Tekið á móti umsóknum um viðburðastyrki tengda ungu fólki til 15. júní

30.5.2022

Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu. 

Nú er hægt að sækja um styrki til Landskrifstofunnar til að skipuleggja viðburði, ráðstefnur eða aðrar samkomur sem leiða saman ungt fólk og fjalla um þá málaflokka sem skipta það máli.

Evrópuárið er upplagt tækifæri fyrir félagasamtök, sveitarfélög, styrkhafa og óformlega hópa ungs fólks til að móta framtíðarsýn og takast á við samfélagslegar áskoranir í sameiningu. Hvort sem þig langar að ræða loftslagsmál, mikilvægi gagnrýnnar hugsunar, jafnréttismál, þátttöku ungs fólks í vísindum eða stafræna þróun er hægt að sækja um styrk, og þessi listi er á engan hátt tæmandi. Lykilatriðið er að viðburðurinn þinn styrki rödd ungs fólks í samfélagslegri umræðu og auki þannig lýðræðislega þátttöku þess.

Styrkirnir miðast við raunkostnað og nema 200.000 kr. að hámarki. Umsóknum er skilað inn rafrænt og umsóknarformið má finna á síðu Evrópuársins um styrki og tækifæri fyrir ungt fólk ásamt nánari upplýsingum. 

Skráning

Þetta vefsvæði byggir á Eplica