eTwinning skólar á Íslandi

Í mars 2021 bættust við fjórir íslenskir eTwinning skólar; Flensborgarskólinn, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands. Hér á landi eru því 13 eTwinning skólar en í fyrra hlutu Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli viðurkenninguna. Kennarar í þessum skólum eiga það sameiginlegt að taka virkan þátt í eTwinning.

Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans.

  • eTwinning skólar eru sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning
  • Skólarnir fá tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og verða hluti af evrópsku neti eTwinning skóla
  • Þeir hafa aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur þannig möguleika og tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara og skólastjórnendur.

Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um titilinn eru eftirfarandi:

  1. Skólinn hefur verið skráður í eTwinning í að lágmarki tvö ár
  2. Í skólanum starfa að lágmarki tveir kennarar sem eru virkir í eTwinning
  3. Að lágmarki einn kennari við skólann hefur tekið þátt í verkefni sem hlaut gæðamerki (National Quality Label) á síðustu tveimur árum
Viðurkenningin er til tveggja ára í senn.


Sjá nánar um eTwinning skóla á Evrópuvef eTwinning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica