Eurodesk hélt námskeið í vegglist fyrir ungt fólk um síðustu helgi í tilefni af evrópsku ungmennavikunni sem senn gengur í garð. Tilgangur námskeiðsins var að gefa ungu fólki tækifæri til að koma röddum sínum á framfæri í gegnum list.
Á námskeiðinu miðlaði Karen Ýr, vegglistakona og fyrrum sjálfboðaliða hjá European Solidarity Corps, af reynslu sinni og kenndi þátttakendum þá tækni sem hún notar við gerð listaverka af þessu tagi. Námskeiðið var fjármagnað af Eurodesk og endurgjaldslaust fyrir þátttakendur. Molinn Ungmennahús í Kópavogi bauð fram húsnæði sitt endurgjaldslaust og eiga mikið þakklæti skilið.
Þátttakendur fengu leiðsögn við hugmyndavinnu, skissugerð, litaval og allskonar málningartækni sem gott er að kunna til að mála stór vegglistaverk. Þau voru átta talsins og nýttu listina til að koma hugðarefnum sínum á framfæri.
Verkin voru mjög fjölbreytt en þau þemu sem komu fram í list unga fólksins voru meðal annars andleg heilsa, sjálfsmynd, stríðsrekstur og friður, umhverfis- og dýraverndunarsjónarmið. Námskeiðið var því frábært tækifæri fyrir þetta unga og upprennandi listafólk að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar heyrast – og sjást - í gegnum listformið.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.