Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára getur nú sótt um European Solidarity Corps styrk til þess að veita mannúðaraðstoð utan Evrópu og þannig stuðlað að friði og þróun í heiminum
Í ljósi vaxandi mannúðarþarfar í heiminum öllum hefur Evrópusambandið ákveðið að veita ungu fólki 18-35 ára tækifæri til þess að sækja um European Solidarity Corps styrki til þess að sinna sjálfboðaliðastörfum utan Evrópu. Markmiðið er að veita neyðar-og mannúðaraðstoð þar sem þörfin er mest.
„Samstaða er lykilatriði í Evrópusamstarfi. European Solidarity Corps felur í sér þátttöku ungs fólks í sjálfboðaliðaverkefnum. Þessi reynsla gefur ungu fólki tækifæri til þess að hjálpa samfélögum og leggja sitt af mörkum. Ég er mjög stoltur af því að áætlunin sé að þróast og muni í fyrsta skipti bjóða upp á hjálparaðgerðir á sviði mannúðaraðstoðar. Ungt fólk hefur vald til þess að breyta heiminum og framkvæmdastjórn ESB aðstoðar við að sýn þeirra verði að veruleika." Margaritis Schinas, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Markmiðið er að efla samstöðu og sýnileika mannúðaraðstoðar meðal Evrópubúa, og sömuleiðis samstöðu á milli Evrópulanda og landa utan álfunnar sem verða fyrir hamförum. Gengið er úr skugga um að verkefnin haldi í heiðri grundvallarreglum um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði. Til þess að tryggja öryggi þátttakenda mega verkefnin einungis fara fram í löndum þar sem mannúðaraðstoð fer fram og þar sem engin viðvarandi vopnuð átök eiga sér stað.
Hverjir geta tekið þátt?
Nánari upplýsingar:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.