Fréttir: febrúar 2023

28.2.2023 : Norræn vefstofa um Erasmus+ nýsköpunarsamstarf – Alliances for Innovation

Markmið verkefnaflokksins er að efla nýsköpun í Evrópu með auknu samstarfi og miðlun þekkingar milli starfsmennta, háskóla, rannsókna og atvinnulífs. Nýsköpunarsamstarf gerir menntastofnunum kleift að þróa nám sem tekur mið af færniþörf á vinnumarkaði, ekki síst með áherslu á græna og stafræna færni og frumkvöðlahugsun. 

Lesa meira

20.2.2023 : Hvernig ætti nám og þjálfun erlendis að líta út í framtíðinni?

Landskrifstofa vekur athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um framtíð náms og þjálfunar erlendis. Markmiðið er að veita almenningi upplýsingar um stefnumótun á þessu sviði og að safna viðhorfum og gögnum sem málinu tengjast. 

Lesa meira

14.2.2023 : Um 90 milljónum króna úthlutað til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Í lok árs 2022 voru samþykkt sjö ný samstarfsverkefni í Erasmus+ sem hlutu styrki fyrir samtals 580.000 evrur, eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Landskrifstofa bauð verkefnisstjórum og ábyrgðaraðilum verkefnanna á upphafsfund í Rannís þann 1. febrúar til að skrifa undir samninga, fara yfir helstu atriði verkefnastjórnunar í Erasmus+ og fagna frábærum árangri. 

Lesa meira

7.2.2023 : Erasmus+ vefstofur fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum um styrki í Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi skipuleggur tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni. Þau bjóða mennta- og æskulýðgeiranum upp á fjölbreytt tækifæri til að innleiða nýjar aðferðir og styrkja starfsemi sína.  

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica