Áhugaverð tengslaráðstefna tileinkuð Afríku sunnan Sahara fyrir háskóla- og starfsmenntastofnanir sem hafa áhuga á að þróa samstarf í alþjóðavídd Erasmus+
Erasmus+ vikur í alþjóðavídd Erasmus+ fara af stað í lok júní. Viðburðurinn stendur yfir í þrjár vikur og er hver vika tileinkuð ákveðnu svæði í alþjóðavíddinni.
Fyrsta vikan er tileinkuð Afríku sunnan Sahara. Í tilefni þess mun framkvæmdastjórn ESB halda tengslaráðstefnu í Abidjan á Fílabeinsströndinni dagana 26.-27. júní 2024.
Á ráðstefnunni koma saman háskóla- og starfsmenntastofnanir frá Evrópu og Afríku sunnan Sahara sem hafa áhuga á að þróa samstarf í alþjóðavídd Erasmus+. Þema viðburðarins er stafræn menntun.
Þátttaka er opin öllum sem hafa áhuga á að fræðast meira um alþjóðavíddina og finna samstarfsaðila.
Hægt er að taka þátt á staðnum eða á netinu en þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir fram.
Skráning og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Í alþjóðavídd Erasmus+ geta stofnanir og samtök í þátttökulöndum Erasmus+ þróað alþjóðleg verkefni með löndum sem hafa ekki beina aðild að áætluninni. Nánari upplýsingar um alþjóðavídd Erasmus+ má finna í Erasmus+ handbókinni
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.