Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

1.2.2024

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2024 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps mun á næstu vikum og mánuðum standa fyrir fjölbreyttum viðburðum þar sem styrktækifæri ársins eru kynnt og umsækjendum veittur stuðningur. 

Auk fjölbreyttra vefstofa á íslensku og ensku munu fara fram viðburðir á staðnum - í Reykjavík, á Borgarnesi og á Selfossi. Það er von Landskrifstofu að allir markhópar finni hér viðburð við hæfi og geti fundið þannig stuðning í umsóknarferlinu. Einnig er velkomið að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu í síma eða tölvupósti. 

Almennar kynningar

 • 10. janúar kl.14:00 - Vefstofa um Nám og þjálfun í Erasmus+ (KA1) fyrir aðila í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi)
 • 12. janúar kl.14:00 - Vefstofa um samstarfsverkefni í Erasmus+ (KA2) fyrir alla markhópa
 • 5. febrúar kl. 14:00 - Kynning í Rannís á samstarfsverkefnum í Erasmus+ (KA2) fyrir alla markhópa
   
  Skráning

Æskulýðshluti Erasmus+

Vefstofur:

Viðburðir á staðnum:

 • 17. janúar kl.12:00-13:30 - Kynningarfundur um evrópska sjálfboðaliða í tómstundastarfi sveitarfélaga, sjá nánar á Facebook
 • 8. febrúar kl. 16:00-19:00 - "Application lab" /Aðstoð við umsóknarskrif - Á KEX Hostel
 • 16. febrúar kl. 13:00-16:00 - Opið hús í Rannís fyrir umsækjendur í æskulýðshlutanum 
 • 19. febrúar kl. 09:00-16:00 - Opinn símatími með sérfræðingum

  Skráning

Webinars in English

Fundir Rannís á landsbyggðinni á vegum mennta- og menningarsviðs Rannís og rannsókna og nýsköpunarsviðs þar sem kynnt verða ýmis tækifæri, meðal annars í Erasmus+ og í Nordplus áætluninni.

 • 11. janúar kl. 12:00 - 14:00 á Akureyri 

  Skráning á fund á Akureyri
 • 16. janúar kl. 12:00 - 13:00 í Borgarnesi - í húsakynnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Bjarnabraut 8
 • 18. janúar kl.12:00 - 13:00 á Selfossi - í húsakynnum Fræðslunetsins, Tryggvagötu 13. 

  Skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica