Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir og skýrslur í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.
Lesa meiraErasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref.
Árið 2022 var Evrópuár unga fólksins í Evrópu. Með því að tileinka árið ungu fólki vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefa þessari kynslóð vettvang til þess að deila sinni sýn á framtíð álfunnar. Ljóst er þó að ekki er einungis mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist heldur einnig að á hana sé hlustað. Því hefur Evrópuári unga fólksins nú verið fylgt eftir með 60 aðgerðum sem beinast að ungu fólki.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á European Solidarity Corps (ESC) áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 5. febrúar næstkomandi.
Lesa meiraUmsóknarfrestur er nú opinn um KA3 verkefni sem styðja styrkhafa í að prófa sig áfram með ákveðna stefnumótun á sviði menntunar. Um er að ræða miðstýrðan verkefnaflokk, en það þýðir að umsjón með honum er ekki í höndum landskrifstofa heldur skrifstofunnar Education and Culture Executive Agency (EACEA), sem starfar í í Brussel. Sú skrifstofa stendur fyrir upplýsingafundi um frestinn og fer hann fram á netinu þann 6. febrúar.
Lesa meiraÁrið 2024 verður Evrópska ungmennavikan haldin hátíðleg dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk og þeim frábæra árangri sem náðst hefur í æskulýðsstarfi.
Lesa meiraVinsamlegast athugið: vegna veðurs er fundi á Selfossi 18. janúar frestað. Þriðjudaginn 16. janúar verður kynning á vegum Rannís í Borgarnesi og fimmtudaginn 18. janúar sækir Rannís Selfoss heim og munu fulltrúar Rannís kynna ýmis tækifæri og styrki, m.a. Erasmus+ og Nordplus.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.