Verðlaun og viðurkenningar

Veittar eru viðurkenningar fyrir góð og vel unnin samstarfsverkefni. Þessar viðurkenningar eru hugsaðar til þess að umbuna kennurum fyrir vel heppnuð verkefni og auðvelda skólum að vekja athygli á árangri sínum. Fyrsta skrefið er að sækja um gæðamerki landskrifstofunnar.

Gæðamerki og verðlaun landskrifstofunnar

Verkefnum sem er lokið eða eru á lokastigum geta sótt um gæðamerki (National Quality Label). Sótt er um á eTwinning Live svæðinu undir „Projects.“ Umsóknarfrestur er á haustin og er auglýstur á heimasíðu eTwinning.


Lágmarksviðmið til þess að fá gæðamerkið eru:

  • Í verkefninu þurfa að liggja til grundvallar sameiginleg markmið og áætlun

  • Verkefninu þarf að vera lokið eða vera á lokastigum
  • Kennarinn sem sækir um gæðamerkið þarf að hafa lagt töluvert af mörkum í verkefninu og gerir grein fyrir því í umsókninni
  • Samvinna milli samstarfsaðila er sýnileg sem og afrakstur eða niðurstöður verkefnisins (þannig að þeir sem fara yfir umsóknina geti skoðað og metið verkefnið)
  • Þátttakendur verkefnisins hafa tekið til greina reglur um netöryggi höfundarétt

Séu þessi atriði til staðar fer fram mat á verkefninu í eftirfarandi flokkum:

  • Nýbreytni í kennsluaðferðum og sköpun
  • Samþætting við námskrá
  • Samskipti og samstarf þátttakenda
  • Notkun upplýsingatækni
  • Niðurstöður og áhrif verkefnisins

Evrópska gæðamerkið og Evrópuverðlaunin

Landskrifstofur geta tilnefnt ákveðinn fjölda verkefna til evrópska gæðamerkisins. Til þess að fá það verður verkefni a.m.k. að hafa hlotið gæðamerki tveggja landskrifstofa (sjá að ofan) og tilnefningu til evrópska gæðamerkisins frá einni.

Verkefni sem hljóta evrópska gæðamerkið geta tekið þátt Evrópuverðlaunum eTwinning. Umsóknarfrestur er á haustin og er auglýstur hér á heimasíðu eTwinning. Evrópuverðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn einhversstaðar í Evrópu. Íslenskir skólar hafa náð góðum árangri í gengum tíðina.

Handhafar gæðamerkis eTwinning

2019

Í september 2019 hlutu 24 verkefni gæðamerki eTwinning. Til hamingju allir kennarar sem tóku þátt í þessum verkefnum!

Kennari Skóli Verkefni
Anna Sofia Wahlström Leikskólinn Holt Inspired by opera
Bergljót Bergsdóttir Selásskóli Let's Celebrate 2018-2019
Bergljót Bergsdóttir Selásskóli Garden full of spring flowers
Elín Stefánsdóttir Grunnskóli Bolungarvíkur Book it 19!
Ellý Erlingsdóttir Setbergsskóli The polar project
Fjóla Þorvaldsdóttir Leikskólinn Álfaheiði Children at the opera, bambini all'opera
Guðni Sighvatsson Bláskógaskóli Laugarvatni Moral values in the classroom
Hans Snorrason Hrafnagilsskóli Book it 19!
Hans Snorrason Hrafnagilsskóli The Beatles: sharing songs
Heiðar Ríkharðsson Giljaskóli Change The World In 5 Minutes
Hilda Torres Verzlunarskóli Íslands Viva el arte culinario y la vida sana
Hlíf Magnúsdóttir Hamraskóli “Wonders in the country of science”
Karólína Guðnadóttir Selásskóli Garden full of spring flowers
Katrín Lilja Hraunfjörð Heilsuleikskólinn Skógarás Eco Tweet: Little Ecologist
Rósa Harðardóttir Selásskóli Land full of wild animals
Rósa Harðardóttir Selásskóli We are readers
Rósa Harðardóttir Selásskóli The Beatles: sharing songs
Rósa Harðardóttir Selásskóli Book it 19!
Selma Jónasdóttir Setbergsskóli The polar project
Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir Brekkubæjarskóli All About Animals
Sigurður Freyr Sigurðarson Síðuskóli Traces of Europe!
Sólveig Sigurvinsdóttir Leikskólinn Furugrund Be a Master - Let's celebrate Christmas together
Stefanía Ósk Þórisdóttir Selásskóli Gardens full of Spring butterflies
Þórhildur Þórmundsdóttir Leikskólinn Holt Sharing new visions of nature

Gæðamerki eTwinning er til marks um vel hannað samstarfsverkefni sem er unnið í góðu samstarfi milli tveggja eða fleiri kennara. Lágmarksviðmið sem verkefni þurfa að uppfylla eru eftirfarandi:

  1. Í verkefninu þurfa að liggja til grundvallar sameiginleg markmið og áætlun.
  2. Verkefninu þarf að vera lokið eða vera á lokastigum.
  3. Kennarinn sem sækir um gæðamerkið þarf að hafa lagt töluvert af mörkum í verkefninu.
  4. Einhvers konar samvinna þarf að hafa átt sér stað, að minnsta kosti að kennarinn sem sækir um gæðamerkið hafi á einhvern hátt nýtt sér efni frá samstarfsskólum, skoðað það, notað eða brugðist við því.
  5.  Afrakstur verkefnisins verður að vera sýnilegur (þannig að þeir sem fara yfir umsóknina geti skoðað og metið verkefnið).

Ef matsmenn sjá að verkefni uppfyllir öll þessi lágmarksviðmið fer fram mat á verkefninu í eftirfarandi flokkum:

  • Kennslufræðileg nálgun og sköpun
  • Samþætting við námskrá
  • Samstarf þátttakenda
  • Notkun tækni
  • Niðurstöður og ávinningur

Eins og ferlið og viðmiðin sýna eru kröfurnar miklar og verkefnin sem hljóta gæðamerki því augljóslega vel unnin og áhrif þeirra á nemendur og kennarana sjálfa mikil og góð.

2018

Líkt og fyrri ár veitir Landskrifstofan gæðamerki fyrir eTwinning-verkefni. Að þessu sinni sóttur 17 verkefni um og hlutu 10 þeirra gæðamerki. Við viljum þakka öllum þeim sem sóttu um og óskum þeim sem fengu gæðimerki til hamingju.

Verkefnin sem hlutu gæðimerki eru eftirfarandi:

Book it 18! Rósa Harðrdóttir (Norðlingaskóli)
Book it 18! Elín Stefánsdóttir (Grunnskóli Bolungarvíkur)
Brave Children Learning to Code Fjola Thorvaldsdottir (Leikskólinn Álfaheiði)
I'm a fan of legends and myths! Hans Snorrason (Hrafnagilsskóli)
Knock! Knock! Anna Sofia Wahlström
Litter@sea Elín Stefánsdóttir (Grunnskóli Bolungarvíkur)
MATH 3.0 Amazing Trip through History Solveig Kristjansdottir (Víðistaðaskóli)
Schoolovision 2018 - the 10th anniversary edition Kolbrun Svala Hjaltadottir
The European Chain Reaction 2018 Kolbrun Svala Hjaltadottir
Un señor Melon (La vida de un producto) Hilda Torres (Verzlunarskóli Íslands)

2017

Minni_ABH0555

eTwinning verðlaun Landskrifstofu eTwinning, Rannís, og gæðaviðurkenningar Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Hörpu 8. nóvember 2017. Hlaut hvert verkefni Erasmusinn 2017, verðlaunagrip sem nemendur í Myndlistaskólanum í Reykjavík hönnuðu. Þess utan afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðursverðlaun Erasmus+. 

Tveir skólar voru tilnefndir fyrir eTwinning verkefni, Verzlunarskóli Íslands og Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ, og hlaut sá síðarnefndi Erasmusinn.

Gegnum lýðræði til læsis (Through democracy to literacy) , Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ. Verðlaunaverkefni Holts var stýrt af Önnu Sofiu Wahlström, Kristínu Helgadóttur og Heiðu Ingólfsdóttur stýrðu ásamt stóru teymi leikskólakennara. Verkefnið, sem var samstarf fjögurra landa, snerist um læsi og lýðræðisleg gildi og virkjaði frumkvæði leikskólabarnanna sem höfðu töluverð áhrif á inntak verkefnisins. Verkefnið er einstaklega vel heppnað dæmi um samþættingu Erasmus+ og eTwinning samstarfs þar sem eTwinning er nýtt sem verkfæri til þess að vinna með þemu verkefnisins.

Fjögur minni eTwinning verkefni voru felld inn í samstarfið: Four-headed dragon, verkefnastjóri: Hrefna Björk Sigurðardóttir; Our Erasmus cats, verkefnastjórar: Heiða Mjöll Brynjarsdóttir og Ingibjörg Erla Þórsdóttir; Bunch of eGrapes; verkefnastjórar: Guðrún Kristjana Reynisdóttir og Bryndís Ósk Bragadóttir; Erasmus water cycle, verkefnastjóri: Björk Snorradóttir.

Yfirlit yfir blaðaumfjöllun 2016 (Revista de prensa del 2016) , Verzlunarskóli Íslands. Verkefninu var stýrt af Hildu Torres. í verkefninu völdu nemendur frá átta löndum mikilvægustu fréttir ársins innanlands og erlendis, settu upp í veftímarit, og áttu í ýmsum samskiptum yfir Netið. Markmið verkefnisins var að vekja nemendur til vitundar um það sem sem er að gerast í heiminum, temja sér gagnrýna hugsun, og öðlast reynslu af samskiptum við evrópska samnemendur.

Holt og Versló voru meðal skóla sem hlutu gæðamerki landskrifstofunnar fyrir eTwinning verkefni fyrr í haust. Hinir skólarnir og verkefnin voru:

Book it ´17: Rósa Harðardóttir, Norðlingaskóla; Guðmundína Haraldsdóttir, Kelduskóli; og Hans Snorrason, Hrafnagilsskóli.

Bunch of eGrapes: Guðrún Kristjana Reynisdóttir, Leikskólanum Holti.

Byggðin okkar: Jóhanna G. Ólafsson, Flataskóla.

Drama to support history teaching: Íris Reynisdóttir, Hlíðaskóla.

E.P.I. : "VOUS AVEZ DIT EXPLOSIF"? La vie à côté d'un volcan: Marc Portal, Stóru-Vogaskóla.

Erasmus+ Water Cycle: Björk Snorradóttir, Leikskólanum Holti.

Meet us, our school and our town: Linda Þorvaldsdóttir, Flataskóla.

Our erasmus cats: Heiða Mjöll Brynjarsdóttir, Leikskólanum Holti.

Schoolovision 2017: Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla.

The European Chain Reaction 2017: Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla.

Vitamin M(agic): Rósa Harðardóttir, Norðlingaskóla.

2016

Landskrifstofa eTwinning, Rannís, veitti þann 28. september 2016 þrettán eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því að veita einu þeirra sérstök landsverðlaun. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Gæðamerkið og verðlaunin eru ætluð til þess að vekja athygli á góðum árangri skólanna og hvetja þá til áframhaldandi þátttöku í evrópsku samstarfi og notkunar upplýsingatækni.

Verkefnin sem hlutu viðurkenninguna eiga það sammerkt að hafa notað upplýsingatækni í samstarfi við evrópskt skólafólk og hafa sýnt fram á nýbreytni og nýsköpun í skólastarfi. Einn skólanna hlaut sérstök landsverðlaun en það er Grunnskóli Bolungarvíkur fyrir verkefnið Sound by sound step by step together. Þetta fjögurra landa samstarfsverkefni sameinar list, tónlist, leiklist og látbragðsleik. Meginmarkmið þess var að vekja skapandi virkni barna og næmi fyrir þörfum annarra. Margskonar verkfærum og aðferðum var beitt í verkefninu, allt frá dansatriðum til forritunar til rafbóka og allt þar á milli.

Mynd af verðlaunahöfum

Guðmundir Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðstjóri Mennta- og menningarsviðs Rannís ásamt fulltrúum eTwinning verkefnanna sem fengu viðurkenningu.

Eftirfarandi verkefni hlutu gæðamerki landskrifstofunnar:

  • The European Chain Reaction 2016, Flataskóli
    Árlegt verkefni í Flataskóla sem tengist inn í ólíkar greinar. Fjöldi landa tekur þátt. Hvert þeirra sendir inn myndband af dómínó-keðju sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið byggir á samvinnu nemenda og er tengt inn í fjölda greina.
  • Schoolovision 2016, Flataskóli
    Skemmtilegt verkefni tengt ólíkum fögum með Eurovision að fyrirmynd. Tugir landa eru með og sendir hvert þeirra inn myndband sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið hefur fest sig í sessi í Flataskóla og virkjar meira og minna allan skólann.
  • What is your story? Flataskóli
    Nemendur í fjórum löndum skrifuðu og unnu sögur með netverkfærinu Padlet.
  • Sound by sound step by step together, Grunnskóli Bolungarvíkur
    Þetta fjögurra landa samstarfsverkefni sameinaði list, tónlist, leiklist og látbragðsleik. Meginmarkmið þess var að vekja skapandi virkni barna og líka næmi fyrir þörfum annarra. Margskonar verkfærum og aðferðum var beitt í verkefninu, allt frá dansatriðum til forritunar til rafbóka og allt þar á milli.
  • The eShow! Grunnskóli Bolungarvíkur
    Kvikmyndaverkefni þar sem nemendur gerðu fréttir, auglýsingar, stuttmyndir og þætti. Fimm lönd unnu saman að verkefninu sem tengdist tungumálum, náttúrufræði, íþróttum og fleiri fögum.
  • Username: children, Password: rights, Grunnskóli Bolungarvíkur
    Verkefnið tengdist samfélagsfræði og tungumálum og fjallar um réttindi barna, flóttafólk og frið. Nemendum var skipt í pör og hópa þvert á lönd, stundaðar umræður og horft á myndbönd. Sex lönd tóku þátt.
  • e-Window, Hrafnagilsskóli
    Í verkefninu var opnaður gluggi á milli landa þar sem nemendur kynntust einföldum hlutum í umhverfi hvers lands. Þátttakendur hittust á Skype og samskiptakerfi eTwinning. Leitast var við að þjálfa nemendur í ábyrgum samskiptum á netinu. Auk Íslands tóku fjögur lönd þátt í verkefninu.
  • BLASTIC, Hraunvallaskóli
    Fjölbreytt verkefni um plastnotkun þar sem nemendur unnu margskonar verkefni með ólíkum aðferðum sem deilt var yfir netið. Einnig var lögð áhersla á að breiða út boðskapinn um minni plastnotkun í skólanum. Auk Íslands tóku sjö lönd þátt í verkefninu.
  • Book it! Langholtsskóli og Kelduskóli
    Verkefnið miðaði að því að hvetja unglinga, ekki síst drengi, til lestrar. Nemendur gerðu kynningarmyndband á ensku um bók sem þeir höfðu valið. Verkefnið þjálfaði lestur, samstarf, myndbandagerð og tjáningu. Níu lönd tóku þátt.
  • Four headed dragon, Leikskólinn Holt
    Verkefnið var hluti af stærra Erasmus+ verkefni sem tengist lýðræði og læsi. Í eTwinning verkefninu bjuggu leikskólabörnin til sögur um dreka sem voru notaðar til þess að kanna ýmis málefni sem tengdust náttúru, samfélagi og tækni. Samstarfslöndin voru fjögur.
  • Kulturudveksling, Leikskólinn Ösp
    Samstarfsverkefni á milli tveggja leikskóla í Danmörku og á Íslandi. Notast var við myndbandsupptökur úr báðum skólum þar sem daglegt starf var skoðað frá ýmsum sjónarhornum.
  • Creating games using Scratch, Réttarholtsskóli
    Markmið verkefnisins var að leiða saman nemendur frá hinum ýmsu löndum Evrópu í gegnum forritun í Scratch sem er netforrit sem hentar vel til þess að búa til leiki, sögur og hreyfimyndir. Nemendum hvers lands var skipt niður í hópa sem bjuggu til leiki sem hinir nemendurnir skoðuðu, ræddu og mátu.
  • Grimmi tannlæknirinn, Selásskóli og Flataskóli
    Fjögurra vikna lestrarverkefni milli tveggja íslenskra skóla þar sem nemendur unnu með bókina Grimmi tannlæknirinn. Nemendum var m.a. skipt í hópa sem gerðu myndband með viðtali við persónu úr bókinni.

2015

eTwinning verðlaun Landskrifstofu eTwinning, Rannís, og gæðaviðurkenningar Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni 10. desember 2015. Athöfnin hófst á því að fagna þúsundasta eTwinning kennaranum sem reyndist vera Sigríður Anna Ásgeirsdóttir í Garðaskóla og þáði hún blómvönd úr hendi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Henni verður jafnframt boðið á árlega eTwinninghátíð sem verður á Grikklandi að ári. 17 verkefni íslenskra skóla fengu gæðamerki landskrifstofunnar fyrr í haust og voru tvö þeirra verðalunuð sérstaklega í gær. Menntamálaráðherra veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum á öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Verkefnin sem hlutu verðlaun voru:

Lesum heiminn , Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ: Anna Sofia Wahlström og Sigurbjört Kristjánsdóttir tóku við verðlaunum. Fimm lönd unnu saman að verkefninu: Ísland, Pólland, Spánn, Frakkland og Slóvenía. Gengið var útfrá sögunni um Greppikló sem var notuð til að vinna að ólíkum viðfangsefnum þar sem lestur og lýðræði voru tengd saman. Hugmyndin var að börnin uppgötvuðu heiminn í kringum sig, að þau „læsu heiminn“. Verkefnið er gott dæmi um hvernig vinna má með hefðbundið efni, lestur, í nýstárlegu samhengi. Það féll vel að námskrá enda lagði leikskólinn áherslu á lestur og útikennslu á síðasta skólaári. Verk nemenda Myndlistarskólans sýnir tengsl barna frá mismunandi löndum í gegnum sögunna af Greppikló. Það sýnir Greppikló í leik með börnum, þar sem skútur bera fána þeirra landa sem tóku þátt í verkefninu.

Hvað finnum við undir fótum okkar? Heilsuleikskólinn Krókur, Grindavík: Hulda Jóhannsdóttir og Herdís Gunnlaugsdóttir tóku við verðlaunum. Verkefnið var samvinna tveggja leikskóla á Íslandi og í Svíþjóð. Markmið þess var að gera börnin meðvituð um Jörðina og lögð var áhersla á þeirra eigin hugmyndir og skoðanir. Verkefnið er gott dæmi um nýbreytni í kennsluaðferðum og féll einkar vel að námskrá enda er skólinn grænfána- og heilsuleikskóli. Myndlistarskólinn sótti innblástur í titil verkefnisins, hvað er undir fótum okkar, þar sem unnið er með lífræn form sem höfða bæði til barna og fullorðinna.

Auk þess hlutu þessi verkefni gæðamerki landskrifstofunnar:

  • Anna Svanhildur Daníelsdóttir og Álftanesskóli: The friendship project - Iceland and France.
  • Ásta Ólafsdóttir og Réttarholtsskóli: Lifestyle of teenagers 2014.
  • Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir og Grunnskoli Bolungarvíkur: The very north meets the very south.
  • Kristjana Hafliðadóttir og Varmárskóli: How to make students aware of democracy and citizenship.
  • Kolbrun Svala Hjaltadóttir, Magnea Hafberg og Flataskóli: One Day in Kindergarten.
  • Rósa Harðardóttir, Hjördís Unnur Björnsdóttir, Laufey Einarsdóttir, Þuríður Ágústsdóttir og Kelduskóli: La petit prince - The little prince.
  • Rósa Harðardóttir, Bjarki Jóhannesson, Guðrún Lilja Norðdahl, Gyða Gunnarsdóttir og Kelduskóli; Hafþór Þorleifsson, Kolbrun Svala Hjaltadottir, Kristín Ósk Þorleifsdóttir og Flataskóli: Lesum og leikum saman.
  • Sigrún Árnadóttir og Menntaskólinn á Egilsstöðum; Hjördís Skírnisdóttir og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu: Nachhaltigkeit im Nationalpark - Wir finden den Weg.
  • Victoria Reinholdsdóttir, Rima Feliksasdóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Gunnar Halldórsson og Víkurskóli: Eco-tourism: a green path to future.
  • Hjördís Skírnisdóttir og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu: Living in a Changing Climate.Ingveldur Karlsdóttir og Sjálandsskóli, Once Upon An Island.
  • Kolbrun Svala Hjaltadottir og Flataskóli: Schoolovision 2015. 
  • Kolbrun Svala Hjaltadottir og Flataskóli: The European Chain Reaction 2015.
  • Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir, Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Leikskólinn Nóaborg: We all smile in the same language.
  • Rósa Harðardóttir og Kelduskóli: Photos that Speak.

ETw_Verdlaun_2015a

Hulda Jóhannsdóttir og Herdís Gunnlaugsdóttir, Heilsuleikskólanum Króki, ásamt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra.

ETw_Verdlaun_2015b

Anna Sofia Wahlström og Sigurbjört Kristjánsdóttir, Leikskólanum Holti, ásamt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni mennta- og menningarsviðs Rannís.

ETw_Verdlaun_2015c

Þúsundasti eTwinning kennarinn, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, Garðaskóla, ásamt Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni mennta- og menningarsviðs Rannís.

2014

eTwinning menntabúðir og gæðaviðurkenningar

Fimmtudaginn 16. október stóð UT torg Menntamiðju fyrir  eTwinning menntabúðum áMenntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Starfsfólk landskrifstofunnar (Rannís), eTwinning fulltrúar og kennarar í samstarfsverkefnum voru á staðnum. Sagt var frá nýjungum í eTwinning, eTwinning verkefnum, ofl. Í lokin voru gæðaviðurkeninngar fyrir eTwinning verkefni síðasta skólaárs afhentar. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís og Landskrifstofu Erasmus+, menntaáætlunar ESB, veitti viðurkenningarnar. Þeir sem fengu gæðaviðurkenningar voru:

Zofia, Elín, Kolbrún, Rósa, Laufey, Ásta Erlingsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur og Ágúst, Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+.


Í lokin var dregið var á milli skólanna og fengu   Hofsstaðaskóli og  Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund kr. hvor.

Á myndinni, frá hægri til vinstri, eru: Zofia, Elín, Kolbrún, Rósa, Laufey, Ásta Erlingsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur og Ágúst, Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+.

Við óskum öllum til hamingju!

2013

Leikskólinn Holt

  • Talking Pictures
    Samstarfslönd: Ísland, Pólland og Spánn.

    Hver skóli sendi myndir tengdar ákveðnum viðfangsefnum. Myndirnar voru upphafspunktur  í vinnu með nánasta umhverfi og menningu. Börnin  fengu jafnframt tækifæri til að kynnast menningu hinna landanna. Viðfangsefnin voru jólin, byggingar, skilti og merkingar, arfleifð, dýr og náttúra. Börnin unnu með viðfangsefnin á fjölbreyttan hátt  og nýttu sér m.a. til þess upplýsingatækni.  Verkefnið hafði mikla þýðingu fyrir bæði kennara og börn. Augu kennara voru opnuð fyrir möguleikum upplýsingatækninnar ásamt því að þeir lærðu hver af öðrum og kynntust aðstæðum kollega sinna. Börnin  lærðu mikið af því að vera í samstarfi við börn í evrópskum skólum. Verkefnið hafði t.d. þýðingu fyrir börn af erlendum uppruna sem veittu þeim tækifæri til kynna menningu og land sitt á einstakan hátt.

Borgarholtsskóli

  • QED-online
    Samstarfslönd: Ísland, Þýskaland, Rúmenía, Pólland, Grikkland, Frakkland og Tyrkland.

    Verkefnið gekk út á að meta fjölbreytileika í stærðfræðinámi og kennslu hjá þátttökulöndunum þar sem fjölbreytileiki og þverfagleg nálgun var höfð að leiðarljósi. Verkefnið byggðist á félagslegri nýsköpun þar sem nemendur og kennarar byggðu brýr milli landa og greina til að mynda með því að skiptast á verkefnum, hugmyndum og myndböndum þvert á lönd og menningarhópa. Meginávinningur verkefnisins voru öflug félagsleg tengsl við önnur lönd. Einnig hefur skilningur á eigin menntakerfi og menntakerfum annarra landa aukist og leitt til víðsýni, aukinnar fagmennsku og skilning á kostum og göllum ólíkra kerfa. Þessi samskiptavettvangur hefur einnig dregið úr fordómum og neikvæðum staðalímyndum.

Flataskóli

  • Christmas around Europe: Jólasiðir þátttökulanda á fjölbreyttan hátt
  • Favorite Healty Food: Matarmenning íslands og póllands
  • Garden full of Spring Flowers: Vorblómin í garðinu í samstarfi 40 landa
  • Tasty Flags: Fánar, matur og menning þátttökulanda
  • The European Chain Reaction: Myndbandasamkeppni tengd vísindakennslu þar sem nemendur gerðu dómínó-keðju
  • Exploring our Countries
  • Nemendur unnu kennsluefni um eigið land.
  • Schoolovision 2013: Myndbandasamkeppni með Evróvisjón að fyrirmynd

Foldaskóli:

  • Global Christmas Greetings: Jólasiðir þátttökulanda á fjölbreyttan hátt

2012

Úrslit Landskeppni eTwinning 2012

Furugrund, Flataskóla og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu verðlaunaðir fyrir góðan árangur í eTwinning

eTwinning er áætlun Evrópusambandsins um einfalt skólasamstarf á Netinu með hjálp upplýsingatækni og er hluti af Menntaáætlun sambandsins. Íslenskir skólar hafa verið öflugir í eTwinning og árlega veitir Landskrifstofa eTwinning virðukenningar fyrir góðan árangur. Verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir samstarfsverkefni starfrækt á síðasta skólaári voru veitt á árlegri hátíð sem haldin var á Nauthóli 4. október sl.

Verðlaunin voru veitt af  Anne Gilleran, stjórnanda kennslufræða eTwinning í Evrópu, sem jafnframt flutti fyrirlestur og hélt vinnustofu um eTwinning og starfsþróun kennara sem var þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Auk Gilleran sögðu íslenskir kennarar frá þýðingu eTwinning fyrir skólastarfið.

Sigurvegarar voru  Leikskólinn Furugrund í Kópavogi með verkefni um náttúruna,  Flataskóli í Garðabæ með verkefni sem endurspeglar Evróvisjón og  Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu á Höfn með verkefni um endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnin voru öll unnin með evrópskum samstarfsskólum.  Verðlaunin voru gjafabréf að andvirði  175 þúsund kr. í Tölvulistanum.

Dómnefnd skipuðu Bjarndís Jónsdóttir, stjórnarmaður í 3f, félagi um upplýsingatækni og kennslu, Guðberg K. Jónsson, verkefnisstjóri SAFT, og Torfi Hjartarson, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Á myndinni eru Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, Fjóla Þorvaldsdóttir, Furugrund, Anne Gilleran, eTwinning í Evrópu, Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, og Hjördís Skírnisdóttir, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.


Umsögn dómnefndar um verðlaunaverkefnin:

Nature Explorers‘ Club - Leikskólinn Furugrund, Fjóla Þorvaldsdóttir og samstarfsnemendur:
Efnistök við verkefnið eru mjög skapandi og skiptust nemendur á upplýsingum um sjálfa sig og upplifun sína af náttúrunni í þeirra nánasta umhverfi. Nemendur höfðu talsvert frelsi til þess að vinna að eigin hugðarefnum og fengu mörg tækifæri til að sýna hinum samstarfsaðilunum afraksturinn. Auðvelt var að samþætta verkefnið námskrá, þar sem viðfangsefnin voru stutt og vel skipulögð. Níu skólar tóku þátt í verkefninu og allir lögðu sitt af mörkum. Upplýsingatækni var notuð á skapandi og fjölbreytilegan hátt. Verkefnið hefur fært sjónarmið barnanna í víðara samhengi, þau eru nú meðvitaðri um að þau tilheyri ákveðinni þjóð um leið og þau eru hluti af alþjóðlegri heild. Aukin fagleg þekking kennara hefur jákvæð áhrif á nám og kennslu í leikskólanum og hefur örugglega áhrif á starfið í framtíðinni. Þátttakan í verkefninu vakti áhuga barnanna á möguleikum upplýsingatækninnar.

Schoolovision 2012 - Flataskóli, Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfsnemendur:
Í verkefninu taka þátt 37 skólar og það hefur staðið yfir í fjögur ár. Þátttaka í verkefninu, sem tengist árlegri söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er orðin fastur liður og kallar fram mikla stemningu í skólastarfinu. Til að auka sjálfstæði, áræðni og sjálfstraust nemenda er þeim veitt frjálst val um framlag. Þeir kynnast jafnöldrum í Evrópu, menningu þeirra og tónlist. Verkefnið er þverfaglegt og reynir á greinar eins og lífsleikni, landafræði, tungumál, móðurmál, sögu, tónmennt og tölvu- og upplýsingatækni. Upplýsingatækni er notuð á skapandi og fremur fjölbreytilegan hátt. Verkefnið höfðar mjög til nemenda, hvetur þá til samvinnu, eflir sjálfstraust og eykur áræðni.

The wind and the sun. What's more? Renewable energy sources - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Hjördís Skírnisdóttir og samstarfsnemendur
Verkefnið er viðamikið og metnaðarfullt og tekur á mikilvægum málaflokki. Vefur verkefnisins er efnisríkur og afar vandaður. Mikið samstarf og náin kynni hafa myndast milli samstarfsaðila, eftir gagnkvæmar heimsóknir á heimaslóðir þátttakenda. Þáttur upplýsingatækninnar er fjölbreyttur og afraksturinn áhugaverður. Við verkefnið jókst þekking á málaflokknum til muna og merkja mátti framfarir í ensku og félagshæfni þátttakenda.

2011

Úrslit Landskeppni eTwinning 2011

Verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir verkefni starfrækt á síðasta skólaári (2010-11) voru veitt á ráðstefnu eTwinning sem haldin var á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð á föstudaginn var.

11 skólar tóku þátt en samtals voru 15 verkefni skráð til keppni.

Sigurvegarar voru Hofsstaðaskóli, með verkefnið Give me a hug! og Verzlunarskóli Íslands með How´s life over there? Y tú ¿Cómo vives? Verðlaunin voru ekki af verri endanum - gjafabréf að andvirði 150 þúsund kr. í Tölvulistanum.

Á myndinni gefur að líta verðlaunahafana, Ragnheiði Stephense, Hofsstaðaskóla, og Hildu Torres, Versló, ásamt Guðmundur I. Markússyni, verkefnisstjóra eTwinning.

Umsögn dómnefndar um verðlaunaverkefnin:

Hofsstaðaskóli - Give me a hug!

Þetta verkefni er stórkostlegt í einfaldleika sínum. Bangsinn Columbus ferðast á milli landa og kynnir sér þjóð og staðhætti í hverju landi. Áhugavert er að sjá hve vel kennurunum hefur tekist að halda áhuga og virkni barnanna þrátt fyrir allan fjöldann sem stendur að verkefninu en í því taka þátt 23 skólar frá 21 landi. Verkefnið lifir góðu lífi og nemendur Hofsstaðaskóla eru þar enn virkir þátttakendur. Verkefnið er frábært dæmi um hvernig gera má kennsluna skemmtilegri og vekja áhuga barna á landafræði, menningu og upplýsingatækni með skapandi skólastarfi.  Hér er á ferðinni gott dæmi um hvernig gera má námið spennandi á liflegan og gagnvirkan hátt. Hlutur nemenda og upplýsingatækni er umtalsverður. Kærleikurinn skín í gegn og er það ekki einmitt tilgangur eTwinning að brjóta niður hugsanlega múra á milli landa með heilbrigðum og gefandi tengslum á milli skóla og ólíkra menningarheima?

Verzlunarskóli Íslands - How´s life over there? Y tú ¿Cómo vives?

Þetta verkefni miðar að því að gera tungumálakennslu meira skapandi og áhugaverða. Verkefnið er samstarfsverkefni tveggja skóla og er greinilegt að mikil vinátta hefur myndast á milli þeirra kennara sem að verkefninu koma. Nemendur læra spænsku og skila verkefnum sínum á því tungumáli. Þetta er spennandi verkefni, vel útfært og skipulagt. Verkefnið er metnaðarfullt, hlutur upplýsingatækni  og nemenda er til fyrirmyndar og greinilegt að nemendur hafa gaman af kennslu og námi. Verkefnið hefur staðið yfir frá skólaárinu 2007-2008 með nýjum nemendum ár hvert.  Aldur verkefnisins er til merkis um lífvænleikann og gjarnan mætti bjóða fleiri framhaldsskólum að taka þátt. Með því mætti auka fjölbreytni og skapa áhugaverða breidd. Verkefnið er gott dæmi um hvernig eTwinning getur auðgað nám nemenda á einfaldan og skemmtilegan hátt.

2010

Úrslit Landskeppni eTwinning 2010

10 verkefni tóku þátt í landskeppni eTwinning, áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf, fyrir bestu verkefni síðasta árs í flokkum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Úrslitin voru kynnt á afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins í Ráðhúsi Reykjavíkur, 25. Nóvember 2010.

Dómnefnd, skipuð Birni Sigurðssyni, Forsætisráðuneytinu, áður Menntagátt, Salvöru Gissurardóttur, Menntavísindasviði HÍ, og Óskari E. Óskarssyni, Alþjóðaskrifstofu háskólastigins, valdi úr þrjú verkefni, eitt á hverju skólastigi.

Verðlaunin voru fullkomin stafræn myndbandsupptökuvél frá Panasonic.

Verðlaun hlutu Flataskóli, sem vann verkefni með grunnskóla í London um læsi og lesskilning, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, fyrir samvinnu við menntaskóla í Póllandi með áherslu á að brjóta niður múra milli menningarheima, og Leikskólinn Furugrund, sem tók þátt í samstarfi 83 skóla í 20 löndum um Alheiminn.


Flataskóli. Lesum, skrifum og tölum saman (Let‘s read, write and talk together)
Hugmyndin að verkefninu kviknaði haustið 2009 þar sem mig langaði að vinna með bókmenntaverkefni hjá yngri nemendum og leggja áherslu á læsi og lesskilning. Ég fékk bókasafnsfræðinginn í skólanum hana Ingibjörgu í lið með mér og saman útbjuggum við ramma að samskiptaverkefni. Ég setti ósk um samvinnu út á vef eTwinning og fljótlega hafði Shayne Davids samband við mig en hann er kennari í ríkisskóla í úthverfi London. Nemendur okkar voru 10 og 11 ára gamlir. Nemendur lásu sömu bókina á sínu móðurmáli og unnu verkefni upp úr henni og hittust á veffundum og kynntu það sem þeir voru að vinna, sögðu frá sér og skólanum sínum bæði í máli og myndum. Okkar nemendur þurftu að þýða sína texta yfir á ensku og fengu hjálp við það en einnig notuðu þeir Netið til þess að þýða (Google translate).

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. ICEPO – ungt fólk vinnur að skilning milli þjóða (young people promoting understanding between the nations)
Megintilgangur verkefnisins var að brjóta niður múra milli menningarheima og draga úr fordómum milla landa. Lögð var áhersla á að þátttakendur myndu kynnast landi og þjóð eins og kostur er. Nemendur eignuðust pennavini sem þeir bjuggu hjá á meðan á heimsóknum stóð. Fyrir ferðirnar undirbjuggu nemendur margs konar kynningarefni. Þegar pólski hópurinn kom til Íslands var haldinn hátíð í FAS, kennsla var felld niður í heilan dag og pólskir nemendur skipulögðu dagskrána. Í Póllandi héldu íslenskir nemendur kynningar fyrir valda hópa í skólanum auk þess sem skólinn efndi til sérstakrar móttökuhátíðar þar sem skóla- og bæjaryfirvöldum var boðið. Ákveðið var að verkefnið skilaði sýnilegri afurð sem gæti nýst sem flestum. Útkoman er pólskt – enskt – íslenskt orðasafn sem bæði er á heimasíðu verkefnisins og var gefið út í nokkur hundruð eintökum. Frá upphafi var ákveðið að verkefnið yrði eTwinning verkefni. Það er frábær leið til að gera verkefnin sýnileg og aðgengileg. Þetta var frábært, vinatengslin sem sköpuðust eru varanleg.

Leikskólinn Furugrund. Alheimurinn ( Sp@ce: eTwinning is out there!)
Verkefnið Space var samstarfsverkefni 83 skóla í 20 löndum og fjallar um eins og nafnið gefur til kynna Alheiminn. Nemendur og kennarar unnu að viðfangsefnum sem tengjast öll Alheimnum og skiptust á hugmyndum á heimasíðu verkefnisins. Hver og einn skóli var nokkuð frjáls að því hvernig hann útfærði verkefnið, en þó var ákveðið að hafa fimm megin þemu til þess að ganga út frá. Við ræddum við börnin um himingeiminn, sólkerfið og geimferðir. Við útbjuggum geimbúning og geimfar auk margskonar annarra verkefna. Í Furugrund var ákveðið að nýta verkefnið í sérkennslu. Er það í fyrsta sinn sem það er gert. Hópur drengja sem lítinn áhuga höfðu á skapandi starfi var boðin þátttaka í verkefninu. Drengir sýndu allir stórkostlegar framfarir á meðan og í lok verkefnissins. Gleðin og ánægjan við úrlausn verkefnanna var slík að hún var fljót að smitast út um skólann. Verkefnið var líka til þess að þátttaka foreldra varð mun meiri í þessu verkefni en í fyrri verkefnum sem við höfum tekið þátt í. Foreldrar voru áhugasamir og aðstoðuðu við efnisöflun, bækur, myndbönd, ábendingu á efni á vef og svo mætti lengi telja.

2009

Úrslit í landskeppni eTwinning 2009

Verðlaunin voru veitt á haustfagnaði eTwinning á Písa, Lækjargötu, 16. október.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, veitti verðlaunin.

Á myndinni eru (fv.): Guðmundur, Landskrifstofu, Kolbrún, Flataskóla, Rakel, Bakka, Hilda, Versló, og Katrín, menntamálaráðherra.

Verðlaun í hverjum flokki: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél

Flokkur framhaldsskóla:

Verzlunarskóli Íslands: Are we so different? ¿Y tú cómo vives?

Hilda Torres veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla:

Flataskóli (Garðabæ): Schoolovision
Kolbrún Svala Hjaltadóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur leikskóla:
Bakki (Reykjavík): Through the children's eyes

Rakel G. Magnúsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Umsögn dómnefndar:
Verzlunarskóli Íslands, Hilda Torres: Are we so different? ¿Y tú cómo vives?
Viðamikið og flott verkefni og ljóst að þátttakendur hafa lagt mikla alúð og vinnu við það, bæði nemendur og kennarar. Nemendur í þátttökulöndunum tveim höfðu mismunandi markmið að hluta, íslensku nemendurnir voru fyrst og fremst að læra spænsku en þeir spænsku lærðu ensku og dálitla íslensku, áhugavert að sjá hvernig tókst að leysa þetta og vinna með mismunandi tungumál. Dæmi um skemmtilega notkun á upplýsingatækni eru hljóðupptökur á vefsvæðinu voxopop. Unnið var með þemu sem greinilega féllu að áhugasviði nemenda og hefur það eflaust aukið áhuga þeirra á náminu. Augljóslega lifandi og skemmtilegt tungumálanám sem hefur átt sér stað í þessu verkefni. Þetta var reyndar eina verkefnið frá framhaldsskóla, því miður. Verkefnið er enga að síður fyllilega fullsæmt af því að hljóta viðurkenningu.

Flataskóli (Garðabæ), Kolbrún Svala Hjaltadóttir: Schoolovision
Verkefnið er stórt evrópst verkefni þar sem taka þátt skólar úr  mörgum löndum evrópu, einn  úr hverju landi. Verkefnið tvinnar saman tækni og listir, tengist dægurmenningu og líkir í  sumu eftir söngvakeppni Evrópulanda, Eurovision með söngkeppni þar sem úrslit ráðast  gegnum kosningu þar sem rauntímatengsl eru við aðra skóla. Hvert land sendir inn upptöku á  einu söngatriði á upptöku þar sem myndmál er einnig mikið notað og  er gjarnan innsýn í viðkomandi skóla. Verkefnið er til þess fallið að virkja marga nemendur og auka samkennd  innan skóla og tengist landafræðikennslu og veitir innsýn inn í mismunandi hefðir og menningarheima þegar nemendur skoða upptökur af dans og söngatriðum hinna þátttökulandanna.

Bakki (Reykjavík), Rakel G. Magnúsdóttir: Through the children's eyes
Þetta er spennandi og einfalt verkefni þar sem mörg börn taka þátt og eru virkir þátttakendur. Verkefnahugmynd er góð og vel útfærð. Verkefnið ýtir undir skapandi starf og  sýnir hvernig  börn geta skynjað heiminn og skrásett  með aðstoð stafrænnar ljósmyndatækni.  Verkefnið  fellur vel að útikennslu og náttúruskoðun.  Þetta er samvinnuverkefni nokkurra landa og börn sem tóku þátt gátu því skyggnst inn í heim barna í öðrum löndum í gegnum sjónarhorn þeirra  barna, sérstaklega hvað varðar árstíðir og umhverfi. Verkefnið er gott dæmi um verkefni sem  myndar samfellu milli skólastiga og verkefni sem er unnið í samstarfi við foreldra.

Önnur verkefni sem tóku þátt í keppninni:

  • Leikskólinn Bakki, Rakel G. Magnúsdóttir: Our countries / Magic of Colors
  • Gullborg, Paolo Di Russo og Sverrir Marinó Jónsson: Dagur Jarðarinnar
  • Korpuskóli, Rósa Harðardóttir: Johnny´s seven friends
  • Grunnskóli Vestmannaeyja, Eva S. Káradóttir: Climate-change-project
  • Álftamýrarskóli, Sesselja Traustadóttir og Ásdís Gísladóttir: Facts and food from Wales and Iceland

Landsskrifstofan veitti gæðamerki til eftirfarandi verkefna:

  • Bakki, Rakel G. Magnúsdóttir: Through the children's eyes / Our countries / The four elements / The magic of colors
  • Gullborg, Paolo Di Russo & Sverrir Marinó Jónsson: Dagur Jarðarinnar / World awarenss through geography
  • Flataskóli, Kolbrún Svala Hjaltadóttir: Schoolovision
  • Korpuskóli, Rósa Harðardóttir, Herdís K. Brynjólfsdóttir: Johnny's seven friends
  • Verzlunarskóli Íslands, Hilda Torres: Are we so different? / Y tú, cómo vives?

2008

Úrslit í landskeppni eTwinning 2008

Verðlaunin voru veitt á haustfagnaði eTwinning í Iðnó, 3. október.

Flokkur grunnskóla:

  1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
    Holtaskóli (Reykjanesbæ): Getting to know each other
    Ingibjörg Jóhannsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
  2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
    Lágafellsskóli (Mosfellsbæ): @ni & m@te
    Arndís Hilmarsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur leikskóla:

  1. Verðlaun: Glæsileg JVC stafræn myndbandsupptökuvél
    Furugrund (Kópavogi): 1, 2, Buckle my shoe
    Fjóla Þorvaldsdóttir veitti verðlaununum viðtöku.
  2. Verðlaun: Glæsileg Olympus stafræn myndavél
    Bakki (Reykjavík): Frumefnin fjögur (Fire, water, air and earth)
    Rakel G. Magnúsdóttir og Súsanna Kjartansdóttir veittu verðlaununum viðtöku.

Stutt kynning á hverju verkefni (.ppt, 4408 kb)

Einnig var gæðamerki landskrifstofunnar veitt þessum skólum:

  • Síðuskóli, Akureyri. Sigurður Freyr Sigurðarson: Young Europeans care, discuss, realise...
  • Furugrund, Kópavogi. Fjóla Þorvaldsdóttir: 1, 2, Buckle my shoe

Dagskrá 12:00 – 14:30

  • Nýtt vefkerfi eTwinning í Evrópu
    Guðmundur Ingi Markússon, Landskrifstofu eTwinning
  • Hvað er Comenius?
    Þorgerður Björnsdóttir, Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB
  • Hádegisverður
    Ferskt salat með kjúklingalundum í Tandoori Masala og kaffi á eftir
  • Afhending gæðamerkis eTwinning
  • Kynningar á verkefnum sem taka þátt í landskeppni eTwinning
  • Verðlaunaafhending:
  • Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra, afhendir verðlaunin.
  • Hátíðarslit

Um landskeppnina

Þátttakendur og gjaldgeng verkefni

  • Aðstandendur þeirra verkefna sem höfðu verið virk einhverntíma á skólaárinu 2007-2008 í lengri eða skemmri tíma höfðu möguleika á að skrá verkefni til keppni.
  • Verkefni sem spönnuðu fleiri skólaár gátu einnig verið með svo framalega að þau voru virk einhverntíma á síðasta skólaári.

Mat verkefna

Eins og síðast voru óháðir aðilar fengnir til þess að meta verkefnin: Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við HÍ, og Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá Forsætisráðuneytinu, áður hjá Menntagátt. Varamaður er Óskar E. Óskarson, verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.

2007

Úrslit í landskeppni eTwinning 2007

Verðlaunin voru afhend á vorhátíð eTwinning og Comenius í Iðnó, 4. maí

Landskrifstofa eTwinning stóð fyrir landskeppni um bestu eTwinning verkefnin í flokki grunn- og framhaldsskóla, skólaárið 2006-2007. Aðstandendur þeirra verkefna sem höfðu verið virk einhverntíma á skólaárinu höfðu möguleika á að skrá verkefni til keppni.

Til að meta verkefni voru fengnir óháðir aðilar, þeir Jón Torfi Jónasson, prófessor við HÍ, og Tryggvi Thayer, hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.

Dagskrá

Í hádeginu á efri hæð Iðnó söfnuðust saman kennarar og skólastjórnendur ásamt fulltrúum landskrifstofa eTwinning og Comenius, og Menntamálaráðuneytis. Þema hátíðarinnar var tenging Comenius og eTwinning, en þessar áætlanir eru vel til þess fallnar að styðja hvor aðra.

Eftir kynningu Comeniusverkefna og þriggja verðlaunaverkefna eTwinning, fór verðlaunaafhending fram. Fulltrúi skóladeildar Menntamálaráðuneytisins, Sigurður Davíðsson, flutti gestum kveðju menntamálaráðherra og afhenti verðlaunin.

Fyrstu verðlaun í hvorum flokki voru öflug Acer fartölva og önnur verðlaun glæsileg stafræn Sony myndbandsupptökuvél.

Flokkur framhaldsskóla:

  1. Verðlaun: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
    The Effect of Celestial Phenomena in Our Lives
    Tveir aðstandenda verkefnisins, Ingileif Oddsdóttir og Kristján Halldórsson (lengst til vinstri), kynntu verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.
  2. Verðlaun: Verzlunarskóli Íslands
    Dansk/islansk sprog og kultur
    Ingibjörg S. Helgadóttir (í miðjunni), kennari í Versló, veitti verðlaununum viðtöku.

Flokkur grunnskóla:

  1. Verðlaun: Síðuskóli
    Young Europeans care, discuss, realise ...

    Aðalsprauta verkefnisins, Sigurður Freyr Sigurðarson (annar frá hægri, ásamt aðstoðarkonu), kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.
  2. Verðlaun: Varmárskóli
    House, city, field, legend: Our European Home

    Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir (til hægri), kennari í Varmárskóla og frumkvöðull í eTwinning, kynnti verkefnið og veittu verðlaununum viðtöku.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica