Þann 20. september var mikið um dýrðir í Brussel þegar Erasmus+ fagnaði sínum gæfuríku 35 árum. Á þeim tíma hefur áætlunin snert líf margra milljóna Evrópubúa og eflt samheldni og samstarf þvert á landamæri. Dumitrita Simion þátt í afmælisviðburðinum fyrir Íslands hönd.
Dumitrita er verkefnastjóri í Hugarafli og hefur góða reynslu af því að taka þátt í Erasmus+, eins og sjá má í þessu myndbandi. Hún hefur meðal annars þróað fræðsluefni um jafningjastuðning, tilfinningalega seiglu og valdeflingu. Einnig hefur hún boðið félagsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á sviði geðheilbrigðismála.
Þátttaka hennar í hátíðahöldunum í Brussel gaf henni tækifæri til að deila reynslu sinni af Erasmus+ verkefnum og koma á framfæri óskum um framtíð áætlunarinnar. Þar var hún í góðum félagsskap með varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, Margaritis Schinas, Mariyu Gabriel, framkvæmdastjóra ESB fyrir nýsköpun, rannsóknir, menningu, menntun og æsku og nokkrum af stofnendum Erasmus+. Í tilefni af afmælinu voru búin til myndbönd sem fjalla á skemmtilegan hátt um áhrif og ávinning af Erasmus+ í gegnum tíðina.
Við þökkum Dumitritu kærlega fyrir að deila með okkur reynslu sinni og myndum frá viðburðinum.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.