Nýr bæklingur um græn verkefni í Erasmus+ og ESC

26.1.2024

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref.

Nú þegar hafa fjölmörg verkefni sem snúa að grænum málefnum verið framkvæmd, bæði í núverandi áætlunum en einnig í áætlununum sem hafa runnið sitt skeið (2014-2020). Salto Green skrifstofan, sem staðsett er í Frakklandi, hefur gefið út bækling með dæmum um afburða verkefni á þessu sviði. Í bæklingnum eru 12 verkefni frá 10 löndum, sem hlutu styrk í fyrri áætlunum og á meðal þessara verkefna er eitt íslenskt verkefni. Íslenska verkefnið var leitt af SEEDS og ber titilinn Intercultural learning in Iceland og hlaut styrk í European Solidarity Corps áætluninni árið 2019.

Bæklinginn má nálgast hér og er tilvalið að kynna sér hann til að fá hugmyndir fyrir komandi umsóknafresti.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica