35 ára afmæli Erasmus+ fagnað í Brussel

21.9.2022

Þann 20. september var mikið um dýrðir í Brussel þegar Erasmus+ fagnaði sínum gæfuríku 35 árum. Á þeim tíma hefur áætlunin snert líf margra milljóna Evrópubúa og eflt samheldni og samstarf þvert á landamæri. Dumitrita Simion þátt í afmælisviðburðinum fyrir Íslands hönd.  

Dumitrita er verkefnastjóri í Hugarafli og hefur góða reynslu af því að taka þátt í Erasmus+, eins og sjá má í þessu myndbandi. Hún hefur meðal annars þróað fræðsluefni um jafningjastuðning, tilfinningalega seiglu og valdeflingu. Einnig hefur hún boðið félagsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á sviði geðheilbrigðismála.  

Þátttaka hennar í hátíðahöldunum í Brussel gaf henni tækifæri til að deila reynslu sinni af Erasmus+ verkefnum og koma á framfæri óskum um framtíð áætlunarinnar. Þar var hún í góðum félagsskap með varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, Margaritis Schinas, Mariyu Gabriel, framkvæmdastjóra ESB fyrir nýsköpun, rannsóknir, menningu, menntun og æsku og nokkrum af stofnendum Erasmus+. Í tilefni af afmælinu voru búin til myndbönd sem fjalla á skemmtilegan hátt um áhrif og ávinning af Erasmus+ í gegnum tíðina.

Við þökkum Dumitritu kærlega fyrir að deila með okkur reynslu sinni og myndum frá viðburðinum. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica