Fréttir: október 2025

Mynd-3

27.10.2025 : „Þetta var ómetanlegt tækifæri“ – Íris, umsjónarkennari í Norðlingaskóla, segir frá sinni fyrstu eTwinning vinnustofu

Dagana 4.–7. september tók Íris, umsjónarkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla, þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu eTwinning vinnustofu í Helsinki, Finnlandi. Hún segir reynsluna hafa verið ómetanlega – bæði faglega og persónulega – og kemur heim með nýjar hugmyndir, verkfæri og tengsl sem munu nýtast í framtíðarstarfi.

Lesa meira

23.10.2025 : Vefnámskeið á vegum Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar

Námskeið ætlað náms- og starfsráðgjöfum sem vilja efla færni sína í notkun upplýsinga um vinnumarkaðinn í sinni leiðsögn.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-

23.10.2025 : Vinnustofur fyrir tungumálakennara um Erasmus+ og eTwinning

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning á Íslandi, í samstarfi við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, bjóða tungumálakennurum á tvær rafrænar vinnustofur í nóvember. Þar verður fjallað um hvernig tungumálakennarar geta nýtt alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og eTwinning til að efla tungumálanám, menningarlæsi og alþjóðavitund nemenda.

Lesa meira

22.10.2025 : Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi

Erasmus Student Network (ESN) á Íslandi og Landskrifstofa Erasmus+ bjóða nemendum og öðrum áhugasömum að taka þátt í fyrsta landsþingi ESN-Iceland, sem haldið verður 31. október kl. 15:00 í Eddu, Háskóla Íslands. 

Lesa meira

16.10.2025 : Nýsköpun, lýðræði og tungumál í brennidepli við verðlaunaafhendingu Erasmus+

Fulltrúar skóla- og menntayfirvalda komu saman á Nauthóli í Reykjavík þegar Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ veittu Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu og eTwinning gæðaviðurkenningar. Menntaskólinn á Tröllaskaga og Dósaverksmiðjan hlutu evrópsku verðlaunin í kennslu og tungumálum og Stapaskóli hlaut viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025.

Lesa meira

7.10.2025 : Fögnum Erasmus+ dögunum 13.-18. október með stæl!

Erasmus dagar 2025 fara fram dagana 13. - 18. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ áætluninni og tækifærum hennar með samstilltu átaki. Landskrifstofan hvetur styrkhafa til að nota tækifærið og deila framlagi sínu og reynslu. 

Lesa meira

1.10.2025 : 17 ný Erasmus+ samstarfsverkefni styrkt um nær 500 milljónir króna

Í sumar veitti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi 17 styrki til nýrra samstarfsverkefna á sviði menntunar og æskulýðsmála. Stjórnendur þessara verkefna og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Reykjavík Natura þann 25. september, fögnuðu góðum árangri og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica