Öllum til heilla, viðburðarröð Reykjavíkur Akademíunnar

17.2.2022

  • Ollum-tix-800x600-2_1645030735138

Öllum til heilla er samtal um mikilvægi samfélagslista og mun inn­gildingar­fulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ flytja erindi þann 13. apríl um inngildingu í áætluninni, mikilvægi hennar og stefnumótunarvinnu landskrifstofunnar.

Viðburðarröð Reykjavíkur Akademíunnar, Öllum til heilla hófst þann 16. febrúar sl. með setningar­athöfn í Borgarleikhúsinu.

Öllum til heilla er samtal um samfélagslistir og samanstendur af 5 rafrænum erindum. Erindin verða haldin með reglulegu millibili fram til 15. júní.

Á viðburðinum Inngilding í orðum og aurum sem haldinn verður 13. apríl, mun inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, flytja erindið: Inngilding í Erasmus+: Áhersluatriði áætlunarinnar og mótun inngildingarstefnu landskrifstofu.

Erindin eru send út á netinu og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir viðburðirnir verða túlkaðir á íslenskt táknmál, rittúlkaðir og þýddir á ensku/íslensku og hægt verður að nálgast þá á heimasíðu Reykjavíkur Akademíunnar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica