Fréttir: 2024

5.12.2024 : Opið fyrir umsóknir um styrki til sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna í European Solidarity Corps

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2025 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi. 

Lesa meira

4.12.2024 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Starfsfræðsla á Norðurlöndunum

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 24. janúar 2025 kl. 11:00-12:00 verður fjallað um starfsfræðslu á Norðurlöndunum. 

Lesa meira

3.12.2024 : Kennarar í íslenskum skólum hljóta eTwinning gæðamerki fyrir framúrskarandi verkefni

Á þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu. Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir besta eTwinning verkefnið árið 2024. 

Lesa meira

26.11.2024 : Aðventukaffi Erasmus+

Langar þig að fræðast um Erasmus+ áætlunina og þau tækifæri sem eru í boði í óformlegu kaffispjalli á aðventunni? Öll velkomin fimmtudaginn 12. desember kl.14:00-15:30.

Lesa meira

21.11.2024 : Tækifæri til að skapa áhrifaríkt og alþjóðlegt samstarf með langtímaáhrifum

Frásögn af norrænni ráðstefnu um Erasmus+ hæfnismótun í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

19.11.2024 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2025

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2025. Alls munu fimm milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af hátt í 16 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti. 

Lesa meira
Mynd-med-grein-etwinning

15.11.2024 : eTwinning á Íslandi leitar að nýjum sendiherrum

Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.

Lesa meira
IMG_7023

8.11.2024 : Norrænir eTwinning sendiherrar styrktu samstarf í Reykjavík – Borgaravitund og evrópsk gildi í brennidepli

Árleg norræn ráðstefna eTwinning sendiherra var haldin í Reykjavík dagana 5.-7. nóvember 2024, þar sem 36 kennarar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að ræða borgaravitund og evrópsk gildi. Ráðstefnan innihélt fjölbreytt erindi, heimsókn í eTwinning skóla og umræðufundi um framtíð eTwinning, þar sem áhersla var lögð á samspil við Erasmus+ og þróun starfs sendiherranna.

Lesa meira

30.10.2024 : Hvernig getur gervigreind stutt við störf náms- og starfsráðgjafa?

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á örnámskeið tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 6. nóvember kl. 09:00-10:15 verður fjallað um notkun gervigreindar í náms- og starfsráðgjöf. 

Lesa meira
RAN02006

18.10.2024 : Vel sóttur fundur um örnám og örviðurkenningar

Í samræðum fundarins var lögð megináhersla á mikilvægi þess að samræma formgerð og matsþætti örnáms í fullorðinsfræðslu við hæfniramma í samvinnu við atvinnulífið. 

Lesa meira

18.10.2024 : Skráningarátaki eTwinning lokið!

Á hverju ári stendur eTwinning fyrir skráningarátaki til að hvetja kennara til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nú hefur verið dregið að handahófi úr þeim hópi kennara sem skráðu sig í eTwinning í átökunum 2023 og 2024.

Lesa meira

16.10.2024 : 14 ný Erasmus+ samstarfsverkefni hefja göngu sína

Verkefnisstjórar og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Hilton Nordica þann 11. október og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. Um er að ræða verkefni sem hlutu styrk í sumar eftir fyrri umsóknarfrest ársins.

Lesa meira

11.10.2024 : Umsóknarfrestur um eTwinning National Quality Label

Frestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 10. nóvember 2024. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um. 

Lesa meira
Afram-Epale-vidburdur-mynd-med-grein-2-

8.10.2024 : Hvernig geta örnám og örviðurkenningar nýst fullorðinsfræðslu?

Hádegisfundur 16. október kl. 12:30 – 14:30 á Nauthóli.

Lesa meira

7.10.2024 : Spurningakeppni tengd Erasmus+ dögum #erasmusdays2024

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi stendur fyrir spurningakeppni með Evrópuþema vegna Erasmus+ daga og verður hún haldin á Stúdentakjallaranum miðvikudaginn 16. október.

Lesa meira

7.10.2024 : Erasmus dagar 2024

Hin árlega viðburðaröð Erasmus dagar eða #ErasmusDays er á næsta leyti og fer hún fram í áttunda skiptið dagana 14. til 19. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ starfi og árangri í samstilltu átaki um alla Evrópu.

Lesa meira
Vi-usindavaka-2023-2

28.9.2024 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Heill heimur vísinda í dag 28. september kl. 13:00 -18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. 

Lesa meira

26.9.2024 : Frestun á umsóknarfresti 1. október

Vegna flóða víða um Evrópu er nýr umsóknarfrestur 8. október

Lesa meira

26.9.2024 : Euroguidance býður upp á örnámskeið á netinu um náms- og starfsráðgjöf

Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða á netinu. Fyrsta námskeiðið verður haldið 16. október nk. kl. 13:00 - 15:00 undir yfirskriftinni "Starfsþróun í ljósi félagslegs réttlætis"  

Lesa meira

12.9.2024 : Evrópski tungumáladagurinn - Tungumál í þágu friðar

Evrópski tungumáladagurinn, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, ber í ár yfirskriftina Tungumál í þágu friðar. Í tilefni dagsins er tungumálakennurum boðið til viðburðar í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar kl. 17:00-18:00. 

Lesa meira
Evropurutan-grafik

3.9.2024 : Evrópurútan á ferð um landið

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.

Lesa meira

30.8.2024 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Sarajevo og Tallinn!

Ertu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.

Lesa meira
VEFSTOFA

28.8.2024 : Vefstofa um Erasmus+ samstarfsverkefni

Vefstofan er þann 10. september 2024 kl 14:00 og er mikilvægt að skrá sig.

Lesa meira

15.8.2024 : Landskrifstofa Erasmus+ heldur opna vinnustofu um inngildingu þann 29. ágúst frá 10-13.

Vinnustofan er liður í auknum stuðningi við styrkþega og mögulega styrkþega. Næstu umsóknarfrestir eru í október og því vonar landskrifstofan að með stuðningi sem þessum geti fleiri verkefni sótt um inngildingarstyrk eða skipuleggi verkefni sín almennt með meira inngildandi hætti.

Lesa meira

6.8.2024 : Stuðningur háskóla er mikilvæg forsenda fyrir þátttöku hinsegin nemenda í stúdentaskiptum

Um leið og Landskrifstofa óskar okkur öllum gleðilegra Hinsegin daga 2024 minnir hún á að inngilding er einn af hornsteinum Erasmus+ og áhersla lögð á að tækifæri áætlunarinnar nái til fjölbreytts hóps fólks. Það er mikilvægt að öll hafi möguleika til að upplifa líf í nýju landi, enda getur dvöl erlendis haft mikil áhrif á fólk og mótað líf þess til framtíðar. 

Lesa meira

8.7.2024 : „Að tileinka sér inngildandi hugarfar er viðvarandi ferli“ - frásögn af ráðstefnu um inngildingu á háskólastigi í Zagreb

Dagana 21.-23. maí hélt hópur alþjóðafulltrúa frá Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, ásamt starfsmanni háskólateymis Landskrifstofu Erasmus+, á lokaráðstefnu Inclusion ACAdemy í Zagreb. Ráðstefnan var haldin af ACA (Academic Cooperation Assocation), í samstarfi við Landskrifstofur þátttökulandanna, og var lokaviðburður röð námskeiða um inngildingu sem hafði staðið yfir frá upphafi árs 2023.

Lesa meira

2.7.2024 : Taktu þátt í könnun um aðgengi að Landskrifstofu Erasmus+

Einn liður í aðgerðaráætlun inngildingarstefnu Landskrifstofu Erasmus+ er að framkvæma könnun um aðgengi þátttakenda að okkar þjónustu.

Lesa meira

2.7.2024 : Háskólinn á Bifröst bætist í hóp evrópskra háskólaneta

Í lok júní tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um úthlutun til 14 nýrra evrópskra háskólaneta (e. European Universities alliances) úr Erasmus+ áætluninni. Eitt netanna heitir OpenEU og í því á Háskólinn á Bifröst sæti.

Lesa meira

1.7.2024 : Landskrifstofa Erasmus+ heldur opna vinnustofu um inngildingu þann 29. ágúst.

Vinnustofan er liður í auknum stuðningi við styrkþega og mögulega styrkþega.

Lesa meira

27.6.2024 : Hvernig geta háskólar nýtt Erasmus+ starfsmannaskipti á markvissan hátt?

Ávinningurinn fyrir einstaklinga sem taka þátt í Erasmus+ er vel þekktur og margþættur. Hins vegar hefur minna verið rætt um áhrifin sem þátttaka starfsfólks hefur á stofnanirnar sem það starfar við. Landskrifstofa Erasmus+ stóð nýverið fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.

Lesa meira

18.6.2024 : Inngildingarstefna Landskrifstofunnar á myndrænu formi

Listakonan Coline Robin á heiðurinn af nýrri skýringarmynd sem sýnir hver markmiðin eru með inngildingarstefnu Landskrifstofu. Með þessum hætti vonast Landskrifstofa til að koma inngildingarstefnunni á framfæri og þeim áhrifum sem henni er ætlað að hafa á þátttakendur.

Lesa meira

13.6.2024 : Þátttaka Íslands í Erasmus+ og European Solidarity Corps áhrifarík fyrir íslenskt samfélag

Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.

Lesa meira

7.6.2024 : Erasmus+ vikur í alþjóðavíddinni

Áhugaverð tengslaráðstefna tileinkuð Afríku sunnan Sahara fyrir háskóla- og starfsmenntastofnanir sem hafa áhuga á að þróa samstarf í alþjóðavídd Erasmus+

Lesa meira

4.6.2024 : Aukið aðgengi að Erasmus+ tölfræði á Evrópuvísu

Frá árinu 1987 hafa 15 milljónir einstaklinga notið góðs af náms- og þjálfunarferðum Erasmus+. Í tilefni af þessum áfanga hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnað mælaborð til að bæta aðgengi að upplýsingum um Erasmus+ í tölum.

Lesa meira

29.5.2024 : International Tool Fair á Íslandi

International tool fair (ITF) verður haldið í 18. sinn dagana 4.-8. nóvember 2024 og að þessu sinni í Reykjavík. ITF er tengslaviðburður um verkfæri til náms í formlegu og óformlegu námi og í ár er þemað stafræn umbreyting.

Lesa meira

23.5.2024 : Verkefni í Erasmus+ og European Solidarity Corps hafa verið styrkt um 9 milljónir evra það sem af er ári

Landskrifstofa hefur lokið afgreiðslu umsókna sem bárust fyrir fyrsta frest ársins, þann 20. febrúar, og ættu margir umsækjendur að hafa glaðst yfir svarbréfum sem send voru út á dögunum. Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem hafa fengið aðild sína að Erasmus+ áætluninni samþykkta en einnig eru nýliðar í hópi umsækjenda og landfræðileg dreifing góð. 

Lesa meira
Evropusamvinna-1080x1080

8.5.2024 : Evrópusamvinna í 30 ár - málþing og uppskeruhátíð Evrópusamstarfs 8. maí

Miðvikudaginn 8. maí verður Evrópusamvinnu í 30 ár fagnað með málþingi á Grand hótel og uppskeruhátíðar Evrópusamstarfs sem haldin verður í Kolaportinu milli kl. 14-18.

Lesa meira

16.4.2024 : Opnað fyrir Discover EU umsóknir

50 íslensk ungmenni á 18. aldursári fá Discover EU passa til að ferðast með lest um Evrópu. 200 Íslendingar hafa fengið passann síðustu ár. Umsóknarfrestur opnaði í dag og er til 30. apríl.

Lesa meira

12.4.2024 : Vinnustofa í vegglist í evrópsku ungmennavikunni

Eurodesk hélt námskeið í vegglist fyrir ungt fólk um síðustu helgi í tilefni af evrópsku ungmennavikunni sem senn gengur í garð. Tilgangur námskeiðsins var að gefa ungu fólki tækifæri til að koma röddum sínum á framfæri í gegnum list.

Lesa meira

9.4.2024 : Í átt að sameiginlegri evrópskri háskólagráðu

Þann 27. mars gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út nýjan stefnuramma fyrir háskólastigið sem ætlað er að efla samvinnu milli háskóla. Lokamarkmið stefnunnar er að setja á fót evrópska háskólagráðu. 

Lesa meira

9.4.2024 : Evrópska ungmennavikan er handan við hornið

Evrópska ungmennavikan verður haldin dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk til að hafa áhrif og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Lesa meira

4.4.2024 : Næsti umsóknarfrestur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps er 7. maí

Umsóknarfrestur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps er á næsta leiti, eða þriðjudaginn 7. maí kl. 10 að íslenskum tíma. Landskrifstofa hefur skipulagt fjölbreytta viðburði í apríl til að styðja við umsækjendur í ferlinu. 

Lesa meira
Image

7.3.2024 : Hvað þarftu að vita fyrir lestarferðalag?

Tvisvar á ári eru fimmtíu íslensk ungmenni dregin út í gegnum DiscoverEU. Þau fá flugmiða út auk Interrail lestarpassa og fá evrópska menningu beint í æð. Hópurinn hittist á kynningarfundi þar sem farið var yfir þá möguleika sem standa þeim til boða.

Lesa meira

7.3.2024 : Brennandi áhugi á Evrópustyrkjum miðað við fyrstu umsóknarfresti ársins í Erasmus+ og European Solidarity Corps

Alls hafa um 170 umsóknir um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) styrki borist Landskrifstofunni á Íslandi það sem af er ári. Afgreiðsla þeirra stendur nú yfir og niðurstöðurnar liggja fyrir á næstu mánuðum.

Lesa meira

15.2.2024 : Nýjar reglur um hámark umsókna um samstarfsverkefni

Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á nýjungum sem snúa að hámarki umsókna um samstarfsverkefni sem koma fram í uppfærðri handbók Erasmus+.

Lesa meira

9.2.2024 : Tæpir tveir milljarðar króna til íslenskra Erasmus+ og ESC verkefna á árinu 2023

Fyrir áramót fór fram síðasta úthlutun ársins. Um var að ræða sex náms- og þjálfunarverkefni í æskulýðshluta Erasmus+ og ellefu samstarfsverkefni sem hlutu styrk að þessu sinni, sem og þrjú samfélagsverkefni og fjögur sjálfboðaliðaverkefna í European Solidarity Corps. Þá hlutu 26 stofnanir og samtök aðild að Erasmus+. 

Lesa meira

6.2.2024 : Eurodesk gerir samning við Hitt Húsið

Sú tímamót urðu í starfsemi Eurodesk á Íslandi í síðustu mánuði að gengið var til samstarfs við Hitt Húsið og því falið hlutverk svokallaðs margfaldara (e. multiplier). Eurodesk er eitt af stoðverkefnum Erasmus+ og sér um að veita ungu fólki upplýsingar um tækifæri til að fara til útlanda. Með samningnum tekur Hitt Húsið að sér það hlutverk að miðla áfram þessum upplýsingum til sinna skjólstæðinga. 

Lesa meira

1.2.2024 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2024 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Lesa meira

1.2.2024 : Opið fyrir umsóknir um hæfnismótun í starfsmenntun til 29. febrúar

Verkefni á sviði hæfnismótunar í starfsmenntun (Capacity building in the field of Vocational Education and Training - CB VET) eru alþjóðleg samstarfsverkefni stofnana sem koma að starfsmenntun í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar og löndum sem ekki hafa beina aðild að henni.

Lesa meira

29.1.2024 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir og skýrslur í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.

Lesa meira

26.1.2024 : Nýr bæklingur um græn verkefni í Erasmus+ og ESC

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar leggja mikla áherslu á loftslagsmál og vistvæna nálgun verkefna. Í mati á umsóknum er meðal annars tekið tillit til viðfangsefna sem takast á við hlýnun jarðar, efla vistvænan lífstíl og styðja fólk og stofnanir í að taka græn skref.

Lesa meira

25.1.2024 : Evrópuári unga fólksins fylgt eftir með aðgerðum

Árið 2022 var Evrópuár unga fólksins í Evrópu. Með því að tileinka árið ungu fólki vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefa þessari kynslóð vettvang til þess að deila sinni sýn á framtíð álfunnar. Ljóst er þó að ekki er einungis mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist heldur einnig að á hana sé hlustað. Því hefur Evrópuári unga fólksins nú verið fylgt eftir með 60 aðgerðum sem beinast að ungu fólki.


Lesa meira

22.1.2024 : Hvað finnst þér um European Solidarity Corps?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á European Solidarity Corps (ESC) áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 5. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

19.1.2024 : Umsóknarfrestur og upplýsingafundur um stefnumótandi verkefni í Erasmus+

Umsóknarfrestur er nú opinn um KA3 verkefni sem styðja styrkhafa í að prófa sig áfram með ákveðna stefnumótun á sviði menntunar. Um er að ræða miðstýrðan verkefnaflokk, en það þýðir að umsjón með honum er ekki í höndum landskrifstofa heldur skrifstofunnar Education and Culture Executive Agency (EACEA), sem starfar í í Brussel. Sú skrifstofa stendur fyrir upplýsingafundi um frestinn og fer hann fram á netinu þann 6. febrúar. 

Lesa meira

15.1.2024 : Lifandi lýðræði: Evrópska ungmennavikan 2024

Árið 2024 verður Evrópska ungmennavikan haldin hátíðleg dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk og þeim frábæra árangri sem náðst hefur í æskulýðsstarfi.

Lesa meira

4.1.2024 : Fundir í Borgarnesi og á Selfossi á vegum Rannís

Vinsamlegast athugið: vegna veðurs er fundi á Selfossi 18. janúar frestað. Þriðjudaginn 16. janúar verður kynning á vegum Rannís í Borgarnesi og fimmtudaginn 18. janúar sækir Rannís Selfoss heim og munu fulltrúar Rannís kynna ýmis tækifæri og styrki, m.a. Erasmus+ og Nordplus.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica