Um 90 milljónum króna úthlutað til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

14.2.2023

Í lok árs 2022 voru samþykkt sjö ný samstarfsverkefni í Erasmus+ sem hlutu styrki fyrir samtals 580.000 evrur, eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Landskrifstofa bauð verkefnisstjórum og ábyrgðaraðilum verkefnanna á upphafsfund í Rannís þann 1. febrúar til að skrifa undir samninga, fara yfir helstu atriði verkefnastjórnunar í Erasmus+ og fagna frábærum árangri. 

Styrkjunum var úthlutað í kjölfar seinni umsóknarfrests um samstarfsverkefni þann 4. október. Tekið var á móti umsóknum um smærri samstarfsverkefni í æskulýðshluta, starfsmenntun, leik-, grunn- og framhaldsskólum og fullorðinsfræðslu auk þess að einnig var í boði að sækja um stærri samstarfsverkefni í æskulýðshluta.

Verkefnin sem voru valin að þessu sinni ná yfir fjölbreytt viðfangsefni og má þar nefna áskoranir dreifðari byggða, brottfall úr skólum, loftslagsbreytingar, heilsulæsi og inngildingu í menningargeiranum. Starfsfólk Landskrifstofu óskar styrkhöfunum innilega til hamingju og hlakkar til að sjá metnaðarfull áform þeirra verða að veruleika á komandi mánuðum og árum. 

Úthlutanir í Erasmus+ og European Solidarity Corps á árinu

Meðfylgjandi myndir af fulltrúum verkefna og starfsfólki Landskrifstofu 

Fulltrúar verkefnis frá Embætti landlæknis Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Karlsdóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttir, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+

Fulltrúi frá verkefni Austan mána ehf,  Arnar Sigurðsson ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti Sverrisdóttur, verkefnisstjóra fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+

Fulltrúar frá verkefni North Counsulting ehf, Andrea Kasper og María Kristín Gylfadóttir ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttir, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+

Fulltrúi frá verkefni Frumlitum ehf, Dorothée Kirch ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti Sverrisdóttur, verkefnisstjóra fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+

Fulltrúi frá verkefni Tónlistarskóla Kópavogs, Eydís Franzdóttir ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Svandísi Ósk Símonardóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+

Fulltrúar frá verkefni SEEDS - See beyonD borders, Carolina Caspa og Oscar Uscategui ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Svandísi Ósk Símonardóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+

Fulltrúi frá verkefni frá SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva á ÍslandiVictor Berg Guðmundsson ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Svandísi Ósk Símonardóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+

Þetta vefsvæði byggir á Eplica