Fréttir: nóvember 2023

30.11.2023 : Hærri fjárhæðir og aukinn sveigjanleiki – ESC auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2024

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2024 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.

Lesa meira

29.11.2023 : Erasmus+ býður í aðventukaffi

Fimmtudaginn 7. desember kl. 14:30 hjá Rannís, Borgartúni 30.

Langar þig að fræðast um Erasmus+ áætlunina og þau tækifæri sem eru í boði með óformlegu kaffispjalli á aðventunni?

Lesa meira

28.11.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2024

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2024. Alls munu 4,3 milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af 13 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti. 

Lesa meira

28.11.2023 : Evrópa á ferð og flugi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mótað stefnu um framtíð náms og þjálfunar erlendis: Evrópu á ferð og flugi eða „Europe on the Move“. Hún snýr að því að auka til muna fjölda þeirra nemenda sem læra eða hljóta þjálfun í öðru Evrópulandi.

Lesa meira

22.11.2023 : Inngilding er í þágu alls samfélagsins – frásögn af ráðstefnu í Berlín

Skref í átt að inngildandi alþjóðavæðingu á háskólastiginu (e. Moving closer to inclusive internationalization in Higher Education) var titill ráðstefnu sem fimm þátttakendur frá Íslandi tóku þátt í dagana 8.-10. nóvember 2023. Ráðstefnan var afurð samstarfs landskrifstofa undir yfirheitinu Inngilding á háskólastigi (e. Social Inclusion in Higher Education) sem hefur síðastliðin þrjú ár unnið að málefnum sem snúa að inngildingu innan Erasmus+ á háskólastigi. 

Lesa meira

21.11.2023 : Ný og uppfærð vefsíða eykur aðgengi að upplýsingum um nám erlendis

Nýr vefur Upplýsingastofu um nám erlendis, Farabara.is , fór í loftið á dögunum í stórlega endurbættri útgáfu sem virkar mun betur í snjalltækjum en áður. Farabara.is er alhliða upplýsingavefur fyrir öll þau sem hyggja á nám erlendis.

Lesa meira

20.11.2023 : Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu og gæðaviðurkenningar eTwinning

Verzlunarskóli Íslands hlaut á dögunum Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu fyrir verkefnið „Technology in Education and Every Day Life – The Path to Digital Citizenship. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 14. nóvember á KEX Hostel og við sama tilefni voru veittar gæðaviðurkenningar eTwinning.

Lesa meira
RAN01227

16.11.2023 : Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag hlýtur Evrópumerkið

Þann 14. nóvember fór fram evrópsk verðlaunaafhending fyrir nýsköpun í menntun. Þar veitti forstöðumaður Rannís, Ágúst H. Ingþórsson Evrópumerkið fyrir hönd mennta- og barnamálaráðherra, en það er viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu. 

Lesa meira

14.11.2023 : Alþjóðastarf í starfsmenntun, það borgar sig!

Málstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun verður haldin á Nauthóli, mánudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:30. Kynnt verður rannsókn sem gerð var meðal nemenda í starfsmenntun sem hafa farið í starfsþjálfun til Evrópu með styrk frá Erasmus+ áætluninni, en þau telja reynsluna verulega verðmæta, bæði faglega og félagslega. 

Lesa meira

13.11.2023 : Seismic activity in the Reykjanes Peninsula

Information for Erasmus+ and ESC participants in the area

Lesa meira
Morgunverdarfundur-22.11.2023

1.11.2023 : Morgunverðarfundur fyrir náms- og starfsráðgjafa

Euroguidance og Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða til morgunverðarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa, miðvikudaginn 22. nóvember.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica