Í nóvember 2023 bættust við þrír íslenskir eTwinning skólar en það eru Grunnskóli Bolungarvíkur, Ingunnarskóli og Selásskóli. Grunnskóli Bolungarvíkur og Selásskóli hafa áður hlotið viðurkenninguna.
Hér á landi eru því 13 eTwinning skólar:
Leikskólar: Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund og Leikskólinn Holt.
Grunnskólar: Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli, Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli.
Framhaldsskólar: Flensborgarskólinn og Verzlunarskóli Íslands.
Kennarar í þessum skólum eiga það sameiginlegt að taka virkan þátt í eTwinning.
Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans.
Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um titilinn eru eftirfarandi:
Sjá nánar um eTwinning skóla á Evrópuvef eTwinning