Fréttir: janúar 2023

24.1.2023 : Hugmyndasmiðja og undirbúningur fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni

Ath! Þessari smiðju hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir hugmyndasmiðju og kynningu þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna með eigin hugmyndir. Hugmyndasmiðjan er ætluð kennurum, stjórnendum, stofnunum, fyrirtækjum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á að sækja um samstarfsverkefni með öðrum löndum í Evrópu. 

Lesa meira

23.1.2023 : Fab lab Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti taka þátt í 100 milljón króna Erasmus+ verkefni sem eflir græna nýsköpun

Verkefnið nefnist „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“. Eins og heitið ber með sér er markmið þess að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum, sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur.

Lesa meira

18.1.2023 : Átta verkefni hlutu styrki fyrir æskulýðsverkefni og samfélagsverkefni European Solidarity Corps

Þann 12. janúar var haldinn upphafsfundur í Borgartúni 30 fyrir þau sem hlutu styrk fyrir æskulýðsverkefni í Erasmus+ og samfélagsverkefni European Solidarity Corps í seinni umsóknarfrest ársins 2022. 

Lesa meira

13.1.2023 : Vinnið með þeim sem þið treystið

Þó nokkur tilfelli hafa komið upp undanfarin misseri þar sem sótt hefur verið í sjóði Erasmus+ á fölskum forsendum, bæði hérlendis og erlendis. Landskrifstofa vill af þeim sökum brýna fyrir umsækjendum mikilvægi þess að vanda vel valið á samstarfsaðilum sínum. 

Lesa meira

10.1.2023 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2023. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun á næstunni bjóða ólíkum markhópum til kynningarfunda, vefstofa og hugmyndasmiðja til að kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í evrópsku samstarfi í mennta- og æskulýðsstarfi. 

Lesa meira

3.1.2023 : Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2024

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2024.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica