Opið fyrir umsóknir um hæfnismótun í starfsmenntun til 29. febrúar

1.2.2024

Verkefni á sviði hæfnismótunar í starfsmenntun (Capacity building in the field of Vocational Education and Training - CB VET) eru alþjóðleg samstarfsverkefni stofnana sem koma að starfsmenntun í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar og löndum sem ekki hafa beina aðild að henni.

Hér er áherslan lögð á stuðning við iðn- og starfsmenntun í löndunum sem ekki taka beinan þátt í Erasmus+ og verkefnunum er ætlað að vera drifkraftur sjálfbærrar félags- og efnahagslegrar þróunar. Markmiðið er að auka getu starfsmenntastofnana, sérstaklega á sviði stjórnunar, stjórnarhátta, inngildingar, gæða og nýsköpunar. Þetta felst meðal annars í því að efla getu starfsfólks og kennara í starfsmenntun og með því að efla tengslin yfir til vinnumarkaðarins.

Fjármagni verkefnaflokksins er skipt upp eftir sex svæðum og eru áherslur ólíkar milli svæða.

Nánari upplýsingar um verkefnaflokkinn hæfnismótun í starfsmenntun:

Spurningum um umsóknarferlið má beina til: EACEA-EPLUS-CBVET@ec.europa.eu

Þess má geta að stefnt er að því að skipuleggja norræna vinnustofu um CB VET í haust og verður hún nánar auglýst síðar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica