Starfar þú í fullorðinsfræðslu?

23.8.2022

Það er ánægjulegt að tilkynna að EPALE samfélagssöguverkefnið er í gangi og hægt er að taka þátt í því til 30. október 2022! 

Hvað finnst þér vera jákvætt hjá þér sem kennara eða leiðbeinanda í fullorðinsfræðslu? Hvernig hefur menntun breytt lífi þínu? EPALE vill heyra þína sögu og býður kennurum í fullorðinsfræðslu um alla Evrópu að deila lifandi reynslusögum. Það væri ánægjulegt að fá reynslusögur úr fullorðinsfræðslu á Íslandi.

Ávinningur:

  • Öllum þátttakendum verður boðið að taka þátt í ókeypis námskeiði í gegnum netið: Ritlist og persónuleg frásögn
  • Sögurnar verða birtar á EPALE vefnum og þeim safnað saman í rafræna útgáfu: EPALE samfélagssögur.

Deildu þinni sögu á íslensku HÉR

Þetta vefsvæði byggir á Eplica