Í síðustu viku stóð Landskrifstofa Erasmus+ fyrir tveimur vinnustofum um inngildingu í Erasmus+ verkefnum. Markmið vinnustofanna var að hvetja styrkþega Erasmus+ til að íhuga hvernig þau geta stuðlað að aukinni inngildingu – ekki aðeins innan verkefnanna heldur einnig sem hluta af sinni daglegu starfsemi.
Lesa meiraÍ tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund í menntun stóð Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí í Eddu. Hún bar yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar og beindi sjónum að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Lesa meiraGuðný og Hildur tóku þátt í lifandi og innblásinni eTwinning ráðstefnu fyrir tungumálakennara í Graz, Austurríki, þar sem 55 kennarar frá 13 Evrópulöndum komu saman til að efla alþjóðlegt samstarf í tungumálakennslu.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ á Íslandi leggur áherslu á öflugt og gott samstarf við alþjóðafulltrúa skóla og stofnana áætlunarinnar. Til
þess að fá betri yfirsýn yfir það sem vel er gert og hvað mætti betur fara í
alþjóðastarfi var ráðist í að framkvæma
könnun meðal alþjóðafulltrúa í starfsmenntaskólum og stofnunum um land allt í
lok ársins 2024.
Landskrifstofa Erasmus+ auglýsir eftir umsóknum um viðurkenningu fyrir Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu (European Innovative Teaching Award – EITA). Í ár er Evrópumerkið fyrir nýbreytni á sviði tungumálakennslu og -náms hluti af þeim verðlaunum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2025.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.