Vefeyðublöðin

Í Erasmus+ er notast við vefeyðublöð. Vefeyðublöðin eru birt um leið og þau eru tilbúin, að jafnaði um 4-8 vikum fyrir umsóknarfrest. 

Hægt er að nálgast vefeyðublöðin ásamt öðrum kerfum Erasmus+ og ESC inni á Erasmus+ og ESC torginu. Á Erasmus+ og ESC torginu er hægt að nálgast helstu kerfi sem tengjast umsóknum og umsýslu verkefna í Erasmus+ og ESC s.s. vefeyðublöðin, OID skráningarkerfið (organisation registration) og fleira. Vefeyðublöðin í Erasmus+ og ESC má nálgast undir „Opportunities“ vinstra megin á síðunni. Gakktu úr skugga um að þú sért að velja rétt eyðublað.

Til að komast inn í þessi kerfi þarf EU login aðgang og til að geta sótt um þarf umsóknaraðilinn (stofnunin/fyrirtækið/samtökin) að vera með OID númer.

Umsóknarferlið er algjörlega rafrænt, sem þýðir að þú fyllir út og skilar umsókninni á netinu. Ekki þarf að skila inn prentuðu afriti af umsókninni. 

Umsóknareyðublaðið

  1. Gakktu úr skugga um að þú sért að velja rétt eyðublað. Sjá tæknilegar leiðbeiningar um hvernig má nálgast umsóknareyðublöðin og innskráningu í kerfið.
  2. Hægt er að nálgast stuttar tæknilegar leiðbeiningar um eyðublöðin í spurningamerkinu við "Application form" efst í vinstra horni eyðublaðsins. Einnig hafa verið gerðar ítarlegar tæknilegar leiðbeiningar um vefeyðublöðin
  3. Skyldureitir í umsókninni eru merktir með rauðri stjörnu og til að hægt sé að senda inn umsóknina þarf að vera búið að fylla inn í alla slíka reiti.
  4. Hægt er að sjá yfirlit yfir kafla í umsókninni vinstra megin í eyðublaðinu. Þegar fyllt hefur verið út í alla skyldureiti og allar reglur virtar í viðkomandi kafla er hann merktur með grænu haki í yfirlitinu (vinstra megin). Sé kaflinn merktur með rauðu viðvörunarmerki hefur ekki verið fyllt út í alla reiti eða ekki farið eftir reglum.
  5. Eyðublaðið er vistað sjálfkrafa.
  6. Ef umsókninni er lokað (farið út af síðunni) er hægt að nálgast hana aftur með því að velja „My Applications“ í „Applications“ kaflanum á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá tæknilegar leiðbeiningar fyrir My applications.
  7. Sé þörf á að gera leiðréttingar eða breytingar á umsókn eftir að hún hefur verið send inn er hægt að opna hana aftur og senda inn þar til umsóknafrestur rennur út. Sjá ítarlegri leiðbeiningar um skil á umsókn.
  8. Hægt er að nálgast PDF útgáfu af umsókninni áður en búið er að ljúka við hana og þegar hún hefur verið send inn með því að smella á PDF hnapp efst í hægra horni umsóknareyðublaðsins. Sjá leiðbeiningar um hvernig nálgast má PDF afrit af umsókninni.
  9. Hægt er að veita öðrum aðgang að umsókninni í „Sharing“ kafla umsóknarinnar. Hægt er að velja hvort viðkomandi hefur lesaðgang, les- og skrifaðgang eða les-, skrif og skilaaðgang.
  10. Settu í viðhengi þau skjöl sem skila þarf með umsókninni. Það er skylda að láta undirskrift löggilts aðila innan stofnunarinnar fylgja með. Hámarksfjöldi fylgiskjala fer eftir hvers konar umsókn er um að ræða. Sjá ítarlegri tæknilegar leiðbeiningar um fylgiskjöl.
  11. Sendu umsóknina þína inn með því að ýta á „submit" hnappinn fyrir lok umsóknarfrests. Þegar þú hefur sent umsóknina inn birtast skilaboð um það hvort skilin hafi gengið í gegn eða ekki. Í „History“ kafla umsóknarinnar má finna skilasögu umsóknarinnar.

Gott að hafa í huga varðandi umsóknir

  • Þú verður að vera tengd/ur við internetið til að senda inn umsóknina.

  • Til þess að reikna fjarlægðir og ferðakostnað fyrir fjárhagshluta umsóknarinnar, skal taka mið að niðurstöðum reiknivélar fyrir vegalengdir.

  • Það er skylda að setja þau skjöl sem beðið er um í umsóknarforminu í viðhengi við umsóknina.

  • Sendu umsóknina inn tímanlega, vefumsóknakerfið lokar á skil þegar umsóknafrestur rennur út.

  • Ef þú átt í tæknilegum vandræðum með að senda umsóknina inn hafðu þá samband við landskrifstofu í síma eða á erasmusplus(hja)rannis.is innan tveggja tíma eftir að umsóknarfrestur rennur út og lýstu vandamálinu. Fáir þú upp villuboð taktu þá skjámynd af þeim og sendu okkur í tölvupósti ásamt umsóknarnúmerinu. Einnig getur verið gott að taka út PDF afrit af umsókninni. Landskrifstofa metur hvort ástæður tafanna séu þess eðlis að hægt sé að taka umsókn gilda.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica