Fréttir

22.3.2023 : Erasmus+ tengslaráðstefna um græn og sjálfbær verkefni í fullorðinsfræðslu

Ráðstefnan verður haldin í Hamburg, Þýskalandi 24.-26. maí 2023. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2023

Lesa meira
Stundarglas-med-raudum-sandi

22.3.2023 : Umsóknarfrestur um samstarfsverkefni framlengdur til 24. mars

Upphaflegur umsóknarfrestur var 22. mars.

Lesa meira

14.3.2023 : Opið fyrir skráningu á fjölmargar Erasmus+ tengslaráðstefnur og vinnustofur erlendis fyrir starfsfólk á öllum skólastigum

Fjölþjóðlegar ráðstefnur og vinnustofur veita frábær tækifæri til þess að fara út og efla tengslanetið, sækja innblástur að nýjum Erasmus+ verkefnum og auka þekkingu á ýmsum sviðum.

Lesa meira

14.3.2023 : Viðburðurinn Mín framtíð 2023 er handan við hornið

Um er að ræða Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll, 16. – 18.mars. Við verðum á staðnum og hlökkum til að sjá sem flest í básnum okkar.

Lesa meira

9.3.2023 : Ný umferð af DiscoverEU – ungt fólk á ferðalagi

Í dag, 15. mars, byrjar DiscoverEU happdrættið á ný. 

Lesa meira

28.2.2023 : Norræn vefstofa um Erasmus+ nýsköpunarsamstarf – Alliances for Innovation

Markmið verkefnaflokksins er að efla nýsköpun í Evrópu með auknu samstarfi og miðlun þekkingar milli starfsmennta, háskóla, rannsókna og atvinnulífs. Nýsköpunarsamstarf gerir menntastofnunum kleift að þróa nám sem tekur mið af færniþörf á vinnumarkaði, ekki síst með áherslu á græna og stafræna færni og frumkvöðlahugsun. 

Lesa meira

20.2.2023 : Hvernig ætti nám og þjálfun erlendis að líta út í framtíðinni?

Landskrifstofa vekur athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um framtíð náms og þjálfunar erlendis. Markmiðið er að veita almenningi upplýsingar um stefnumótun á þessu sviði og að safna viðhorfum og gögnum sem málinu tengjast. 

Lesa meira

14.2.2023 : Um 90 milljónum króna úthlutað til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Í lok árs 2022 voru samþykkt sjö ný samstarfsverkefni í Erasmus+ sem hlutu styrki fyrir samtals 580.000 evrur, eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Landskrifstofa bauð verkefnisstjórum og ábyrgðaraðilum verkefnanna á upphafsfund í Rannís þann 1. febrúar til að skrifa undir samninga, fara yfir helstu atriði verkefnastjórnunar í Erasmus+ og fagna frábærum árangri. 

Lesa meira

7.2.2023 : Erasmus+ vefstofur fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum um styrki í Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi skipuleggur tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni. Þau bjóða mennta- og æskulýðgeiranum upp á fjölbreytt tækifæri til að innleiða nýjar aðferðir og styrkja starfsemi sína.  

Lesa meira

24.1.2023 : Hugmyndasmiðja og undirbúningur fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni

Ath! Þessari smiðju hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir hugmyndasmiðju og kynningu þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna með eigin hugmyndir. Hugmyndasmiðjan er ætluð kennurum, stjórnendum, stofnunum, fyrirtækjum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á að sækja um samstarfsverkefni með öðrum löndum í Evrópu. 

Lesa meira

23.1.2023 : Fab lab Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti taka þátt í 100 milljón króna Erasmus+ verkefni sem eflir græna nýsköpun

Verkefnið nefnist „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“. Eins og heitið ber með sér er markmið þess að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum, sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur.

Lesa meira

18.1.2023 : Átta verkefni hlutu styrki fyrir æskulýðsverkefni og samfélagsverkefni European Solidarity Corps

Þann 12. janúar var haldinn upphafsfundur í Borgartúni 30 fyrir þau sem hlutu styrk fyrir æskulýðsverkefni í Erasmus+ og samfélagsverkefni European Solidarity Corps í seinni umsóknarfrest ársins 2022. 

Lesa meira

13.1.2023 : Vinnið með þeim sem þið treystið

Þó nokkur tilfelli hafa komið upp undanfarin misseri þar sem sótt hefur verið í sjóði Erasmus+ á fölskum forsendum, bæði hérlendis og erlendis. Landskrifstofa vill af þeim sökum brýna fyrir umsækjendum mikilvægi þess að vanda vel valið á samstarfsaðilum sínum. 

Lesa meira

10.1.2023 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2023. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun á næstunni bjóða ólíkum markhópum til kynningarfunda, vefstofa og hugmyndasmiðja til að kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í evrópsku samstarfi í mennta- og æskulýðsstarfi. 

Lesa meira

3.1.2023 : Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2023.

Lesa meira

19.12.2022 : Erasmus+ fagnaði 35 ára afmæli á árinu sem er að líða

Lokahátíð og afmælisráðstefna var haldin í þann 14. desember síðastliðinn í EGG ráðstefnuhöllinni í Brussel. Þar komu saman Erasmus+ styrkþegar frá fjölmörgum þátttökulöndum, starfsfólk landskrifstofa og fulltrúar félagasamtaka og stofnana víðsvegar í Evrópu.

Lesa meira

8.12.2022 : Vel tekið á móti Eurodesk á Grundarfirði

Stoðverkefnið Eurodesk skipulagði heimsókn til Grundarfjarðar á dögunum og kynnti tækifæri erlendis fyrir ungt fólk á staðnum. Kynningarnar voru gerðar í samstarfi við Alicju Chajewsku sem býr á Grundarfirði og voru því í boði á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. 

Lesa meira

7.12.2022 : Vel heppnuð ráðstefna styrkþega æskulýðsáætlana í Osló

Landskrifstofur Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar halda reglulega ráðstefnu þar sem styrkþegum er boðið að taka þátt. Þarna voru styrkþegar þeirra æskulýðsverkefna sem eru enn yfirstandandi. Að þessu sinni fór ráðstefnan fram 28. nóvember – 1. desember í Osló í Noregi.

Lesa meira

5.12.2022 : Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn er í dag!

Af því tilefni býður Rannís upp á kynningarpartý í Stúdentakjallaranum milli kl.20:00 - 22:00 á evrópsku sjálfboðastarfi fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Starfsfólk Rannís mun kynna tækifærin og evrópskir sjálfboðaliðar sem staðsettir eru á Íslandi munu kynna sín verkefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og spunahópurinn Eldklárar og eftirsóttar verða með spunaatriði um sjálfboðaliðastarf á ensku.

Lesa meira

2.12.2022 : Íslenskir nemendur líklegri til að halda sig innan Norðurlandanna í Erasmus+ skiptinámi en aðrir norrænir háskólanemar samkvæmt nýrri samanburðarrannsókn

Niðurstöður norrænnar rannsóknar benda til að það er ýmislegt ólíkt á milli háskólanema á Norðurlöndunum sem fara í Erasmus+ skiptinám. Borið var saman hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun þeirra að taka þátt í Erasmus+ og hvernig þau upplifðu þátttöku sína. Meðan sum taka þátt í Erasmus+ til þess að upplifa nýtt land, nýja menningu og nýtt tungumál eru önnur sem velja að fara í skiptinám vegna akademískra ástæðna og líta á þátttöku sína í Erasmus+ sem tækifæri til þess að efla sig í námi og starfi. Síðarnefndi hópurinn virðist vera ánægðari með dvöl sína en þau sem völdu að fara vegna menningarlegra ástæðna.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica