Fréttir: október 2022

28.10.2022 : Hver er þín skoðun á European Solidarity Corps?

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir European Solidarity Corps sem þátttakendur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í.

Lesa meira

20.10.2022 : Blönduð hraðnámskeið í brennidepli á Bifröst

Landskrifstofa stóð fyrir fjölþjóðlegum viðburði í Háskólanum á Bifröst dagana 10.-12. október þar sem starfsfólki evrópskra háskóla gafst kostur á að deila reynslu sinni við að skipuleggja og framkvæma blönduð hraðnámskeið í Erasmus+. Um 50 manns frá 21 Evrópulandi tók þátt í viðburðinum. 

Lesa meira

13.10.2022 : Umsóknarfrestur um evrópsk háskólanet opinn til 31. janúar

Evrópsk háskólanet í Erasmus+ takast á við samfélagslegar áskoranir með öflugu alþjóðastarfi. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um háskólanet í fjórða skipti og eru alls 384 milljónir evra til úthlutunar

Lesa meira

11.10.2022 : Fyrsta alþjóðlega ráðstefna Euroguidance haldin 30. nóvember 2022

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi vekur athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu Euroguidance netverksins sem fer fram þann 30. nóvember 2022 í Prag, Tékklandi en verður einnig streymt á netinu. 

Lesa meira

10.10.2022 : Erasmus+ vefstofa um aðild að Erasmus+ áætluninni

Miðvikudaginn 12. október kl. 14:00-15:30 heldur Landskrifstofa Erasmus+ vefstofu um aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem starfa á þeim skólastigum.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica