Fréttir: janúar 2024

29.1.2024 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir og skýrslur í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.

Lesa meira

26.1.2024 : Nýr bæklingur um græn verkefni í Erasmus+ og ESC

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref.

Lesa meira

25.1.2024 : Evrópuári unga fólksins fylgt eftir með aðgerðum

Árið 2022 var Evrópuár unga fólksins í Evrópu. Með því að tileinka árið ungu fólki vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefa þessari kynslóð vettvang til þess að deila sinni sýn á framtíð álfunnar. Ljóst er þó að ekki er einungis mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist heldur einnig að á hana sé hlustað. Því hefur Evrópuári unga fólksins nú verið fylgt eftir með 60 aðgerðum sem beinast að ungu fólki.


Lesa meira

22.1.2024 : Hvað finnst þér um European Solidarity Corps?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á European Solidarity Corps (ESC) áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 5. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

19.1.2024 : Umsóknarfrestur og upplýsingafundur um stefnumótandi verkefni í Erasmus+

Umsóknarfrestur er nú opinn um KA3 verkefni sem styðja styrkhafa í að prófa sig áfram með ákveðna stefnumótun á sviði menntunar. Um er að ræða miðstýrðan verkefnaflokk, en það þýðir að umsjón með honum er ekki í höndum landskrifstofa heldur skrifstofunnar Education and Culture Executive Agency (EACEA), sem starfar í í Brussel. Sú skrifstofa stendur fyrir upplýsingafundi um frestinn og fer hann fram á netinu þann 6. febrúar. 

Lesa meira

15.1.2024 : Lifandi lýðræði: Evrópska ungmennavikan 2024

Árið 2024 verður Evrópska ungmennavikan haldin hátíðleg dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk og þeim frábæra árangri sem náðst hefur í æskulýðsstarfi.

Lesa meira

4.1.2024 : Fundir í Borgarnesi og á Selfossi á vegum Rannís

Vinsamlegast athugið: vegna veðurs er fundi á Selfossi 18. janúar frestað. Þriðjudaginn 16. janúar verður kynning á vegum Rannís í Borgarnesi og fimmtudaginn 18. janúar sækir Rannís Selfoss heim og munu fulltrúar Rannís kynna ýmis tækifæri og styrki, m.a. Erasmus+ og Nordplus.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica