Hvað þarftu að vita fyrir lestarferðalag?

Ungmenni sem dregin voru út í happdrætti Discover EU fengu kynningu á öllu sem þarf að vita um lestarferðir í Evrópu

7.3.2024

  • Image

Tvisvar á ári eru fimmtíu íslensk ungmenni dregin út í gegnum DiscoverEU. Þau fá flugmiða út auk Interrail lestarpassa og fá evrópska menningu beint í æð. Hópurinn hittist á kynningarfundi þar sem farið var yfir þá möguleika sem standa þeim til boða.

Í vikunni hittu tilvonandi ferðalangar starfsfólk landskrifstofu Discover EU til að fara yfir allt sem þarf að vita fyrir Discover EU ferðalagið. Í ár fengu alls 50 íslensk ungmenni flugmiða til meginlands og Interrail lestarpassa til að ferðast um álfuna og kynnast nýrri menningu.

Image-1-

Tæplega 30 af hópnum komu á sérstakt kynningarkvöld í Hinu Húsinu, þar sem farið var yfir allt sem þarf að hafa í huga fyrir lestarferðir í Evrópu.

Hópurinn fékk kynningu á helstu tækifærum sem standa þeim til boða á næstu árum. Til að mynda er hægt að fá styrki til samfélagsverkefna í gegnum European Solidarity Corps eða fara sem sjálfboðaliði í alls kyns verkefni víðs vegar um álfuna. Eftir kynninguna spjölluðu miðahafarnir heppnu um ferðaáætlanir og spurðu fulltrúa Erasmus+ áætlanarinnar og DiscoverEU fulltrúa spjörunum úr.

Ferðaplön hópsins eru virkilega spennandi en þau spanna allt frá stórborgum líkt og Róm og Berlín til Svartfjallalands og ferðalaga um Grikkland.

On_the_way_to__Top_of_Europe_

Hvernig virkar happdrættið?

Happdrættið fer fram tvisvar á ári, að hausti og vori og nú þegar hafa 150 Íslendingar á átjánda aldursári verið dregnir út. Næsti útdráttur verður í vor, líklegast í apríl, en tilkynnt verður um það síðar. Fylgist með á vef DiscoverEU en auk þess er fresturinn auglýstur á miðlum landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og EuroDesk á Íslandi.

Ítarlegri upplýsingar um happdrættið má finna hér. Ef þú þekkir einhvern í og kringum átján ára aldurinn eiga þau möguleika á ævintýri í Evrópu.

Eurodesskkkk

Hér má finna Discover EU síðuna á heimasíðu Rannís.

Næsti útdráttur er fyrir þau sem eru átján ára eða verða átján á fyrri helmingi ársins 2024. Útdrátturinn er því fyrir ungmenni fædd seint á árinu 2005 og snemma árs 2006.

ImageHópurinn fékk tækifæri til að hittast og ræða ferðaplön og helstu þætti sem þarf að huga að. Hleðslubankar, bestu forritin, hvað gerist ef ég missi af lestinni minni og allt milli himins og jarðar.

Umsækjendur geta sótt saman í hóp eða sem einstaklingar. Ísland fær 50 frímiða í hvert sinn. Ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara.

Disc-Eu-2

Þetta vefsvæði byggir á Eplica