Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir eru metnar á grundvelli viðmiða (award criteria) sem gilda fyrir viðkomandi flokk og viðkomandi umsóknarfrest og eru birt í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

Nám og þjálfun

Gildar umsóknir eru sendar í mat. Matsmenn meta umsóknir samkvæmt samræmdu evrópsku punktakerfi. Umsóknum eru gefin stig á kvarðanum 1-100. Til að eiga möguleika á styrk þarf umsóknin að fá a.m.k 60 stig. Auk þess þarf hún að fá að minnsta kosti 50% þeirra stiga sem möguleg eru fyrir hvert viðmið í matinu.

Umsóknir aðila með Erasmus+ aðild fara ekki í gæðamat heldur er fjármagni deilt meðal umsækjenda m.a. miðað við eftirspurn og fyrri framistöðu.

Samstarfsverkefni

Gildar umsóknir eru sendar í mat. Matsmenn meta hverja umsókn samkvæmt samræmdu evrópsku punktakerfi. Umsóknum eru gefin stig á kvarðanum 1-100 og metið er eftir fjórum viðmiðum. Til að eiga möguleika á styrk þarf umsóknin að fá a.m.k 60 stig. Auk þess þarf hún að fá að minnsta kosti 50% þeirra stiga sem möguleg eru fyrir hvert viðmið í matinu. 

Sjá nánari upplýsingar í Erasmus+ handbókinni .

Í kjölfar af mati fjallar óháð valnefnd um umsóknirnar en forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ staðfestir úthlutun.

Sjá einnig: Áfrýjun /andmælaréttur 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica