Umsóknarfrestir 2021

7.4.2021

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2021.

 

Nám og þjálfun

Menntun: 18. maí 2021 kl. 10 (seinkað, var áður 11. maí) og 19. október kl. 10 fyrir aðild

Æskulýðsstarf: 18. maí kl. 10 (seinkað, var áður 11. maí) og 5. október 2021 kl. 10.

Samstarfsverkefni

21. maí kl. 10 (seinkað, var áður 20. maí) og 3. nóvember kl. 11.

Í menntahluta er til úthlutunar um 8 milljónir evra og í æskulýðshluta um 2,5 milljónir evra.

European Soldarity Corps: Sjálfboðaliðaverkefni og Samfélagsverkefni

Sækja þarf um Gæðavottun áður en sótt er um fjármagn fyrir sjálfboðaliðaverkefnum.  Hægt er að skila inn umsóknum í Gæðavottun til 31.12.2021.

Sjálfboðaliðaverkefni: 28. maí kl. 10 og 5. október kl. 10.

Samfélagsverkefni: 28. maí kl. 10 og 5. október kl. 10.

Í European Solidarity Corps áætluninni er 0,5 milljón evra til úthlutunar í sjálfboðaliða- og Samfélagsverkefni.

Erasmus aðild

Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum og er leið til að einfalda umsýslu og alþjóðastarf þátttakenda. 

Skólar (leik-, grunn- og framhaldsskólar), starfsmenntun og fullorðinsfræðsla: Umsóknarfrestur er til 19. október 2021 kl. 10 að íslenskum tíma.

Æskulýðsstarf: Umsóknarfrestur er til 31. desember 2021 kl. 11 að íslenskum tíma.

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.

Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina. Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Erasmus+ á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+. 

Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2021 í heild sinni.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Landsskrifstofu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica