Verið velkomin á sumarhátíð unga fólksins 18. ágúst!

9.8.2022

Í tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. 

Á hátíðinni verður margvísleg dagskrá, frítt í sund fyrir öll sem vilja og einnig hægt að taka þátt af bakkanum. 

  • Frítt í sund
  • Tónleikar ungs og hæfileikaríks fólks haldnir á bakkanum
  • Anya Shaddock
  • Bjössi Sax og Helgi Hannesson
  • DJ Dóra Júlía
  • Opinn tími í lauginni með Sundballetthópnum Eilífðinni - dans, styrktaræfingar, leikir og hláturskast
  • Dans-í-space dansgjörningur
  • ​ Karen Ýr vegglistakona
  • Ís frá Skúbb
  • Candyfloss
  • Strandblakskennsla
  • Fataskiptimarkaður Farfugla
  • Kynning í boði á fjölbreyttum evrópskum tækifæri og þeim stuðning sem stendur ungu fólk til boða á vegum Rannís

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest þann 18. ágúst. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 

Facebook viðburður










Þetta vefsvæði byggir á Eplica