Fyrir umsækjendur

Leiðbeiningar fyrir stofnanir og lögaðila

Þegar sækja á um í Erasmus+ eða European Solidarity Corps (ESC) er að mörgu að hyggja. Hér hafa verið teknar saman nytsamlegar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar í umsóknarferlinu. Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvattir til að skoða skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.

Handbók Erasmus+ og ESC

Á heimasíðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina og ESC handbókina. Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar og ráðgjöf.

Umsóknarfrestir

Erasmus+ og ESC torgið

Erasmus+ og ESC torgið eða EESCP - Erasmus+ and ESC platform er síða þar sem hægt að nálgast helstu kerfi sem tengjast umsóknum og umsýslu verkefna í Erasmus+ og ESC s.s. vefeyðublöðin, OID skráningarkerfið (organisation registration system), Beneficiary Module og fleira. Torgið er aðgengilegt án innskráningar en til að komast inn í ýmsa hluta þess, til dæmis umsóknareyðublöð, þarf EU login innskráningu.

Helstu þrepin í umsóknarferlinu

Þrep 1: Kannaðu möguleikana innan Erasmus+ og ESC

Erasmus+ og ESC styðja við fjölbreytt verkefni sem geta verið mismunandi eftir markhópum og/eða skólastigum. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga á réttum stað, sjá hlekki hér fyrir neðan.

Skoða tækifæri í Erasmus+

Skólar (leik-,grunn- og framhaldskólastig)
Starfsmenntun
Háskólastig
Fullorðinsfræðsla
Æskulýðsstarf

Skoða tækifæri í European Solidarity Corps

Sjálfboðaliðaverkefni
Samfélagsverkefni

Þrep 2: Lestu handbókina

Lestu Erasmus+ handbókina eða ESC handbókina til að tryggja að þú skiljir reglurnar sem liggja að baki styrkveitingum og hvort verkefnið þitt falli undir kröfur sem gerðar eru um umsóknir í viðkomandi flokk og eftir áherslusviðum.

Þrep 3: Gakktu úr skugga um að stofnunin/lögaðilinn sé með OID númer

Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ og ESC þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í organisation registration system til að sækja svokallað OID númer.

Þrep 4: Sæktu um

Umsóknarferlið er algjörlega rafrænt, sem þýðir að þú fyllir út og skilar umsókninni á netinu. Hægt er að nálgast eyðublöðin á Erasmus+ og ESC torginu.

Þrep 5: Kynntu þér matsferli umsókna

Í kjölfar af mati fjallar óháð valnefnd um umsóknirnar en forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ staðfestir úthlutun.

Ráðgjöf fyrir umsækjendur

Landskrifstofa hvetur umsækjendur til að hafa samband meðan á umsóknarferlinu stendur. Umsækjendur um samstarfsverkefni eru beðnir um að fylla út eyðublað með verkefnishugmynd áður kemur að ráðgjöf. Á hverju ári stendur starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ og ESC fyrir námskeiðum, ýmist á landsbyggðinni, í Reykjavík eða með fjarfundi. Þessi námskeið eru auglýst á vefsíðunni, á samfélagsmiðlum og á póstlista Rannís.

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA RANNÍS/ERASMUS+
Þetta vefsvæði byggir á Eplica