Fréttir

16.4.2024 : Opnað fyrir Discover EU umsóknir

50 íslensk ungmenni á 18. aldursári fá Discover EU passa til að ferðast með lest um Evrópu. 200 Íslendingar hafa fengið passann síðustu ár. Umsóknarfrestur opnaði í dag og er til 30. apríl.

Lesa meira

12.4.2024 : Vinnustofa í vegglist í evrópsku ungmennavikunni

Eurodesk hélt námskeið í vegglist fyrir ungt fólk um síðustu helgi í tilefni af evrópsku ungmennavikunni sem senn gengur í garð. Tilgangur námskeiðsins var að gefa ungu fólki tækifæri til að koma röddum sínum á framfæri í gegnum list.

Lesa meira

9.4.2024 : Í átt að sameiginlegri evrópskri háskólagráðu

Þann 27. mars gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út nýjan stefnuramma fyrir háskólastigið sem ætlað er að efla samvinnu milli háskóla. Lokamarkmið stefnunnar er að setja á fót evrópska háskólagráðu. 

Lesa meira

9.4.2024 : Evrópska ungmennavikan er handan við hornið

Evrópska ungmennavikan verður haldin dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk til að hafa áhrif og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Lesa meira

4.4.2024 : Næsti umsóknarfrestur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps er 7. maí

Umsóknarfrestur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps er á næsta leiti, eða þriðjudaginn 7. maí kl. 10 að íslenskum tíma. Landskrifstofa hefur skipulagt fjölbreytta viðburði í apríl til að styðja við umsækjendur í ferlinu. 

Lesa meira
Image

7.3.2024 : Hvað þarftu að vita fyrir lestarferðalag?

Tvisvar á ári eru fimmtíu íslensk ungmenni dregin út í gegnum DiscoverEU. Þau fá flugmiða út auk Interrail lestarpassa og fá evrópska menningu beint í æð. Hópurinn hittist á kynningarfundi þar sem farið var yfir þá möguleika sem standa þeim til boða.

Lesa meira

7.3.2024 : Brennandi áhugi á Evrópustyrkjum miðað við fyrstu umsóknarfresti ársins í Erasmus+ og European Solidarity Corps

Alls hafa um 170 umsóknir um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) styrki borist Landskrifstofunni á Íslandi það sem af er ári. Afgreiðsla þeirra stendur nú yfir og niðurstöðurnar liggja fyrir á næstu mánuðum.

Lesa meira

15.2.2024 : Nýjar reglur um hámark umsókna um samstarfsverkefni

Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á nýjungum sem snúa að hámarki umsókna um samstarfsverkefni sem koma fram í uppfærðri handbók Erasmus+.

Lesa meira

9.2.2024 : Tæpir tveir milljarðar króna til íslenskra Erasmus+ og ESC verkefna á árinu 2023

Fyrir áramót fór fram síðasta úthlutun ársins. Um var að ræða sex náms- og þjálfunarverkefni í æskulýðshluta Erasmus+ og ellefu samstarfsverkefni sem hlutu styrk að þessu sinni, sem og þrjú samfélagsverkefni og fjögur sjálfboðaliðaverkefna í European Solidarity Corps. Þá hlutu 26 stofnanir og samtök aðild að Erasmus+. 

Lesa meira

6.2.2024 : Eurodesk gerir samning við Hitt Húsið

Sú tímamót urðu í starfsemi Eurodesk á Íslandi í síðustu mánuði að gengið var til samstarfs við Hitt Húsið og því falið hlutverk svokallaðs margfaldara (e. multiplier). Eurodesk er eitt af stoðverkefnum Erasmus+ og sér um að veita ungu fólki upplýsingar um tækifæri til að fara til útlanda. Með samningnum tekur Hitt Húsið að sér það hlutverk að miðla áfram þessum upplýsingum til sinna skjólstæðinga. 

Lesa meira

1.2.2024 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2024 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Lesa meira

1.2.2024 : Opið fyrir umsóknir um hæfnismótun í starfsmenntun til 29. febrúar

Verkefni á sviði hæfnismótunar í starfsmenntun (Capacity building in the field of Vocational Education and Training - CB VET) eru alþjóðleg samstarfsverkefni stofnana sem koma að starfsmenntun í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar og löndum sem ekki hafa beina aðild að henni.

Lesa meira

29.1.2024 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir og skýrslur í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.

Lesa meira

26.1.2024 : Nýr bæklingur um græn verkefni í Erasmus+ og ESC

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref.

Lesa meira

25.1.2024 : Evrópuári unga fólksins fylgt eftir með aðgerðum

Árið 2022 var Evrópuár unga fólksins í Evrópu. Með því að tileinka árið ungu fólki vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefa þessari kynslóð vettvang til þess að deila sinni sýn á framtíð álfunnar. Ljóst er þó að ekki er einungis mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist heldur einnig að á hana sé hlustað. Því hefur Evrópuári unga fólksins nú verið fylgt eftir með 60 aðgerðum sem beinast að ungu fólki.


Lesa meira

22.1.2024 : Hvað finnst þér um European Solidarity Corps?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á European Solidarity Corps (ESC) áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 5. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

19.1.2024 : Umsóknarfrestur og upplýsingafundur um stefnumótandi verkefni í Erasmus+

Umsóknarfrestur er nú opinn um KA3 verkefni sem styðja styrkhafa í að prófa sig áfram með ákveðna stefnumótun á sviði menntunar. Um er að ræða miðstýrðan verkefnaflokk, en það þýðir að umsjón með honum er ekki í höndum landskrifstofa heldur skrifstofunnar Education and Culture Executive Agency (EACEA), sem starfar í í Brussel. Sú skrifstofa stendur fyrir upplýsingafundi um frestinn og fer hann fram á netinu þann 6. febrúar. 

Lesa meira

15.1.2024 : Lifandi lýðræði: Evrópska ungmennavikan 2024

Árið 2024 verður Evrópska ungmennavikan haldin hátíðleg dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk og þeim frábæra árangri sem náðst hefur í æskulýðsstarfi.

Lesa meira

4.1.2024 : Fundir í Borgarnesi og á Selfossi á vegum Rannís

Vinsamlegast athugið: vegna veðurs er fundi á Selfossi 18. janúar frestað. Þriðjudaginn 16. janúar verður kynning á vegum Rannís í Borgarnesi og fimmtudaginn 18. janúar sækir Rannís Selfoss heim og munu fulltrúar Rannís kynna ýmis tækifæri og styrki, m.a. Erasmus+ og Nordplus.

Lesa meira

22.12.2023 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ loka skrifstofunni yfir hátíðirnar frá og með 23. desember og fram yfir áramót. Við opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar 2024. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica