Fréttir: 2022

23.6.2022 : Ánægjulegur upphafsfundur

Þann 31. maí var haldinn upphafsfundur í Hannesarholti fyrir þau sem hlutu styrk fyrir samfélagsverkefni European Solidarity Corps og æskulýðsverkefni Erasmus+ í fyrsta umsóknarfresti ársins 2022.  Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki sem námu samtals um 35 milljónum króna.  

Lesa meira

30.5.2022 : Tekið á móti umsóknum um viðburðastyrki tengda ungu fólki til 15. júní

Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu. 

Lesa meira

24.5.2022 : Samvinna og upplýsingagjöf lykillinn að inngildandi skiptinámi

Dagana 7. og 8. apríl fór fram ráðstefna í Stokkhólmi undir yfirskriftinni Inclusive Mobility for Higher Education og Landskrifstofunni gafst kostur á að senda tvo fulltrúa frá Íslandi til þátttöku. Inngilding er eitt af forgangsatriðum Erasmus+ og mikilvægt að finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem nemendur mæta varðandi þátttöku í áætluninni. 

Lesa meira

12.5.2022 : Verkefni mánaðarins

Jafningjafræðsla eflir ungt flóttafólk!

Maímánuður er helgaður fjölbreytileikanum í Evrópu. Því er tilvalið að nýta tækifærið og varpa ljósi á framúrskarandi Evrópuverkefni sem fór fram hér á Íslandi á vormánuðunum. Verkefnið fól í sér að skapa tengsl milli ungra Íslendinga og ungs fólks sem hefur komið til Íslands sem flóttafólk á síðustu misserum. Unga fólkið sem hópurinn hitti voru á aldrinum 14-20 ára og voru þau frá löndum eins og Afganistan, Palestínu, Íran og Venesúela. 

Lesa meira

12.5.2022 : Styrkjum veitt til 11 nýrra verkefna í European Solidarity Corps

Evrópuáætluninni European Solidarity Corps er ætlað að skapa tækifæri fyrir ungt fólk að hafa jákvæð áhrif á evrópskt samfélag og sýna samstöðu í verki. Nýverið úthlutaði Landskrifstofa um 240.000 evrum til 11 nýrra ESC-verkefna, sem öll stefna að því að takast á við áskoranir samtímans. 

Lesa meira

10.5.2022 : Geðrækt er málið!

Ráðstefnan Geðrækt er málið! var haldin á Grand Hótel þriðjudaginn 3. maí sem hluti af Erasmus+ verkefninu BUILD. Í verkefninu hafa Píeta samtökin og Hafnafjarðarbær unnið með samstarfsaðilunum Athena frá Írlandi og Social Innovation Fund frá Litháen. 

Lesa meira

9.5.2022 : Frábær eftirspurn í nám og þjálfun í Evrópu á árinu

Ferðatöskur landsmanna hafa ef til vill staðið óhreyfðar í nokkuð langan tíma en nú má með sanni segja að hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Samtök og stofnanir á sviði æskulýðs- og menntamála hafa undanfarna mánuði verið að þróa metnaðarfull verkefni til náms og þjálfunar á erlendri grundu. Fyrstu úthlutanir ársins lofa góðu því Landskrifstofa hefur veitt tæplega 4,7 milljónir evra í Erasmus+ styrki það sem af er ári. 

Lesa meira

6.5.2022 : Ungt fólk og Evrópa - innsýn í líf Íslendinga í Brussel

Vissir þú að ungt fólk hefur ýmis tækifæri til að fá starfsreynslu hjá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum? Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí og Evrópuári unga fólksins langar okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps að kynnast betur ungum Íslendingum sem starfa á fjölbreyttum vettvangi í Brussel í Belgíu.

Lesa meira

6.5.2022 : Árið 2022 er Evrópuár unga fólksins

Eftir tvö ár af heimsfaraldri er kominn tími til að horfa björtum augum fram á veginn. Til að undirstrika mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í að móta evrópskt samfélag hefur Evrópusambandið ákveðið að tileinka árið 2022 ungu kynslóðinni, framtíðarsýn hennar og þeim málefnum sem snerta hana mest. Árið 2022 er árið sem raddir ungs fólks fá að heyrast. 

Lesa meira

28.4.2022 : Rannís á Akureyri - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Akureyri heim og býður til hádegisfundar í Hofi, miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00–13:00.

Lesa meira

20.4.2022 : Innspýting í sjálfboðaliða­störf ungs fólks

Áætlanir eins og European Solidarity Corps skapa tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir. Þann 6. apríl lagði Evrópuráðið fram tilmæli um sjálfboðastörf ungs fólks sem felur í sér að auka eigi gæði þessara starfa og gera þau meira inngildandi.

Lesa meira

11.4.2022 : Ný síða um viðbrögð vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

Á vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með upplýsingum um stuðning Erasmus+ og European Solidarity Corps við fólk á flótta.

Lesa meira
Copy-of-DiscoverEU-Instagram-insert-DiscoverEU-National-logo

7.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í DiscoverEU

Evrópusambandið hefur undanfarin ár gefið 18 ára ungmennum tækifæri til að ferðast um Evrópu með lest, í gegnum frumkvæðisverkefnið DiscoverEU. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki færi á að ferðast á umhverfisvænan hátt um Evrópu, opna huga sinn gagnvart annarri menningu og kynnast nýju fólki.

Lesa meira

17.3.2022 : „Algerlega æðislegt og ég myndi gera þetta hundrað prósent aftur og aftur“

Í byrjun ársins kom út rannsókn á gengi nemenda sem fá styrk úr Erasmus+ fyrir starfsþjálfun í Evrópu. Rannsóknin skoðaði upplifun Erasmus+ nema í starfsþjálfun og voru niðurstöðurnar jákvæðar. Hún sýnir að Erasmus+ starfsþjálfun er frábært tækifæri fyrir nemendur og nýútskrifaða sem eru að læra verknám í framhaldsskólum. 

Lesa meira

10.3.2022 : Rannís tekur þátt í nýju verkefni um raunfærnimat

Austurríska verkefnið INterconnection/INnovation/INclusion: Austrian contributions to the EHEA 2030 (3-IN-AT-PLUS) hlaut nýverið styrk úr þeim hluta Erasmus+ áætlunarinnar sem ætlað er að styðja yfirvöld á Evrópska háskólasvæðinu við að ná markmiðum Bologna ferlisins. 

Lesa meira

8.3.2022 : Könnun um viðhorf ungs fólks í garð starfsþjálfunar

Hefur þú farið í starfsnám eða starfsþjálfun til að auka færni þína á vinnumarkaði? Evrópusambandið vill heyra af reynslu þinni. 

Lesa meira

28.2.2022 : Komdu í kaffi með Erasmus+

Fimmtudaginn 3. mars milli kl. 14 og 15 ætlum við að vera með létt spjall um tækifærin sem hægt er að sækja um fyrir næsta frest, sem er 23. mars næstkomandi.  Lesa meira

25.2.2022 : Skilaboð frá Landskrifstofu vegna innrásar í Úkraínu

Vegna stöðunnar í Úkraínu vill Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 

Lesa meira
Teymid-

25.2.2022 : Verkefni mánaðarins

European Solidarity Corps veitir styrki fyrir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og snjallsímaforritið Geðblær er svo sannarlega gott dæmi um það. Aðalmarkmiðið forritsins er að auðvelda fólki að fræðast meðal annars um geðraskanir og geðheilsu. Við tókum tali Sóleyju Berg, verkefnastjóra hjá Samfés en hún er konan á bakvið hugmyndina að forritinu. 

Lesa meira

24.2.2022 : Viltu breyta heiminum? European Solidarity Corps verkefni tengd mannúðaraðstoð nú í boði utan Evrópu fyrir 18-35 ára

Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára getur nú sótt um European Solidarity Corps styrk til þess að veita mannúðaraðstoð utan Evrópu og þannig stuðlað að friði og þróun í heiminum

Lesa meira
Ollum-tix-800x600-2_1645030735138

17.2.2022 : Öllum til heilla, viðburðarröð Reykjavíkur Akademíunnar

Öllum til heilla er samtal um mikilvægi samfélagslista og mun inn­gildingar­fulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ flytja erindi þann 13. apríl um inngildingu í áætluninni, mikilvægi hennar og stefnumótunarvinnu landskrifstofunnar.

Lesa meira

16.2.2022 : Evrópska starfsmenntavikan verður haldin 16.- 20. maí 2022

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í evrópsku starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu.

Lesa meira

8.2.2022 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022.

Lesa meira

7.2.2022 : Grænar áherslur í Erasmus+ og grænir skólar

Evrópsk ráðstefna haldin í Potsdam í Þýskalandi 4-6. maí 2022

Lesa meira
People-g4eebfc5da_1920

3.2.2022 : Framtíðarsýn fyrir háskóla kynnt í nýrri Evrópustefnu á dögunum

Evrópskir háskólar eru á krossgötum í kjölfar heimsfaraldurs og gegna lykilhlutverki í að takast á við áskoranir eins og hlýnun jarðar, stafræna umbyltingu og hækkandi aldur þjóða. Nýrri evrópskri háskólastefnu er ætlað að styðja þá í að leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni og seiglu í álfunni.  

Lesa meira
Runa-Gudny-Jon-Svanur

27.1.2022 : Erasmus+ verkefni mánaðarins

Erasmus+ verkefni mánaðarins kemur frá Dalvíkurskóla, en skólinn hlaut nýverið Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu. Verkefnið samræmist vel einni af áherslum nýrrar Erasmus+ áætlunarinnar, sem er notkun stafrænna aðferða í námi. Við tókum Guðnýju S. Ólafsdóttur, kennara og verkefnastjóra í Dalvíkurskóla, tali.

Lesa meira
Remote-working-gb27272975_1920

19.1.2022 : Verið velkomin á vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps í febrúar 2022

Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2022. Hér er um ýmis fjölbreytt tækifæri fyrir mennta- og æskulýðsstarf í Evrópu að ræða, og Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur skipulagt röð af vinnustofum fyrir ólíka markhópa sem ætlað er að varpa ljósi á þau.

Lesa meira
Pexels-vicky-tran-1745766

14.1.2022 : Erasmus+ framsækin samstarfsverkefni 2022 (Forward-Looking Projects 2022)

Við vekjum athygli á upplýsingafundi sem haldinn verður á netinu þann 18. janúar næstkomandi á vegum framkvæmdastjórnar ESB (EACEA). Fundurinn er tileinkaður framsæknum samstarfsverkefnum (Forward-Looking Projects), sem eru verkefni þar sem lögð er áhersla á nýjungar sem geta haft víðtæk áhrif. Krafist er samstarfs opinberra aðila og einkaaðila þar sem saman koma bæði rannsakendur og notendur á því sviði sem unnið er með.

Lesa meira
Farabara_

4.1.2022 : Rannís hýsir tvær upplýsingaveitur fyrir ungt fólk og námsmenn

Þekkir þú einhvern sem er að hugsa um að fara í nám eða langar í skemmtilega reynslu erlendis? Þá gætu þessar upplýsingaveitur komið að gagni.

Lesa meira

3.1.2022 : Starfsemi Rannís er í fullum gangi en lokað er fyrir komur á skrifstofu

Rannís hefur lokað tímabundið fyrir komur á skrifstofu sína að Borgartúni 30 vegna samkomutakmarkana og útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica