Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á Erasmus+ áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 8. desember næstkomandi.
Lesa meiraTveir Íslendingar tóku þátt í alþjóðlegri Erasmus+ ráðstefnu um evrópsk háskólanet sem haldin var fyrr á þessu ári. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Spreading Innovative Results from European University Alliances to Other Higher Education Institutions“ og var haldin í Bergen í Noregi.
Við hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).
Lesa meiraNú styttist í Erasmus daga 2023 og er þetta í sjöunda skiptið sem þeir fara fram. Eins standa þeir yfir lengur en áður.
Lesa meiraLandskrifstofan býður í kaffi mánudaginn 4. september á Ketilkaffi, Akureyri. Þar býðst styrkþegum og áhugasömum umsækjendum að grípa sér kaffibolla, setjast og spjalla við starfsfólk landskrifstofunnar í afslappandi umhverfi. Öll velkomin sem hafa spurningar um áætlunina eða langar að ræða núverandi eða möguleg framtíðar verkefni.
Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.
Lesa meiraFjórir íslenskir kennarar tóku þátt í ráðstefnunni „Creating Contacts for Accredited Organisations 3.0“ í Svíþjóð í lok apríl. Hér fylgir frásögn þeirra af ferðinni.
Þann 28. til 30. apríl sl. safnaði Framkvæmdastjórn ESB saman hópi almennra borgara í þriðja og síðasta skiptið til að ræða það hvernig auka mætti tækifæri fyrir nám og þjálfun utan landsteina fyrir allt fólk. Þá komu saman 150 borgarar frá 27 Evrópuríkjum sem voru valdir af handahófi til þess að ræða hverjar væru helstu hindranir fyrir hreyfanleika. Niðurstöður hópsins voru 21 tillaga sem hafa það markmið að auka hreyfanleika nemenda, kennara og starfsfólks til útlanda.
Mánudaginn 14. ágúst síðastliðinn, hélt Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi í fyrsta skipti hitting fyrir DiscoverEU ferðalanga, eða svokallað „DiscoverEU Meet-up“. Þetta er annað árið sem Ísland tekur þátt í DiscoverEU, en verkefnið var fært undir Erasmus+ árið 2022.
Lesa meiraLandskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði.
Lesa meiraUmsóknarfrestur til og með 8. september 2023
Lesa meiraEr þitt félag eða þinn hópur að hugsa um að halda lítinn viðburð eða framkvæma stutt verkefni í haust? Hvort sem það er gestafyrirlestur, pizzupartý eða pílumót getur þú sótt um allt að 200.000 kr. í styrk!
Lesa meiraInformation for Erasmus+ and ESC participants in the area
Lesa meiraSkrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 10. júlí til og með 7. ágúst.
Lesa meiraVilt þú vinna 700 evrur, fá umfjöllun um verkefnið þitt á kynningarrás SALTO og ferðast til Póllands í október? SALTO-verðlaunin eru árlega veitt framúrskarandi verkefni sem hafa hlotið styrk frá Erasmus+ eða European Solidarity Corps á sviði æskulýðsstarfs, menntunar eða þjálfunar.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og barnamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2023 verði veitt í október.
Lesa meiraFerðafrásögn tveggja kennara sem fóru á Erasmus+ tengslaráðstefnu um inngildingu með tæknina að leiðarljósi.
Lesa meiraRáðstefnan Verum græn með Erasmus+ vakti athygli á grænum markmiðum evrópskra samstarfsáætlana miðvikudaginn 7. júní í Veröld, húsi Vigdísar. Um 60 gestir voru í salnum og um 100 gestir fylgdust með í streymi.
Lesa meiraRáðstefna 7. júní 2023 kl.14-17 í Veröld - húsi Vigdísar og í streymi.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.