Fréttir

26.9.2022 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september!

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 26. september árið 2001, en það ár var tileinkað evrópskum tungumálum. Dagurinn hefur síðan þá verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og miljónir manns víðsvegar um Evrópu skipuleggja eða taka þátt í viðburðum þennan dag með það markmið að efla tungumálafjölbreytileika og hæfni til að tala önnur tungumál. 

Lesa meira
FACEBOOK-POST-1200X627

22.9.2022 : Það styttist í Erasmus daga, 13. - 15. október 2022

Það er aftur komið að þessum frábæra viðburði og nú í sjötta skiptið! 

Lesa meira

21.9.2022 : 35 ára afmæli Erasmus+ fagnað í Brussel

Þann 20. september var mikið um dýrðir í Brussel þegar Erasmus+ fagnaði sínum gæfuríku 35 árum. Á þeim tíma hefur áætlunin snert líf margra milljóna Evrópubúa og eflt samheldni og samstarf þvert á landamæri. Dumitrita Simion þátt í afmælisviðburðinum fyrir Íslands hönd.  

Lesa meira

20.9.2022 : Lestarævintýri um Evrópu fyrir allt ungt fólk – sérstakur umsóknarfrestur 4. október

Vissir þú að DiscoverEU veitir ungu fólki tækifæri til að uppgötva Evrópu með lest? Landskrifstofa kallar eftir umsóknum um styrk fyrir ungt ævintýrafólk sem þarf aukalegan stuðning við að ferðast. 

Lesa meira

7.9.2022 : Viðurkenning á námi erlendis – láttu heyra frá þér!

Um þessar mundir stendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rannsókn varðandi mat á námsgráðum á háskóla- og framhaldsstigi og þeirri hæfni sem nemendur afla sér við nám og þjálfun erlendis. 

Lesa meira

2.9.2022 : Hægt að sækja um styrki fyrir allar tegundir æskulýðs- og ungmennaverkefna fyrir 4. október

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í allar tegundir styrkja fyrir æskulýðs- og ungmennaverkefni. Umsóknarfresturinn er 4. október og framundan eru kynningarfundir og opið “Application lab” þar sem öllum gefst tækifæri til að fá aðstoð við að móta hugmynd að verkefni og umsókn.

Lesa meira

31.8.2022 : Styrkir veittir til 17 nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Þann 25. ágúst var haldinn upphafsfundur fyrir þau samstarfsverkefni sem fengu úthlutað styrk í fyrri umsóknarfresti Erasmus+ árið 2022. Að þessu sinni voru 17 verkefni styrkt um samtals 3.640.000 evrur eða um 512 milljónir króna.

Lesa meira

31.8.2022 : Næsti umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+ er 4. október nk.

Kynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk. 

Lesa meira

29.8.2022 : Mennta- og menningarsvið þakkar frábærar móttökur á Egilsstöðum

Mennta- og menningarsvið Rannís stóð fyrir opnum kynningarfundi á Austurbrú á dögunum, þar sem Austfirðingum voru kynnt tækifæri innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. 

Lesa meira

25.8.2022 : Spennandi námskeið um náms- og starfsráðgjöf

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða í sameiningu upp á rafrænt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem kynntar verða grunnhugmyndir um ráðgjöf fyrir fólk sem hyggur á nám erlendis, erlenda nemendur sem eru hér í námi og þá sem snúa heim að námi loknu.

Lesa meira

24.8.2022 : Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill heyra frá þér

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir Erasmus+ sem almennilegur er hvattur til að taka þátt í.

Lesa meira

23.8.2022 : Starfar þú í fullorðinsfræðslu?

Það er ánægjulegt að tilkynna að EPALE samfélagssöguverkefnið er í gangi og hægt er að taka þátt í því til 30. október 2022! 

Lesa meira

23.8.2022 : Nýtt OLS-kerfi til að efla tungumálakunnáttu þátttakenda

Erasmus+ og European Solidarity Corps bjóða þeim sem fara milli landa vegna náms, þjálfunar og sjálfboðaliðastarfa að kynna sér tungumál og menningu með kerfinu Online Language Support (OLS). Kerfið hefur verið endurbætt til að koma betur til móts við þarfir notenda og veita almenningi grunnaðgang jafnvel þó ekki sé um þátttakendur í áætlununum að ræða. 

Lesa meira

19.8.2022 : Vel heppnuð sumarhátíð unga fólksins!

Hátíðarstemning ríkti í Laugardalnum í gær, fimmtudaginn 18. ágúst, þegar Rannís blés til sumarveislu í sundlauginni í tilefni af Evrópuári unga fólksins.

Lesa meira

9.8.2022 : Verið velkomin á sumarhátíð unga fólksins 18. ágúst!

Í tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. 

Lesa meira

8.8.2022 : Styrkir til verkefna og viðburða á Evrópuári unga fólksins

Valin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli. 

Lesa meira

4.8.2022 : A new volcanic eruption south-west of Reykjavik

Information for Erasmus+ and ESC participants in the area

Lesa meira

3.8.2022 : Landbúnaðarháskóli Íslands bætist í hóp evrópskra háskólaneta

Í lok júlí tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni. Um er að ræða 16 net sem áður höfðu verið samþykkt auk fjögurra nýrra. Eitt netanna ber heitið UNIgreen og í því á Landbúnaðarháskóli Íslands sæti.

Lesa meira
Hressir unglingar

5.7.2022 : Sumarlokun Erasmus+

Landsskrifstofa Erasmus+ verður lokuð frá og með 11. júlí til og með 5. ágúst. Við opnum aftur 8. ágúst.

Með kærri sumarkveðju,

Starfsfólk Erasmus+

23.6.2022 : Ánægjulegur upphafsfundur

Þann 31. maí var haldinn upphafsfundur í Hannesarholti fyrir þau sem hlutu styrk fyrir samfélagsverkefni European Solidarity Corps og æskulýðsverkefni Erasmus+ í fyrsta umsóknarfresti ársins 2022.  Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki sem námu samtals um 35 milljónum króna.  

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica