Erasmus+ tengslaráðstefna um græn og sjálfbær verkefni í fullorðinsfræðslu

22.3.2023

Ráðstefnan verður haldin í Hamburg, Þýskalandi 24.-26. maí 2023. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2023

Heiti viðburðar: Going green in Erasmus+: Project development and mobilities in the field of ecologic sustainability in adult education

Fyrir: Aðila í fullorðinsfræðslu sem hafa áhuga á að sækja um Erasmus+ verkefni með áherslu á sjálfbærni, hvort sem það er samstarfsverkefni (KA2) eða nám og þjálfun (KA1). Nýliðar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Tungumál: Enska

Hvar: Hamburg, Þýskalandi

Hvenær: 24.-26. maí 2023

Umsóknarfrestur: Til og með 24. mars 2023

Sótt er um á heimasíðu Salto

Þema og markmið:

Markmið þessarar tengslaráðstefnu er að veita þátttakendum tækifæri til þess að fræðast um grænar og sjálfbærar áherslur í Erasmus+ verkefnum, efla tengslanet sitt og kynnast mögulegum samstarfsaðilum fyrir Erasmus+ verkefni. Áætlað er að um 50 þátttakendur frá 18 löndum taka þátt í þessar tengslaráðstefnu. Nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto.

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landsskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica