Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2024

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2024.

 

Nám og þjálfun

Menntun: 20. febrúar kl. 11

Æskulýðsstarf: 20. febrúar kl. 11, 7. maí kl. 10 og 1. október kl. 10. 

Íþróttir: 20. febrúar kl. 11

Inngildingarátak DiscoverEU: 20. febrúar og 1. október kl. 10

 Samstarfsverkefni

Menntun: 5. mars kl. 11. Fyrir smærri samstarfsverkefni er einnig frestur 1. október kl. 10

Æskulýðsstarf: 5. mars kl. 11 og 1. október kl. 10

European Soldarity Corps: sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni

Sjálfboðaliðaverkefni: 20. febrúar kl. 11 og 1. október kl. 10.

Samfélagsverkefni: 20. febrúar kl. 11, 7. maí kl. 10 og 1. október kl. 10.

Sækja þarf um gæðavottun (e. Quality Label) áður en sótt er um fjármagn fyrir sjálfboðaliðaverkefnum. Hægt er að skila inn umsóknum í gæðavottun allt árið um kring. 

Erasmus+ aðild

Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum og er leið til að einfalda umsýslu og alþjóðastarf þátttakenda. Umsóknarfrestur er til 1. október kl. 10. 

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.

Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Auglýsing um umsóknir  í Erasmus+ fyrir árið 2024 í heild sinni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica