Fréttir

25.11.2022 : European Solidarity Corps auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2023

Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2023 í sjálfboðaliðaáætlun sinni. Hún styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.

Lesa meira

23.11.2022 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2023

Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2023. Af ýmsu er að taka fyrir stofnanir og samtök hér á landi sem vilja efla starfsemi sína í þágu mennta- og æskulýðsmála í samstarfi við önnur lönd. Í fyrsta sinn er nú hægt að sækja um ferðir fyrir starfsfólk í íþróttum.

Lesa meira

22.11.2022 : Tökum þátt í inngildingu: Leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópskum æskulýðsverkefnum

Nýjar kynslóðir áætlananna Erasmus+ and European Solidarity Corps Programmes 2021-2027 eru mun meira inngildandi en þær fyrri . Sérstakur fjárstuðningur til að jafna tækifæri, ný verkefnasnið, einfölduð umsóknarferli og fleiri tækifæri til þjálfunar og tengslamyndunar hafa auðveldað áætlununum að ná til ungmenna sem hafa færri tækifæri en félagar þeirra til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Lesa meira

14.11.2022 : Töflustund gefur gull í mund

Á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps starfar fjölbreyttur hópur fólks sem fæst við umsýslu áætlananna frá upphafi til enda.

Lesa meira

8.11.2022 : Ráðstefna á Akureyri um inngildingu á landsbyggðinni

Landskrifstofa Erasmus+ stóð 1.-3. nóvember fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni „Rural Inclusion in Erasmus+“. Ráðstefnan var ætluð kennurum sem starfa í skólum á landsbyggðinni sem hafa áhuga á að bæði efla og alþjóðavæða skólastarfið sitt og samstarfið sín á milli. Samtals voru þátttakendur 56 talsins frá 14 Evrópulöndum. 

Lesa meira

7.11.2022 : Witamy na webinarium o różnorodnych możliwościach

Eurodesk Iceland i Islandzka Narodowa Agencja Programu Erasmus+ serdecznie zaprasza młodych, polskojęzycznych mieszkańców Islandii na sesję internetową na temat możliwości w zakresie mobilności, które czekają na nich w Europie i poza nią.

Lesa meira

2.11.2022 : Kynning á alþjóðlegu samstarfi á sviði starfsmenntunar

Þann 7. desember 2022 kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma verður haldin kynning á alþjóðlegum samstarfsnetum aðila í starfsmenntun, sem er nýjung í Erasmus+. Öllum áhugasömum um tækfæri á alþjóðasamstarfi í starfsmenntun og starfsþjálfun er velkomið að taka þátt, en kynningin fer fram á vefnum. 

Lesa meira

28.10.2022 : Hver er þín skoðun á European Solidarity Corps?

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir European Solidarity Corps sem þátttakendur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í.

Lesa meira

20.10.2022 : Blönduð hraðnámskeið í brennidepli á Bifröst

Landskrifstofa stóð fyrir fjölþjóðlegum viðburði í Háskólanum á Bifröst dagana 10.-12. október þar sem starfsfólki evrópskra háskóla gafst kostur á að deila reynslu sinni við að skipuleggja og framkvæma blönduð hraðnámskeið í Erasmus+. Um 50 manns frá 21 Evrópulandi tók þátt í viðburðinum. 

Lesa meira

13.10.2022 : Umsóknarfrestur um evrópsk háskólanet opinn til 31. janúar

Evrópsk háskólanet í Erasmus+ takast á við samfélagslegar áskoranir með öflugu alþjóðastarfi. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um háskólanet í fjórða skipti og eru alls 384 milljónir evra til úthlutunar

Lesa meira

11.10.2022 : Fyrsta alþjóðlega ráðstefna Euroguidance haldin 30. nóvember 2022

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi vekur athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu Euroguidance netverksins sem fer fram þann 30. nóvember 2022 í Prag, Tékklandi en verður einnig streymt á netinu. 

Lesa meira

10.10.2022 : Erasmus+ vefstofa um aðild að Erasmus+ áætluninni

Miðvikudaginn 12. október kl. 14:00-15:30 heldur Landskrifstofa Erasmus+ vefstofu um aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem starfa á þeim skólastigum.

Lesa meira

26.9.2022 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september!

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 26. september árið 2001, en það ár var tileinkað evrópskum tungumálum. Dagurinn hefur síðan þá verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og miljónir manns víðsvegar um Evrópu skipuleggja eða taka þátt í viðburðum þennan dag með það markmið að efla tungumálafjölbreytileika og hæfni til að tala önnur tungumál. 

Lesa meira
FACEBOOK-POST-1200X627

22.9.2022 : Það styttist í Erasmus daga, 13. - 15. október 2022

Það er aftur komið að þessum frábæra viðburði og nú í sjötta skiptið! 

Lesa meira

21.9.2022 : 35 ára afmæli Erasmus+ fagnað í Brussel

Þann 20. september var mikið um dýrðir í Brussel þegar Erasmus+ fagnaði sínum gæfuríku 35 árum. Á þeim tíma hefur áætlunin snert líf margra milljóna Evrópubúa og eflt samheldni og samstarf þvert á landamæri. Dumitrita Simion þátt í afmælisviðburðinum fyrir Íslands hönd.  

Lesa meira

20.9.2022 : Lestarævintýri um Evrópu fyrir allt ungt fólk – sérstakur umsóknarfrestur 4. október

Vissir þú að DiscoverEU veitir ungu fólki tækifæri til að uppgötva Evrópu með lest? Landskrifstofa kallar eftir umsóknum um styrk fyrir ungt ævintýrafólk sem þarf aukalegan stuðning við að ferðast. 

Lesa meira

7.9.2022 : Viðurkenning á námi erlendis – láttu heyra frá þér!

Um þessar mundir stendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rannsókn varðandi mat á námsgráðum á háskóla- og framhaldsstigi og þeirri hæfni sem nemendur afla sér við nám og þjálfun erlendis. 

Lesa meira

2.9.2022 : Hægt að sækja um styrki fyrir allar tegundir æskulýðs- og ungmennaverkefna fyrir 4. október

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í allar tegundir styrkja fyrir æskulýðs- og ungmennaverkefni. Umsóknarfresturinn er 4. október og framundan eru kynningarfundir og opið “Application lab” þar sem öllum gefst tækifæri til að fá aðstoð við að móta hugmynd að verkefni og umsókn.

Lesa meira

31.8.2022 : Styrkir veittir til 17 nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Þann 25. ágúst var haldinn upphafsfundur fyrir þau samstarfsverkefni sem fengu úthlutað styrk í fyrri umsóknarfresti Erasmus+ árið 2022. Að þessu sinni voru 17 verkefni styrkt um samtals 3.640.000 evrur eða um 512 milljónir króna.

Lesa meira

31.8.2022 : Næsti umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+ er 4. október nk.

Kynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica