9.8.2022 : Verið velkomin á sumarhátíð unga fólksins 18. ágúst!

Í tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. 

Lesa meira

8.8.2022 : Styrkir til verkefna og viðburða á Evrópuári unga fólksins

Valin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli. 

Lesa meira

30.5.2022 : Tekið á móti umsóknum um viðburðastyrki tengda ungu fólki til 15. júní

Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu. 

Lesa meira

12.5.2022 : Verkefni mánaðarins

Jafningjafræðsla eflir ungt flóttafólk!

Maímánuður er helgaður fjölbreytileikanum í Evrópu. Því er tilvalið að nýta tækifærið og varpa ljósi á framúrskarandi Evrópuverkefni sem fór fram hér á Íslandi á vormánuðunum. Verkefnið fól í sér að skapa tengsl milli ungra Íslendinga og ungs fólks sem hefur komið til Íslands sem flóttafólk á síðustu misserum. Unga fólkið sem hópurinn hitti voru á aldrinum 14-20 ára og voru þau frá löndum eins og Afganistan, Palestínu, Íran og Venesúela. 

Lesa meira

6.5.2022 : Ungt fólk og Evrópa - innsýn í líf Íslendinga í Brussel

Vissir þú að ungt fólk hefur ýmis tækifæri til að fá starfsreynslu hjá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum? Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí og Evrópuári unga fólksins langar okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps að kynnast betur ungum Íslendingum sem starfa á fjölbreyttum vettvangi í Brussel í Belgíu.

Lesa meira

6.5.2022 : Árið 2022 er Evrópuár unga fólksins

Eftir tvö ár af heimsfaraldri er kominn tími til að horfa björtum augum fram á veginn. Til að undirstrika mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í að móta evrópskt samfélag hefur Evrópusambandið ákveðið að tileinka árið 2022 ungu kynslóðinni, framtíðarsýn hennar og þeim málefnum sem snerta hana mest. Árið 2022 er árið sem raddir ungs fólks fá að heyrast. 

Lesa meira

20.4.2022 : Innspýting í sjálfboðaliða­störf ungs fólks

Áætlanir eins og European Solidarity Corps skapa tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir. Þann 6. apríl lagði Evrópuráðið fram tilmæli um sjálfboðastörf ungs fólks sem felur í sér að auka eigi gæði þessara starfa og gera þau meira inngildandi.

Lesa meira
Copy-of-DiscoverEU-Instagram-insert-DiscoverEU-National-logo

7.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í DiscoverEU

Evrópusambandið hefur undanfarin ár gefið 18 ára ungmennum tækifæri til að ferðast um Evrópu með lest, í gegnum frumkvæðisverkefnið DiscoverEU. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki færi á að ferðast á umhverfisvænan hátt um Evrópu, opna huga sinn gagnvart annarri menningu og kynnast nýju fólki.

Lesa meira
Teymid-

25.2.2022 : Verkefni mánaðarins

European Solidarity Corps veitir styrki fyrir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og snjallsímaforritið Geðblær er svo sannarlega gott dæmi um það. Aðalmarkmiðið forritsins er að auðvelda fólki að fræðast meðal annars um geðraskanir og geðheilsu. Við tókum tali Sóleyju Berg, verkefnastjóra hjá Samfés en hún er konan á bakvið hugmyndina að forritinu. 

Lesa meira

24.2.2022 : Viltu breyta heiminum? European Solidarity Corps verkefni tengd mannúðaraðstoð nú í boði utan Evrópu fyrir 18-35 ára

Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára getur nú sótt um European Solidarity Corps styrk til þess að veita mannúðaraðstoð utan Evrópu og þannig stuðlað að friði og þróun í heiminum

Lesa meira
People-g4eebfc5da_1920

3.2.2022 : Framtíðarsýn fyrir háskóla kynnt í nýrri Evrópustefnu á dögunum

Evrópskir háskólar eru á krossgötum í kjölfar heimsfaraldurs og gegna lykilhlutverki í að takast á við áskoranir eins og hlýnun jarðar, stafræna umbyltingu og hækkandi aldur þjóða. Nýrri evrópskri háskólastefnu er ætlað að styðja þá í að leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni og seiglu í álfunni.  

Lesa meira








Þetta vefsvæði byggir á Eplica