforløb og kan vælge mellem at udvikle analoge eller digitale spilforløb, hvor eleverne opnår kompetencer, der alle er eksempler på 21st century skills.

Seminaret og dialogen før, under og efter selve eventen gennemføres på nordiske sprog (skandinavisk).


eTwinning starfsþróunarvinnustofa í Kaupmannahöfn, 6.-8. mars 2018 - samhliða Danish Learning Festival 2018 - þema: 21. aldar færni

Vinnustofan er skipulögð af landskrifstofu eTwinning í Danmörku. Hluti af dagskránni tengist Danish Learning Festival 2018 . Aðalfyrirlesarar: Mitchel Resnick, Professor of Learning Research við MIT Media Lab, og Alan November hjá November Learning.

Markmið: Þróa tungumál sem gerir skólum, kennurum og nemendur kleift að vinna á hagnýtan hátt með 21. aldar færni og þannig takast á við áskoranir og móta 21. aldar kennslufræði. Lesið nánar um markmið vinnustofunnar hér .

Hvar? Kaupmannahöfn, Danmörku.

Fyrir hverja? Kennara með nemendur á aldrinum 12-15 ára. Þátttakendur verða að vera þokkalega færir á tölvur.

Tungumál: Vinnustofan fer fram á ensku.

Reynsla af eTwinning? Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í eTwinning.

Dagskrá: Dagskráin hefst kl. 13:30 þann 6. mars og lýkur 8. mars kl. 12:30. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér .

Ferðastyrkur: Styrkur fyrir 2-3 kennara í boði fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihald á ráðstefnudögum. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla. Landskrifstofa tilkynnir um styrkþega dagana eftir umsóknarfrest.

Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum; skrifa ferðafrásögn á blogg eTwinning.

Ath. Styrkur greiddur út eftir ár: Ferðalangar bóka og leggja út fyrir flugi sjálfir. Kostnaðurinn er endurgreiddur eftir ráðstefnuna þegar ferðalangar hafa skilað ferðaskýrslur. (Landskrifstofa greiðir gistingu og uppihald beint til skipuleggjenda.)

Umsóknarfrestur til og með 8. febrúar.


eTwinning tengslaráðstefna fyrir leikskólakennara í finnska Lapplandi, 23.-25. nóvember 2017 - þema: forritun í leikskólastarfi

Ráðstefnan er skipulögð af landskrifstofum eTwinning í Finnlandi, Albaníu, Danmörku, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Tékklandi og Lettlandi. Tilgangur hennar er að þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru landi. Þátttakendur verða um 40 talsins.

Hvar? Finnska Lappland. Ráðstefnustaður: Conference center Levi Summit. Flugvöllur: Kittilä airport.

Þema: Forritun í leikskólastarfi (coding).

Fyrir hverja? Leikskólakennara sem ætla að nota forritun í leikskólakennslu á næsta skólaári - þátttakendur verða að vera þokkalega færir á tölvur.

Reynsla af eTwinning: Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í eTwinning.

Dagskrá: Dagskráin hefst snemma morguns 23. nóvember og líkur um hádegi 25. nóvember. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning og forritun; tengslamyndun; og stofnun eTwinning verkefna (starfsmenn landskrifstofa aðstoða).

Ferðatími: Nauðsynlegt að fara út daginn áður (22. nóvember). Þáttakendur ættu að komast heim á lokadegi (25. nóvember).

eTwinning verkefni með forritun: Þátttakendur stofna eTwinning verkefni með kennara frá öðru landi, verkefni þar sem forritun verður beitt í leikskólastarfi. Verkefnið yrði í gangi á næsta skólaári (2017-18).

Skilyrði: Að stofna eTwinning verkefni á vinnustofunni. Einnig að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í leikskólanum, hvetja aðra kennara til þess að taka þátt og styðja þá.

Ferðastyrkur: Styrkur fyrir 2 leikskólakennara í boði fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihald á ráðstefnudögum. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Ath. Styrkur greiddur út eftir ár: Ferðalangar bóka og leggja út fyrir flugi sjálfir. Kostnaðurinn er endurgreiddur eftir ráðstefnuna þegar ferðalangar hafa skilað ferðaskýrslur. (Landskrifstofa greiðir gistingu og uppihald beint til skipuleggjenda.)

UMSÓKNARFRESTUR til og með 12. október n.k.


Norræn eTwinning tengslaráðstefna í Helsinki, 31. ágúst- 2. september 2017

Ráðstefnan er skipulögð af landskrifstofum eTwinning á Norðurlöndunum, tilgangur hennar er að þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Norðurlandi. Þátttakendur verða um 40 talsins.

Þema: Forritunarhugsun með áherslu á forritun (Computational thinking, med huvudinslaget Kodning).

Fyrir hverja? Kennara sem kenna nemendum í 1.-3. bekk (6-7-8 ára) og ætla að beita forritunarhugsun í kennslu á næsta skólaári - þátttakendur verða að vera þokkalega færir á tölvur.
Reynsla af eTwinning: Jafnt byrjendur sem lengra komnir í eTwinning.

Ath. Norræn mál: Dagskráin fer aðeins fram á dönsku, norsku og sænsku -- þátttakendur verða að skilja málin og tala eitt þeirra.

Dagskrá: Dagskráin hefst 31. ágúst kl. 14, og lýkur 2. september kl. 13. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning og forritunarhugsun.

eTwinning verkefni með forritunarhugsun: Þátttakendur stofna eTwinning verkefni með kennara frá einu hinna Norðurlandanna, verkefni þar sem forritunar hugsun er beitt. Verkefnið yrði í gangi á næsta skólaári (2017-18).

Skilyrði: Að stofna eTwinning verkefni á vinnustofunni. Einnig að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum, hvetja aðra kennara til þess að taka þátt og styðja þá.

Ferðastyrkur: Styrkur fyrir 2 kennara í boði fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihald á ráðstefnudögum. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Ath. Styrkur greiddur út eftir ár: Ferðalangar bóka og leggja út fyrir flugi sjálfir. Kostnaðurinn er endurgreiddur eftir ráðstefnuna þegar ferðalangar hafa skilað ferðaskýrslur. (Landskrifstofa greiðir gistingu og uppihald beint til skipuleggjenda.)

UMSÓKNARFRESTUR til og með 25. júní n.k.


eTwinning tengslaráðstefna í Newcastle, 25-27. maí 2017

Umsóknafrestur er til og með 27. mars næstkomandi.

eTwinning tengslaráðstefna um læsi. Um 65 kennarar frá 17 löndum koma saman til að læra um eTwinning og hvernig eTwinning samstarf getur stutt við læsi á margvíslegan hátt. Lykilatriði að kennarar finni samstarfsaðila, deili reynslu, og stofni eTwinning verkefni.

Þema: Læsi (literacy). 

Styrkur: Styrkur fyrir 2 íslenska kennara í boði fyrir ferðakostnaði. Gistingu og uppihald á ráðstefnudögum er greitt af Landskrifstofu eTwinning beint til skipuleggjenda. Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Greiðsla: Styrkurinn er greiddur eftir að skýrslu um ferðina hefur verið skilað.

Fyrir hverja? Grunnskólakennarar sem vinna með læsi í öllum fögum, með nemendur á aldrinum 5-11 ára.

Markmið: Allir þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Evrópulandi.

Reynsla: Bæði fyrir byrjendur og lengra komna í eTwinning.
Tungumál: Dagskráin fer fram á ensku.

Dagskrá: Hefst kl. 15 þann 25. maí og lýkur á hádegi 27. maí. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum sem tengjast eTwinning samstarfi. Þungamiðjan verður skipulagning og stofnun verkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa eTwinning.

Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum, einnig að hvetja aðra kennara til þess að taka þátt í eTwinning og styðja þá.

Umsóknafrestur er til og með 27. mars næstkomandi.

Erasmus+ og eTwinning tengslaráðstefna, Ljubljana 18.-20. maí 2017

Umsóknafrestur er til og með 27. mars næstkomandi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „eTwinning meets Erasmus+“ Boosting the quality of eTwinning and Erasmus+ projects“ og markmið hennar er að auka gæði, frumkvæði og nýbreytni verkefnishugmynda.

Ráðstefnan er ætluð starfsmenntakennurum og öðrum kennurum nemenda á aldrinum 14-19 ára. Umsækjendur mega vera byrjendur eða með reynslu af almennu verkefnasamstarfi. Forsenda þátttöku er að umsækjandi sé tilbúinn til að mynda tengsl sem hugsanlega gætu leitt til nýrra verkefna í eTwinning og Erasmus+.

Umsóknafrestur er til og með 27. mars næstkomandi.

Evrópsk tengslaráðstefna í Reykjavík, 18-20. nóvember 2016

Samantekt á tísti ráðstefnunna (#eTstory16)

Þátttökulönd: Um 60 kennarar frá Belgíu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Lettlandi, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi munu taka þátt.

Þema: Frásagnalist.

Styrkur: Styrkur fyrir 8-12 íslenska kennara í boði, fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi á ráðstefnudögum.

Fyrir hverja? Kennara sem kenna unglingum á aldrinum 13-16 í samfélags- og hugvísindagreinum (samfélagsfræði, saga, landafræði, tungumál, o.s.frv.).

Markmið: Allir þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Evrópulandi. Áhersla lögð á fjöltyngd verkefni þar sem sögur eru sagðar á fleiru en einu tungumáli.

Reynsla: Bæði fyrir byrjendur og lengra komna í eTwinning.

Tungumál: Dagskráin fer fram á ensku.

Dagskrá: Hefst seinni partinn 18. nóvember og lýkur um hádegi 20. nóvember. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum sem tengjast eTwinning samstarfi. Þungamiðjan verður skipulagning og stofnun verkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa eTwinning. 

Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum, einnig að hvetja aðra kennara til þess að taka þátt í eTwinning og styðja þá.

eTwinning samvinna á Íslandi: Námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara 8. og 15. október 2016

Hér er á ferðinni námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara sem langar að taka þátt í stærsta starfssamfélagi kennara í Evrópu. eTwinning byggist á samstarfi kennara og nemenda sem í sameiningu vinna að einföldum rafrænum verkefnum, bæði innanlands og á milli landa.

eTwinning er fyrst og fremst samvinnuvettvangur til að deila hugmyndum, þekkingu og menningu sem og að efla samskipti og tengslanet kennara í Evrópu.

Á haustmisseri verða í boði tvö námskeið:
Staðnámskeið laugardaginn 8. október kl. 10:00-13:30 og hins vegar

Vefnámskeið laugardaginn 15. október kl. 10:00-13:30. 

Sjá nánar auglýsingu.

Norræn tengslaráðstefna í Malmö, Svíþjóð, 1-3. september 2016

Þema: Norðurlanda tungumál

Fyrir hverja? Kennara sem kenna í unglingum á aldrinum 13-16 ára Norðurlanda tungumál. Helst tveir kennarar úr sama skóla.

Reynsla af eTwinning: Byrjendur sem og lengra komnir í eTwinning.

Tungumál: Fer fram á dönsku/norsku/sænsku. Þátttakendur verða að skilja málin og tala eitt þeirra.

Dagskrá: Dagskráin hefst seinni partinn 1. september og lýkur um hádegi 3. september. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning og er tilgangur vinnustofunnar að stofna eTwinning verkefni með kennara frá öðru Norðurlandi. Fjöldi þátttakenda verður um 40.Styrkur: 

Styrkur: Styrkur fyrir 2 kennara í boði, fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi.

Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum og styðja aðra kennara í skólanum til þess að taka þátt í eTwinning.

Starfsþróunarvinnustofa í Poitiers, Frakklandi, 1-3. apríl 2016

Þema: Stafrænir miðlar í kennslu (digital media education).

Fyrir hverja? Kennara af fyrstu þremur skólastigum (leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla). 

Reynsla af eTwinning: Kennarar verða að hafa reynslu af eTwinning, þ.e. hafa verið í a.m.k. einu eTwinning verkefni.

Tungumál: Fer fram á ensku.Dagskrá: Dagskráin hefst seinni partinn 1. apríl og lýkur um hádegi 3. apríl. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum um eTwinning og stafræna miðla í kennslu (digital media education), jafnframt því að þátttakendur fá tækifæri til að kynnast. Fjöldi þátttakenda verður á bilinu 80-100, allstaðar að úr Evrópu. 

Styrkur: Styrkur fyrir 2 kennara í boði, fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi.

Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ferðinni í skólanum og styðja aðra kennara í skólanum til þess að taka þátt í eTwinning.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica