Hefur þú kynnt þér Youthpass?

3.10.2023

Landskrifstofa Erasmus+ býður upp á námskeið fyrir þau sem vilja nýta sér Youthpass til að staðfesta þátttöku, meta lærdómsreynslu og sem tæki til ígrundunar í ungmennaskiptaverkefnum. 

Námskeiðið verður í höndum fagmanneskju á vegum Erasmus+, sem hefur mikla reynslu af passanum, bæði fyrir ungmennaskiptaverkefni sem og sjálfboðaliðaverkefni.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þátttakendur til að læra hvernig á að nota Youthpass en ekki síður til að hámarka lærdómsreynslu þátttakenda í ungmennaskiptaverkefnum og öðrum Erasmus+ verkefnum.

Námskeiðið verður haldið í fundarherbergi Rannís á 3. hæð í Borgartúni 30, fimmtudaginn 5. október kl. 16-17:30.
 Enginn þátttökukostnaður og léttar veitingar á meðan á námskeiðinu stendur.

Hlökkum til að sjá sem flest og vinsamlegast skráið þátttöku

Skrá mig á námskeið   

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Óli Örn Atlason , sérfræðingur í æskulýðshluta Erasmus+

Þetta vefsvæði byggir á Eplica