Fréttir: 2023

10.6.2023 : Sjálfbærni í brennidepli á vel heppnaðri ráðstefnu um Erasmus+

Ráðstefnan Verum græn með Erasmus+ vakti athygli á grænum markmiðum evrópskra samstarfsáætlana miðvikudaginn 7. júní í Veröld, húsi Vigdísar. Um 60 gestir voru í salnum og um 100 gestir fylgdust með í streymi.

Lesa meira
Verum-graen-mynd-fyrir-frett

6.6.2023 : Verum græn með Erasmus+

Ráðstefna 7. júní 2023 kl.14-17 í Veröld - húsi Vigdísar og í streymi.

Lesa meira

5.6.2023 : Erasmus+ viðtal mánaðarins

Vilhjálmur Árni Sigurðsson er nemandi í 9. bekk í Hörðuvallaskóla og einn af fjölmörgum ungum Íslendingum sem hafa tekið þátt í Erasmus+ í sínu skólastarfi. Hann hefur auk þess sinnt fjölbreyttum verkefnum í leikhúsinu og á hvíta tjaldinu, svo sem aðalhlutverki í íslensku bíómyndinni Abbababb og leik í Kardimommubænum. Við tókum Vilhjálm Árna tali. 

Lesa meira
RAN00181-edit

1.6.2023 : Vinningshafi í leik Europass á Íslandi

Europass á Íslandi efndi á dögunum til leiks þar sem þátttakendur bjuggu til rafræna ferilskrá gegnum Europass vefgáttina og sendu inn til Europass á Íslandi.

Lesa meira

24.5.2023 : Meira en milljarði króna veitt til náms og þjálfunar á vegum Erasmus+

Það má með sanni segja að skólar og samtök séu í ferðahugleiðingum þetta árið. Yfir hundrað umsóknir fyrir hátt í fimm þúsund ferðir til náms og þjálfunar bárust fyrir umsóknarfrestinn í febrúar og nú hefur verið tilkynnt um þær sem hljóta brautargengi. Styrkirnir nema 7,5 milljónum evra, sem jafngildir 1,1 milljörðum íslenskra króna. 

Lesa meira
Ung manneskja að fagna, heldur á bók. Texti: Engage, Connect, Empower EU Youth Strategy

9.5.2023 : Opið samráð um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins. Samráðið er opið öllum en ungt fólk og aðrir hagsmunaaðilar eru sérstaklega hvött til þátttöku.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1-

8.5.2023 : Vilt þú vinna gjafabréf með flugi til Evrópu?

Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí, blæs Europass á Íslandi til einfaldrar keppni. Vinningshafi hlýtur 100.000 kr. gjafabréf með flugi til Evrópu.

Lesa meira

24.4.2023 : Mikill áhugi á gæðavottun í European Solidarity Corps

Góð mæting var á kynningarfund um gæðavottun í European Solidarity Corps áætluninni, sem haldinn var miðvikudaginn 19. apríl síðastliðinn. European Solidarity Corps er evrópsk sjálfboðaliðaáætlun sem gefur ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að hafa jákvæð áhrif í gegnum sjálfboðastarf erlendis eða í eigin nærsamfélagi. 

Lesa meira

4.4.2023 : Útgáfuhóf vegna inngildingarbæklings

Þann 23. mars hélt Landskrifstofa Erasmus+ í samstarfi við Rökstóla Samvinnumiðstöð viðburð í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á

Erasmus+ handbók um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni. Inngilding er sérstakt áhersluatriði Erasmus+ áætlunarinnar og er eitt af markmiðunum að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku. 

Lesa meira
Stundarglas-med-raudum-sandi

22.3.2023 : Umsóknarfrestur um samstarfsverkefni framlengdur til 24. mars

Upphaflegur umsóknarfrestur var 22. mars.

Lesa meira

22.3.2023 : Erasmus+ tengslaráðstefna um græn og sjálfbær verkefni í fullorðinsfræðslu

Ráðstefnan verður haldin í Hamburg, Þýskalandi 24.-26. maí 2023. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2023

Lesa meira

14.3.2023 : Opið fyrir skráningu á fjölmargar Erasmus+ tengslaráðstefnur og vinnustofur erlendis fyrir starfsfólk á öllum skólastigum

Fjölþjóðlegar ráðstefnur og vinnustofur veita frábær tækifæri til þess að fara út og efla tengslanetið, sækja innblástur að nýjum Erasmus+ verkefnum og auka þekkingu á ýmsum sviðum.

Lesa meira

14.3.2023 : Viðburðurinn Mín framtíð 2023 er handan við hornið

Um er að ræða Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll, 16. – 18.mars. Við verðum á staðnum og hlökkum til að sjá sem flest í básnum okkar.

Lesa meira

9.3.2023 : Ný umferð af DiscoverEU – ungt fólk á ferðalagi

Í dag, 15. mars, byrjar DiscoverEU happdrættið á ný. 

Lesa meira

28.2.2023 : Norræn vefstofa um Erasmus+ nýsköpunarsamstarf – Alliances for Innovation

Markmið verkefnaflokksins er að efla nýsköpun í Evrópu með auknu samstarfi og miðlun þekkingar milli starfsmennta, háskóla, rannsókna og atvinnulífs. Nýsköpunarsamstarf gerir menntastofnunum kleift að þróa nám sem tekur mið af færniþörf á vinnumarkaði, ekki síst með áherslu á græna og stafræna færni og frumkvöðlahugsun. 

Lesa meira

20.2.2023 : Hvernig ætti nám og þjálfun erlendis að líta út í framtíðinni?

Landskrifstofa vekur athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um framtíð náms og þjálfunar erlendis. Markmiðið er að veita almenningi upplýsingar um stefnumótun á þessu sviði og að safna viðhorfum og gögnum sem málinu tengjast. 

Lesa meira

14.2.2023 : Um 90 milljónum króna úthlutað til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Í lok árs 2022 voru samþykkt sjö ný samstarfsverkefni í Erasmus+ sem hlutu styrki fyrir samtals 580.000 evrur, eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Landskrifstofa bauð verkefnisstjórum og ábyrgðaraðilum verkefnanna á upphafsfund í Rannís þann 1. febrúar til að skrifa undir samninga, fara yfir helstu atriði verkefnastjórnunar í Erasmus+ og fagna frábærum árangri. 

Lesa meira

7.2.2023 : Erasmus+ vefstofur fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum um styrki í Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi skipuleggur tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni. Þau bjóða mennta- og æskulýðgeiranum upp á fjölbreytt tækifæri til að innleiða nýjar aðferðir og styrkja starfsemi sína.  

Lesa meira

24.1.2023 : Hugmyndasmiðja og undirbúningur fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni

Ath! Þessari smiðju hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir hugmyndasmiðju og kynningu þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna með eigin hugmyndir. Hugmyndasmiðjan er ætluð kennurum, stjórnendum, stofnunum, fyrirtækjum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á að sækja um samstarfsverkefni með öðrum löndum í Evrópu. 

Lesa meira

23.1.2023 : Fab lab Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti taka þátt í 100 milljón króna Erasmus+ verkefni sem eflir græna nýsköpun

Verkefnið nefnist „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“. Eins og heitið ber með sér er markmið þess að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum, sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur.

Lesa meira

18.1.2023 : Átta verkefni hlutu styrki fyrir æskulýðsverkefni og samfélagsverkefni European Solidarity Corps

Þann 12. janúar var haldinn upphafsfundur í Borgartúni 30 fyrir þau sem hlutu styrk fyrir æskulýðsverkefni í Erasmus+ og samfélagsverkefni European Solidarity Corps í seinni umsóknarfrest ársins 2022. 

Lesa meira

13.1.2023 : Vinnið með þeim sem þið treystið

Þó nokkur tilfelli hafa komið upp undanfarin misseri þar sem sótt hefur verið í sjóði Erasmus+ á fölskum forsendum, bæði hérlendis og erlendis. Landskrifstofa vill af þeim sökum brýna fyrir umsækjendum mikilvægi þess að vanda vel valið á samstarfsaðilum sínum. 

Lesa meira

10.1.2023 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2023. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun á næstunni bjóða ólíkum markhópum til kynningarfunda, vefstofa og hugmyndasmiðja til að kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í evrópsku samstarfi í mennta- og æskulýðsstarfi. 

Lesa meira

3.1.2023 : Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica