Umsóknarfrestur um evrópsk háskólanet opinn til 31. janúar

13.10.2022

Evrópsk háskólanet í Erasmus+ takast á við samfélagslegar áskoranir með öflugu alþjóðastarfi. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um háskólanet í fjórða skipti og eru alls 384 milljónir evra til úthlutunar

Við þennan umsóknarfrest er litið til þess árangurs sem áunnist hefur með styrktum háskólanetum árin 2019, 2020 og 2022. Alls hafa 44 net hlotið styrk og leiða þau saman 340 háskóla um alla Evrópu. Eftir að úthlutun er lokið árið 2023 má ætla að háskólanetin verði orðin 60 talsins með meira en 500 háskólum sem taka þátt. Um er að ræða tvenns konar umsóknir: annars vegar fyrir háskóla sem tengjast nú þegar sterkum böndum og hins vegar fyrir nýtt samstarf.

Háskólanetum er ætlað að styðja evrópska háskóla í að ná markmiðum sínum á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða menntun, rannsóknir, nýsköpun eða samfélagslegt hlutverk þeirra. Landskrifstofa hvetur háskóla landsins til að kynna sér þau tækifæri sem felast í þessum verkefnaflokki, til að mynda gegnum þau háskólanet sem Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands starfa innan.

Einnig er áhugasömum umsækjendum bent á opinn upplýsingafund sem Evrópusambandið stendur fyrir þann 15. nóvember.

Nánari upplýsingar

Auglýsing eftir umsóknum um evrópsk háskólanet 2023

Upplýsingar frá framkvæmdastjórn ESB um evrópsk háskólanet

Þetta vefsvæði byggir á Eplica