Vinnustofur fyrir tungumálakennara um Erasmus+ og eTwinning

23.10.2025

  • Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning á Íslandi, í samstarfi við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, bjóða tungumálakennurum á tvær rafrænar vinnustofur í nóvember. Þar verður fjallað um hvernig tungumálakennarar geta nýtt alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og eTwinning til að efla tungumálanám, menningarlæsi og alþjóðavitund nemenda.

Alþjóðlegt samstarf getur auðgað tungumálakennslu og skapað nemendum raunveruleg tækifæri til að nota tungumál í samskiptum við jafningja víðs vegar um Evrópu. Með þátttöku í verkefnum innan Erasmus+ og eTwinning geta kennarar eflt fagþekkingu sína, aukið fjölbreytni í kennsluháttum og veitt nemendum innblástur til að læra tungumál út frá raunverulegum tengslum og menningarsamskiptum.

Á vinnustofunum verður sýnt hvernig kennarar geta nýtt þessi tækifæri í eigin starfi – bæði með því að taka þátt í verkefnum og með því að tengjast öðrum kennurum í Evrópu og þannig deila hugmyndum, reynslu og góðum starfsháttum.

Erasmus+ fyrir tungumálakennara – 5. nóvember kl. 16:00–16:45

Á þessum kynningarfundi verður farið yfir hvernig Erasmus+ getur stutt við þróun tungumálakennslu og skólastarfs með nemenda- og starfsmannaskiptum, samstarfsverkefnum og faglegri þróun kennara.
Kynntir verða helstu styrkjamöguleikar, umsóknarferlið og hvernig finna má samstarfsaðila í Evrópu.
Fundurinn hentar vel kennurum og skólastjórnendum sem vilja nýta alþjóðleg tækifæri til að efla tungumálakennslu, samstarf og faglegt nám innan Evrópu. 

eTwinning fyrir tungumálakennara – 19. nóvember kl. 16:00–16:45

Á þessari vinnustofu verður sýnt hvernig eTwinning veitir kennurum og nemendum tækifæri til að vinna saman að alþjóðlegum tungumálaverkefnum í öruggu stafrænu umhverfi.
Þátttakendur fá leiðsögn um skráningu, hvernig finna má samstarfsaðila og hefja verkefni sem fá tungumálakennsluna til að lifna við og eru hvetjandi fyrir bæði kennara og nemendur. eTwinning er hluti af European School Education Platform (ESEP) og veitir kennurum aðgang að námskeiðum, stafrænum verkfærum og tengslaneti evrópskra kennara sem sinna tungumálakennslu og alþjóðlegu samstarfi.

Um kynningarnar sjá Eydís Inga Valsdóttir, verkefnastjóra eTwinning á Íslandi, og Jón Svanur Jóhannsson, verkefnastjóri Erasmus+ á Íslandi.

Vinnustofurnar fara fram í fjarfundarbúnaði. 

Skráning fer fram hér 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica