Tæpir tveir milljarðar króna til íslenskra Erasmus+ og ESC verkefna á árinu 2023

9.2.2024

Fyrir áramót fór fram síðasta úthlutun ársins. Um var að ræða sex náms- og þjálfunarverkefni í æskulýðshluta Erasmus+ og ellefu samstarfsverkefni sem hlutu styrk að þessu sinni, sem og þrjú samfélagsverkefni og fjögur sjálfboðaliðaverkefna í European Solidarity Corps. Þá hlutu 26 stofnanir og samtök aðild að Erasmus+. 

Þar með er fjöldi samþykktra styrkumsókna í Erasmus+ og European Solidarity Corps á árinu 2023 kominn í 146. Þetta er tvöfaldur fjöldi miðað við árið áður og sýnir bæði hvernig sóknin í evrópsk tækifæri fer vaxandi með ári hverju sem og fjármagnið sem Íslandi er úthlutað. Eftir síðustu úthlutun ársins hefur íslenska landskrifstofan veitt tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna í beina verkefnastyrki á árinu 2023.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á upphafsfundi Erasmus+ samstarfsverkefna þann 7. febrúar. Fundum sem þessum er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar um framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. Þeir veita einnig dýrmætt tækifæri fyrir nýskipaða verkefnisstjóra og starfsfólk Landskrifstofu til að kynnast verkefnunum og fólkinu bak við þau betur.

Guðmunda Bergsdóttir og Ellý Tómasdóttir frá Pakkhúsi Ungmennahús á Selfossi, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Emblu Sól Þórólfsdóttur, verkefnastjóra í æskulýðshluta Erasmus+.

Sigurborg Þórarinsdóttir, frá Strætó bs. og Lilja Hrönn Guðmundsdóttir frá Strætó bs., Ásdís Guðmundsdóttir frá Vinnumálastofnun ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus.

Tinna Eiríksdóttir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
Hildur Ágústsdóttir og Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir frá Grunnskólanum í Bolungarvík
Kristín Harðardóttir og Ellen D. Gunnarsdóttir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+ og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnastjóra skólahluta Erasmus+.

Björg Stefánsdóttir, fulltrúi Listaháskóla Íslands ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+ og Svandísi Ósk Símonardóttur, verkefnastjóra háskólahluta Erasmus+.

Tanja Wohlrab-Ryan frá Totelly ehf.
og Ewa Marcinek frá ALO Ísland, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti K. Sverrisdóttur, verkefnastjóra fullorðinsfræðslu Erasmus+.

Starfsfólk Landskrifstofunnar hlakkar til að sjá vandaðar umsóknir verða að veruleika og óskar öllum styrkhöfum til hamingju með árangurinn. Lista yfir samþykkt verkefni má finna á úthlutunarsíðu Landskrifstofunnar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica