Lokað frá 11:15 - 15:00.
Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með haustönn 2026. Sendiherrar styðja við framþróun eTwinning, veita ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í norrænu og evrópsku netstarfi. Sérstaklega er leitað að sendiherrum á Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum, en allar umsóknir eru hjartanlega velkomnar.
Lesa meira
Evrópusambandið hefur hafið opið samráð um leiðir til að einfalda viðurkenningu á menntun og hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB sem vilja starfa í löndum sambandsins. Frestur til að taka þátt í samráðinu er 27. febrúar.
Lesa meira
Nýlega lauk Europass-leiknum 2025 og bar Aron Elí Sævarsson sigur úr býtum og tryggði sér 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair. Í leiknum sendu þátttakendur inn ferilskrá og var dregið úr þeim.
Lesa meira
Euroguidance á Íslandi styrkti þátttöku tveggja íslenskra náms- og starfsráðgjafa á Euroguidance European Conference í Riga dagana 2.–3. desember. Ráðstefnan fjallaði um framtíð náms- og starfsráðgjafar í Evrópu, ævilanga ráðgjöf, breytingar á vinnumarkaði og græna færni, auk þess sem hún skapaði mikilvæg tækifæri til alþjóðlegrar tengslamyndunar.
Lesa meira
Ertu kennari eða skólastjórnandi í leik- eða grunnskóla með áhuga á alþjóðlegu samstarfi í gegnum eTwinning? Þá býður eTwinning á Íslandi upp á tvö spennandi tækifæri vorið 2026. Annars vegar ráðstefna í Prag fyrir leik- og grunnskólakennara og hins vegar ráðstefna í Þessalóníku fyrir skólastjórnendur.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.