Evrópski tungumáladagurinn, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, ber í ár yfirskriftina Tungumál í þágu friðar. Í tilefni dagsins er tungumálakennurum boðið til viðburðar í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar kl. 17:00-18:00.
Dagurinn hefur síðan 2001 verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og fjöldi fólks víðs vegar um Evrópu skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum þennan dag með það að markmiði að efla tungumálafjölbreytileika og færni til að tala önnur tungumál.
Í ár er þema Evrópska tungumáladagins „Tungumál í þágu friðar“ og mun Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki við Mála og menningardeild HÍ flytja erindi sem nefnist „Miðla mál málum?“.
Ármann Halldórsson, verkefnastjóri erlendra samskiptaverkefna í Verslunarskóla Íslands mun kynna alþjóðlegt samstarf í skólanum og Sigríður Alma Guðmundsdóttir, formaður Félags dönskukennara flytur erindi um skólaheimsóknir íslenskra grunnskólanemenda til Danmerkur og móttöku danskra nemenda á Íslandi. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
Evrópski tungumáladagurinn er haldinn 26. september ár hvert að frumkvæði ECML. Þessi viðburður er skipulagður af STÍL (Samtök tungumálakennara á Íslandi), Vigdísarstofnun, Tungumálamiðstöð HÍ, Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Rannís.
Við hvetjum alla tungumálakennara til að fagna degi evrópskra tungumála með okkur og að kynna þau þau tækifæri sem standa til boða.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.