Fréttir: febrúar 2025

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
Helsinki

14.2.2025 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Vinnustofa um gervigreind og virka borgaravitund í Helsinki

Ertu kennari á yngsta- eða miðstigi og hefur áhuga á að læra hvernig gervigreind (AI) getur verið hluti af kennslu? Viltu kanna hvernig AI tengist virku borgaravitundarhlutverki nemenda? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig.

eTwinning á Íslandi býður kennurum tækifæri til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Helsinki dagana 4.–6. september 2025. Þar munu kennarar frá Norðurlöndunum koma saman og vinna að hugmyndum um hvernig hægt er að samþætta gervigreind og lýðræði í skólastarfi.

Lesa meira

10.2.2025 : Viltu byggja upp framúrskarandi starfsmenntun á þínu fagsviði?

Næsti umsóknarfrestur um Öndvegissetur starfsmenntunar (e. Centres of Vocational Excellence) er 11. júní 2025. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður áhugasömum á sérstaka vefstofu sem er kjörin til að kynna sér málið betur. Allt um evrópsk Öndvegissetur starfsmenntunar á vefstofu 20. febrúar. 

Lesa meira

3.2.2025 : We Lead: Leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu

Markmið verkefnisins var að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Oft hallar á hlut kvenna í störfum þeirra innan ferðaþjónustunnar þegar litið er til þátta eins og launa, vinnuaðstæðna og möguleikum á stöðuhækkun. Verkefnið hefur skilað góðum og áhugaverðum niðurstöðum sem eru öllum aðgengileg.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica